Morgunblaðið - 04.01.2011, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011
Arrnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Fyrsta breiðskífa ársins hefur litið
dagsins ljós, en um er að ræða aðra
breiðskífu hafnfirsku rokksveit-
arinnar We Made God. Platan kall-
ast It’s Getting Colder og hefur
verið nær þrjú ár í vinnslu. Fyrsta
plata sveitarinnar, As We Sleep
kom út 2008 og vakti þónokkra at-
hygli á sveitinni, einkum þó erlend-
is en hún var mærð af stórtímarit-
um eins og Q Magazine og
Kerrang! en Paul nokkur Brannig-
an, ritstjóri þess síðarnefnda, hafði
séð We Made God leika á Airwaves
og fallið fyrir sveitinni.
Platan kemur formlega út föstu-
daginn 7. janúar og verður útgáf-
unni fagnað með tónleikum á Fak-
torý. Þá mun platan einnig kom út
á heimsvísu á vegum ítalska plötu-
fyrirtækisins Avantgarde Music
þann 21. janúar.
Kassinn
„Þetta virðist vera okkar tíma-
lína,“ segir Magnús Bjarni Grön-
dal, söngvari og gítarleikari sveit-
arinnar, og vísar þar í
upptökutímann en fyrsta platan tók
líka tímann sinn. Annars hefur
sveitin mest verið upptekin við
reglubundna spilamennsku und-
anfarin misseri, en auk þess hefur
platan nýja átt hug og hjörtu með-
lima, eðlilega.
„Ég viðurkenni að það getur
stundum verið leiðigjarnt að hjakka
endalaust hér á Íslandi,“ segir
Magnús er blaðamaður gengur á
hann. „En þá þarf bara að hugsa
aðeins út fyrir kassann og finna
nýja vinkla. Það er kannski lýjandi,
við og við, að spila alltaf fyrir sama
fólkið en það er alltaf jafn gaman
að spila sjálfa tónlistina, ekki mis-
skilja mig.“
Útlönd
Magnús segir að þeir félagar fari
reyndar frekar hratt í gegnum
upptökuferlin en nostur og slíkt
taki svo heillangan tíma.
„Við sitjum á þessu og erum heil-
lengi að melta þetta,“ útskýrir
hann. „Það er verið að bæta hinu
og þessu við og sum lögin taka
heilmiklum breytingum í því ferli.
Platan var tekin upp í litlu heima-
hljóðveri í Árbænum, einmitt vegna
þess að við vissum að við yrðum að
geta gengið í plötuna frjálslega og
unnið við hana þegar okkur hent-
aði.“
Magnús segir að svo virðist sem
útlendingar hafi meira áhuga á
sveitinni en landar þeirra, alltént
var það svo með fyrstu plötuna.
Ítalska fyrirtækið Avantgarde Mu-
sic er að ganga í endurnýjun lífdag-
anna samkvæmt Magnúsi og er We
Made God fyrsta bandið sem verð-
ur tekið traustatökum af
innanbúðarmönnum þar.
Of harðir, of linir?
Að öðru leyti er ekkert fast í
hendi enn um frekari strandhögg á
erlendri grundu.
„Það er furðulegt hvernig þetta
band er hérna heima, við erum á
milli sena einhvern veginn. Of
harðir fyrir rokkið en of linir fyrir
þungarokkið. Siglum þarna á milli.
Við erum annars að vinna í þessu
núna, með útlöndin þ.e.a.s. Skoða
okkur um og sjá hvort einhver færi
gefist. Þetta er auðvitað bölvað
hark úti líka og við erum svona að
vega þetta og meta.“
Rokksveitin We
Made God gefur
út sína aðra plötu,
It’s Getting Colder
Ert þetta þú, Guð?
Dimmt yfir Þessi dökkleita
mynd lýsir ágætlega því
dramatíska rokki sem We
Made God ber fram á annarri
breiðskífu sinni.
