Morgunblaðið - 04.01.2011, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 04.01.2011, Qupperneq 26
26 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011 Sudoku Frumstig 3 8 2 6 5 7 6 6 2 9 8 1 7 5 2 5 1 1 3 8 3 7 6 5 2 7 8 4 5 8 5 9 1 2 3 4 7 7 9 4 8 9 2 4 5 3 8 5 7 1 3 6 8 4 5 9 6 2 2 1 8 4 7 9 2 4 6 1 7 4 3 5 7 3 4 5 1 7 8 2 9 6 9 7 8 2 6 5 1 3 4 2 1 6 3 9 4 7 8 5 7 2 3 5 8 9 6 4 1 4 8 1 6 2 7 9 5 3 5 6 9 4 3 1 8 2 7 8 9 4 7 5 6 3 1 2 6 5 2 8 1 3 4 7 9 1 3 7 9 4 2 5 6 8 7 6 3 5 4 1 8 9 2 1 9 2 6 8 3 4 5 7 8 5 4 7 9 2 6 1 3 3 1 9 8 7 5 2 6 4 6 4 8 2 1 9 3 7 5 5 2 7 3 6 4 9 8 1 4 8 6 1 2 7 5 3 9 2 3 1 9 5 8 7 4 6 9 7 5 4 3 6 1 2 8 6 1 8 2 5 3 4 7 9 2 9 7 1 8 4 3 5 6 3 5 4 9 7 6 1 8 2 4 8 6 7 1 2 9 3 5 9 7 3 8 4 5 2 6 1 5 2 1 3 6 9 8 4 7 7 6 9 4 3 1 5 2 8 8 3 2 5 9 7 6 1 4 1 4 5 6 2 8 7 9 3 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 4. janúar, 4. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Því hungraður var ég, en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég, en þér gáfuð mér ekki að drekka. (Mt. 25, 42.) Sem kunnugt er hækkaði gjald-skrá Strætó bs. í gær. Víkverji notar ekki strætó nema til hátíða- brigða en málið kemur honum eigi að síður við, þar sem hann á tvo ung- linga sem nýta sér þjónustu vagn- anna töluvert. Hækkunin er nokkuð kostuleg eins og hún snýr að ungmennum. Í stað þess að greiða 100 krónur fyrir staka ferð þurfa þau nú annað hvort að greiða hámarksgjald, kr. 350 fyrir staka ferð, ellegar festa kaup á sér- stökum tuttugu miða kortum, þar sem þau greiða kr. 105 fyrir ferðina. Það er sumsé 5% hækkun. Víkverji er ekki betur gefinn en svo að hann skilur ekki alveg þessa breytingu. Hvers vegna mega ung- menni á aldrinum tólf til átján ára ekki greiða kr. 105 fyrir staka ferð í vagninum sjálfum? Hvers vegna þurfa þau, eða einhver fyrir þeirra hönd, að leggja leið sína reglulega í Mjóddina eða á Hlemm til að kaupa þessi ágætu kort? Alla vega. Ekki tjáir að deila við dómarann, þannig Víkverji nýtti matarhlé sitt í gær til að skreppa niður á Hlemm (mundi ekki í svipinn eftir Mjóddinni), sem er dágóð leið úr Hádegismóum, til að kaupa téð tuttugu miða kort fyrir börnin sín. En hvað var a’tarna? Þau voru ekki komin í hús. Víkverji varð því frá að hverfa – tómhentur. Þegar hann spurði hvort börnin hans mættu þá borga kr. 105 fyrir næstu ferð eða þangað til kortin verða aðgengileg var svarið beint nei. „Þau þurfa að borga 350 krónur!“ Og hananú! x x x Víkverji fylgdist með flugeldasýn-ingu höfuðborgarbúa ofan af Kjalarnesi um áramótin og þótti mikið til koma í blíðunni. Sá flestar ef ekki hreinlega allar rakettur sem fóru á loft. Bjartast var yfir Grafarvogi og Árbænum að þessu sinni en Seltirn- ingar voru áberandi slappastir. Ekki veit Víkverji hvað veldur en veltir fyrir sér hvort þetta hafi verið þeirra leið til að mæta umdeildri hækkun á útsvari. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 forneskjulegur, 8 sakaruppgjöf, 9 ánægð, 10 húsdýra, 11 nemur, 13 hafna, 15 ljóðasmiður, 18 vegurinn, 21 kraftur, 22 ön- ug, 23 kynið, 24 hreinskilið. Lóðrétt | 2 braukar, 3 end- urtekið, 4 fuglinn, 5 hlýði, 6 endaveggur, 7 sálar, 12 reið, 14 rengja, 15 regn, 16 skrifa á, 17 íláts, 18 lífga, 19 pinna, 20 nálægð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 skolp, 4 skart, 7 áttur, 8 ríkum, 9 tjá, 11 daun, 13 Erna, 14 áfram, 15 form, 17 mauk, 20 bak, 22 loppa, 23 uglur, 24 tinna, 25 niður. Lóðrétt: 1 skáld, 2 ostru, 3 port, 4 strá, 5 akkur, 6 tomma, 10 jurta, 12 nám, 13 emm, 15 fullt, 16 ræpan, 18 aflað, 19 kúrir, 20 baga, 21 kunn. