Morgunblaðið - 04.01.2011, Síða 27

Morgunblaðið - 04.01.2011, Síða 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand BERGMÁ LS GLJÚFUR BERGMÁ LS GLJÚFUR BERGMÁ LS GLJÚFUR SVONA NÚ HA HA, FÉKK ÞIG TIL AÐ TALA FYRST! VILTU KOMA ÚT AÐ LEIKA? ÞÚ ERT YNGRI EN ÉG SVARAÐI ÞETTA SPURNINGUNNI? POTAÐU Í ÞJÓNUSTUSTÚLKUNA SVO VIÐ FÁUM EINHVERN TÍMANN AFGREIÐSLU ÉG ÁTTI VIÐ AÐ ÞÚ POTAÐIR Í BAKIÐ Á HENNI EIGUM VIÐ AÐ GEFA KETTINUM GEÐLYF? ÉG ER EKKI VISS VIÐ GETUM ALLAVEGANA BYRJAÐ Á ÞVÍ AÐ REYNA AÐ ÞJÁLFA HANN EF VIÐ ÆTLUM AÐ ÞJÁLFA HANN ALMENNILEGA ÞÁ HELD ÉG AÐ VIÐ VERÐUM AÐ SENDA HANN Í HERINN HVERNIG FÓRSTU AÐ ÞVÍ AÐ SKERA Í GEGNUM STÁL? EKKERTMÁL... ...FYRIR MANN MEÐ KLÆR ÚR ADAMANTIUMI! ÞÚ HEFUR EKKERT Í HANN KALLINN MINN ERTU VAKNAÐUR? BARA ÞAÐ SAMA OG VENJULEGA, HANN ER AÐ HLUSTA Á TALSTÖÐVAKERFI LÖGREGLUNNAR OG ÉG ER AÐ HREINSA KÓNGULÓARVEFINN ÚR HORNUNUM Pennavinur óskast Mig langar að eignast pennavin sem getur kennt mér íslensku, ég er tvítugur nemi og stefni að því að koma til Íslands einhvern tíma í framtíðinni: Haley Ressl 1237 Westfullerton Ave. #406 Chicago, Il 60614 Refaskinn fannst Refaskinn fannst 21. desember sl. á bílastæði á Bergstaðastræti, á móti Blómaverkstæði Binna. Upplýsingar í síma 552-7489 eða 898-1463. Sony Ericsson Sony Ericsson x10 mini pro týndist í grennd við- Barónsstíg eða Njarðargötu. Finnandi vinsam- legast hafi samband í síma 894-4545. Ást er… … sársaukinn sem fylgir því að lifa áfram, ein. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9, botsía kl. 9.45, handavinna kl. 12.30. Bólstaðarhlíð 43 | Myndvefnaður kl. 9, útskurður kl. 13, línudans kl. 13.30, handavinna allan daginn. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, vöfflukaffi kl, 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Jóga kl. 10.50. Á morgun kl. 15 verður kynning á dagskrá Gjábakka jan.-maí. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, jóga og myndlist kl. 9.30, ganga kl. 10. Kynning á starfsemi í Gull- smára frá janúar til maíloka kl. 14. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Innritun í leikfimi- og tómstunda- námskeið á vorönn 2011 fer fram í Jónshúsi þessa viku. Spilastofur, vinnu- stofur, handavinnuhorn og kaffi/ matstofa opin frá kl. 9.30-16. Félagsstarf Gerðubergi | Opið kl. 9, leiðsögn i vinnustofum hefst mánudag- inn 10. janúar. Félagsstarf Gerðubergi | Opið kl. 9- 16.30, leiðsögn í vinnustofum hefst 10. janúar. Grafarvogskirkja | Áramóta- guðsþjónusta eldri borgara kl. 14, séra Vigfús Þór Árnason. Gamlir Fóstbræður syngja og leiða almennan söng. Nemar úr Tónlistarskóla Grafarvogs flytja tón- list. Kaffiveitingar í boði sóknarnefndar . Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, qi-gong og myndmennt kl. 10, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 12.30, gler/myndmennt kl. 13. Hvassaleiti 56-58 | Bútasaumur kl. 9 hjá Sigrúnu. Helgistund kl. 14, séra Ólafur Jóhannsson. Stólaleikfimi kl. 15. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun 5. janúar er félagsvist kl. 13.30. Norðurbrún 1 | Postulínsmálun, mynd- list, vefnaður og útskurður kl. 9, sr. Sig- urður með viðtalstíma kl. 13.30. Kristján Karlsson skáld hefursagt mér, að hann hafi strax í æsku haft gaman af vísum Jóns Þorsteinssonar á Arnarvatni, þótt þær skrýtnar og skemmtilegar. „Sjálfur var maðurinn höfð- inglegur,“ bætti Kristján við og fór síðan með stöku, sem ort var í orða- stað manns um hest. „Ég lærði hana svona,“ sagði hann: Góði minn, þegar æfi er öll eigandans týndra vona, um grjótin norðan að Herrans höll hoppaðu með mig svona. Síðan sagði Kristján og brosti: „Valhopp er þægilegur gangur hesta.“ Jón kvað í orðastað Drottins: Ófyrirsynju oft er mér eignuð mæða og senna; en margt af því, sem miður fer, mönnunum er að kenna. Guðmundur Friðjónsson skáld á Sandi skrifaði um alþýðuskáld Þingeyinga í Bjarka árið 1903, en þá var Jón á Arnarvatni um fer- tugt, „óframfærinn maður og næst- um feiminn. Hann hefur ort fremur lítið og stundum leikið sér að því að herma eftir Grallarahöfundunum gömlu og Vísnabókarskáldunum. – Stundum líkist hann Páli Ólafssyni, þegar hann yrkir ferskeyttar vís- ur … Þó er ekki svo að skilja, að Jón stæli Pál. Hitt mun nær sanni, að sporin verði lík vegna þess, að báðir stíga létt niður á þjóðlegum grundvelli hugljúfrar hagmælsku. Og þegar tveir menn hafa málið og rímið á valdi sínu og yrkja um sama efni, lætur að líkindum, að tungu- takinu svipi saman“: Vorið dregur eitthvað út undan frosnum bakka: hefur geymt þar grænan kút – gef mér nú að smakka! Um þessa vísu Jóns segir Guð- mundur, að hún sverji sig í þjóðlegu ættina rímlistarinnar: Bærir fangið felmtruð jörð. Færir þang um æginn. Slær á vanga hríðin hörð hærulangan daginn. Stælt vísa kemur næst: Slyng er tófa að grafa göng, glingrar spói um mýrarhring. Kringum mó við hrauna hröng hringlar snjóugt beitilyng. Þessa braghendu lærði ég úr Þingeyskum ljóðum: Flugu minni fleygði ég, en fár varð gróði: Á mig leit úr ölduflóði urriði með köldu blóði! Þessar eru síðustu vísur skálds- ins. Sú fyrri ber yfirskriftina Elli- vísa: Flestu vill nú förlast, Jón, fá eru korn í blóði, ef þú hittir engan tón eða staf í ljóði. Ort á banabeði: Heyr mig Loki, hvításs bani! Hvar er mistilteinn? Fá mér blindum fimmtán Dani fyrir Kamban einn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Sjálfur var maðurinn höfðinglegur AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.