Söngvarinn Sigurður Guð-
mundsson og unnusta hans Tinna
Ingvarsdóttir eignuðust dóttur á
nýársdag. Foreldrum og barni
heilsast vel. Kannski að magnað lag
hans af plötunni Nú stendur mikið
til, „Nýársmorgunn“ hafi hljómað
undir í fæðingunni?
Sigurður Guðmunds-
son orðin faðir
Fólk
Víkingarokksveitin Skálmöld,
sem er m.a. skipuð þeim bræðrum
Snæbirni og Baldri Ragnarssyni úr
Ljótu hálfvitunum, hefur fengið
sérdeilis góða gagnrýni undanfarið
fyrir plötu sína Baldur. Þýskir eru
sérstaklega hrifnir og þannig gaf
hin stæðilega málmsíða metal.de
plötunni 9 af 10 mögulegum fyrir
stuttu. Hefur rýnir á orði að sveitin
sé fjölsnærð mjög, geti sett hina og
þessa snúninga á víkingarokkið en í
gegnum plötuna renni þó einn og
óslitinn þráður sem er hennar og
engrar annarrar. Ekki amaleg
meðmæli það!
Skálmöld fær glimrandi
dóma hjá þýskum
1Gunnar í Krossinum og Jónína Ben.Giftu sig á árinu og Jónína sendi
frá sér ævisögu.
2Nilli og Vala Grand Slógu bæði ígegn á árinu með forvitnilegum
og einkar hugmyndaríkum þáttum
sínum á mbl.is. Já, svona er Ísland í
dag.
3Ari Eldjárn og Bubbi Morthens Ok,þeir eru ekki kærustupar en sam-
an komnir eru þeir sem einn mað-
ur. Hvar endar Bubbi og hvar byrj-
ar Ari? Það er erfitt að segja, svo
líkir eru þeir.
4Dagur B. Eggertsson og Jón GnarrÆtli Dagur sé búinn að horfa á
The Wire? Fær Jón sér permanent?
5Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir ogMegas Gáfu út bráðskemmtilega
og býsna klúra nóvellu og runnu
saman í eitt sem rithöfundurinn
Megas Erlu Þórunn Valdimars.
6Kolbrún Bergþórsdóttir og PállBaldvin Baldvinsson Þjóðin fylgist
hugfangin með neistafluginu í Kilj-
unni á miðvikudagskvöldum. Þú
segir kartafla, ég segi kartebbla
o.s.frv.
7Kynþokkafyllstu leikarahjónheims (að Pitt og Jolie und-
anskildum kannski), Ryan Reynolds
og Scarlett Johansson Kynþokkinn
lekur hreinlega af þeim. Reyndar
eru þau að skilja, en voru frameftir
ári eitt af pörum ársins.
8Tobba Marinós og Karl „Baggalút-ur“ Sigurðsson Stjörnupar með
glans.
9Raggi Bjarna og Erpur EyvindarsonRaggi og Erpur fengu hálfa þjóð-
ina til að syngja: „Allir er’að fá sér
JÁ allir er’að fá sér“.
Pör ársins
Hvít jakkaföt, sem John Lennon
klæddist þegar mynd var tekin af
Bítlunum fyrir plötuna Abbey
Road, voru seld á uppboði í Con-
necticut í Bandaríkjunum um
helgina fyrir 46 þúsund dali, jafn-
virði 5,3 milljóna króna.
Fötin og fleiri munir, sem
tengdust Bítlunum voru seld á ár-
legu uppboði hjá Braswell Gallier-
ies á nýársdag. Ekki er vitað
hver kaupandinn var. Franski
hönnuðurinn Ted Lapidus saum-
aði fötin fyrir Lennon á sínum
tíma.
Þá greiddi maður nokkur 5.500
dali, 640 þúsund krónur, fyrir
ryðgaðan Chrysler-stationbíl, ár-
gerð 1972, sem Lennon og Yoko
Ono áttu einu sinni.
Sögulegt Myndin fræga sem prýðir plötuna. Lennon fremstur í flokki.
Hvít jakkaföt Lennons
seld á uppboði
ÁSKRIFTASÍMI 569 1100