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 h6 8. Bh4 Be7 9. Df3 Rbd7 10. O-O-O Dc7 11. Be2 b5 12. Bxf6 Rxf6 13. e5 Bb7 14. Dg3 dxe5 15. fxe5 Rd5 16. Rxe6 fxe6 17. Dg6+ Kd7 18. Bg4 Dxe5 19. Rxd5 Dg5+ 20. Rf4+ Kc7 21. Dxe6 Had8 22. Kb1 Bd6 23. Rd5+ Bxd5 24. Hxd5 De7 25. Df5 Bxh2 26. a4 Hhf8 27. Dd3 Hxd5 28. Dxd5 Dd6 29. Db3 Dd4 30. Bf3 Be5 31. Hd1 Staðan kom upp í fyrstu deild Ís- landsmóts skákfélaga en fyrri hl. móts- ins var í Rimaskóla sl. október. Hjörv- ar Steinn Grétarsson (2398) hafði svart gegn sænska skákmanninum Tairi Faruk (2298). 31… Hxf3! 32. c3 hvítur hefði orðið mát eftir 32. Dxf3 Dxb2#. 32… De4+ 33. Ka1 Hf4 34. axb5 Da4+ 35. Dxa4 Hxa4+ 36. Kb1 axb5 37. Hd5 Bf6 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Þögn og þula. Norður ♠ÁK ♥ÁKD753 ♦K64 ♣G4 Vestur Austur ♠G732 ♠10986 ♥9 ♥G1086 ♦D72 ♦108 ♣K8762 ♣1095 Suður ♠D54 ♥42 ♦ÁG953 ♣ÁD3 Suður spilar 7♦. „Þylst hann um eða þrumir,“ segir í Hávamálum um afglapa er til kynnis kemur. Sama mætti segja um varn- arspilara í slemmu. Sá sem lítið hefur að verja þylst um og spyr í þaula, en hinn sem gætir gullsins dregur sig inn í skel sína og lætur lítið fyrir sér fara. Skotinn Barnet Shenkin hefur veitt þessu athygli. Hann var í suður, sagnhafi í alslemmu í tígli. Sagnir tóku sinn tíma, en vestur sýndi þeim engan áhuga og lagði útspil sitt á hvolf. Austur lét hins vegar spurning- arnar dynja á mótherjunum. Þegar vestur fékk loks leyfi til að fletta upp hjartaníunni var Shenkin með stöð- una á hreinu. Hann fór heim á ♣Á í öðrum slag, spilaði ♦G og lét hann rúlla! Uppi var þá geð guma. 4. janúar 1917 Ríkisstjórn Jóns Magnússonar tók við völdum, en þetta var fyrsta íslenska ráðuneytið. Aðrir ráðherrar voru Sig- urður Jónsson og Björn Krist- jánsson. Sigurður Eggerz kom í stað Björns í ágúst 1917. Stjórnin sat til 25. febrúar 1920 en þá myndaði Jón aðra stjórn. 4. janúar 1984 Stórviðri með snjókomu olli miklum samgönguerfiðleikum á höfuðborgarsvæðinu og víð- ar. Fjöldi fólks lenti í hrakn- ingum. „Annasamasti dagur í starfi lögreglunnar í Reykja- vík. Öngþveiti skapaðist, öll umferð nánast stöðvaðist, skólastarf féll niður og at- vinnulíf lamaðist,“ sagði í Morgunblaðinu. 4. janúar 2002 Hjúkrunarheimilið Sóltún í Reykjavík var formlega tekið í notkun, en heilbrigðisráðu- neytið hafði gert samning við Öldung hf. um byggingu og rekstur heimilisins. Rými voru fyrir 92 aldraða, öll í sérbýli. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Stefán Þór Herbertsson, iðnrekstrarfræðingur í Snæfellsbæ, er 55 ára í dag. Stefán fæddist í Nes- kaupstað og ólst þar upp. Hann kvaðst ætla að gera sér dagamun í dag og fara út að borða í höfuðborginni með konu sinni og tveimur bræðr- um og eiga með þeim góða stund. „Þetta sígur á mann smátt og smátt,“ sagði Stef- án þegar hann var spurður um aldurinn. „Ellin nær manni brátt. Maður vonar að maður verði hress sem lengst.“ Stefán er í stjórn Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, og var um skeið formaður félagsins. „Sigurður Pétursson ísmaður, kunningi minn, býr þarna úti og ég fór að heimsækja hann. Ég heillaðist af landi og þjóð og hef síðan verið með annan fótinn meira og minna í Grænlandi,“ sagði Stefán. Hann hefur unnið mikið sjálfboðastarf fyrir grænlensk börn. Það byrjaði með skákkennslu sem Hrókurinn stóð fyrir í Ammassalik-sýslu á Austur-Grænlandi og var Stefán leiðangursstjóri í nokkrum skák- kennsluferðum. Síðan fór Kalak, í samvinnu við Kópavogsbæ, að bjóða 11 ára börnum úr sex litlum þorpum í A-Grænlandi til Íslands. Von er á börnum hingað í 6. skipti næsta haust. gudni@mbl.is Stefán Þór Herbertsson er 55 ára í dag Heillaðist af Grænlandi Flóðogfjara 4. janúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 2.35 0,2 8.50 4,3 15.11 0,2 21.20 3,9 11.16 15.50 Ísafjörður 4.41 0,2 10.45 2,5 17.20 0,2 23.20 2,0 11.57 15.19 Siglufjörður 1.14 1,3 6.50 0,2 13.11 1,4 19.30 0,0 11.41 15.01 Djúpivogur 6.00 2,4 12.16 0,3 18.13 2,0 10.54 15.11 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert ekki einfær um að hrinda í framkvæmd þeirri áætlun, sem stendur huga þínum næst. Byrjaðu bara á fyrsta verkefninu og leystu þau svo eitt af öðru. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þegar kemur að krossgötum, er sjálf- sagt að staldra við og velja framhaldið af kostgæfni. Stundum er ný hárgreiðsla allt sem þarf til að sjá hlutina í nýju ljósi. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þig langar kannski ekki að hlusta á það sem ástvinur vill segja þér – en þú ert rausnarleg/ur og góð/ur. Haltu fast í allar jákvæðar hugsanir. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Óklárað verkefni tekur ósjálfrátt frá þér kraft. Reyndu að sýna þolinmæði því við vinnum ekki öll á sama hraða. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Vertu heiðarleg/ur. Einhver á inni hjá þér greiða og þér finnst það óþægilegt. Þú ert á réttri braut í ástamálunum. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú átt það til að draga þig í hlé til að forðast árekstra við annað fólk. Haltu þig á hliðarlínunni svo að atburðarásin hrífi þig ekki viljalausa/n með sér. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú ert einstaklega kærulaus í dag og ættir því alls ekki til að ræða einkamál eða ákveða nokkuð í þeim efnum. Sumir læra aldrei. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú hefur nánast jafnmikið dá- læti á áskorunum og auðveldum sigrum og ert því tvístígandi um þessar mundir. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert að hugsa um of mörg mál í einu og missir við það alla starfsorku. Nú er rétti tíminn til þess að ræða launa- málin. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú finnur til sívaxandi þarfar fyr- ir að leggjast í ferðalög og víkka sjóndeild- arhringinn á einhvern hátt. Góður und- irbúningur tryggir farsæla framkvæmd. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þér finnst þú búa við eitthvert andstreymi þessa dagana. Reyndu að kom- ast hjá hverskonar ábyrgð á meðan. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þér finnst óþolandi þegar aðrir grípa inn í starf þitt og reyna að beina þér á aðrar brautir en þú vilt. Fólk virðist bæði al- varlegt og jarðbundið í dag. Stjörnuspá Á nýársdag áttu heið- urshjónin Ásgeir Halldórsson og Rósamunda Kristín Kára- dóttir í Hrísey fimmtíu ára brúðkaups- afmæli. Þau voru gefin saman af séra Birgi Snæbjörnssyni í Ak- ureyrarkirkju 1. janúar 1961. Gullbrúðkaup Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.