Morgunblaðið - 04.01.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.01.2011, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011 „GLÆPSAMLEGA FYNDIN.“ - DAILY MIRROR HHHH - THE HOLLYWOOD REPORTER HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI FRANK OG CASPER MUNU FÁ ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI. FYNDNASTA MYND SEM KOMIÐ HEFUR Í BÍÓ LENGI HHHHH „SKEMMTILEGASTA DANSKA KVIKMYND SEM ÉG HEF SÉÐ.” - EKSTRA BLADET HHHHH “HLÁTURVÖÐVARNIR MUNU HALDA VEISLU Í EINN OG HÁLFAN TÍMA...” - POLITIKEN SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í DAG - KR. 700 GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR WILL FERRELL, TINA FEY, JONAH HILL OG BRAD PITT ERU ÓTRÚLEGA FYNDIN Í ÞESSARI FRÁBÆRU FJÖLSKYLDUMYND FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SHREK OG KUNG FU PANDA ATH. NÚMERUÐ SÆTI Í KRINGLUNNI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA ATH. NÚMERUÐ SÆTI Í ÁLFABAKKA (VIP) 700 kr. Tilboðil VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! SAMbio.is KLOVN - THE MOVIE kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 9:10 - 10:20 - 11:30 14 THE LAST EXORCISM kl. 10:40 16 KLOVN - THE MOVIE kl. 5:50 - 8 - 10:20 VIP HARRY POTTER kl. 2 - 5 - 8 - 11 10 TRON: LEGACY - 3D kl. 3:303D - 6 - 83D - 10:403D 10 DUE DATE kl. 5:50 10 TRON: LEGACY kl. 3:30 VIP ÆVINTÝRI SAMMA - 3D ísl. tal kl. 1:30 L MEGAMIND - 3D ísl. tal kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 L KONUNGSRÍKI UGLANNA ísl. tal kl. 3:40 7 LIFE AS WE KNOW IT kl. 8 L FURRY VENGEANCE kl. 1:30 L / ÁLFABAKKA KLOVN - THE MOVIE kl. 5:30 - 8 - 10:10 - 11 14 LITTLE FOCKERS kl. 5:30 - 8 - 10:10 12 TRON: LEGACY kl. 5:20 - 8 - 10:40 10 HARRY POTTER kl. 8 10 MEGAMIND 3D ísl. tal kl. 5:30 L / EGILSHÖLL Þeir sem hafa gaman af sót-svörtu og svæsnu skop-skyni þeirra CaspersChristensen og Franks Hvam úr Klovn sjónvarpsþáttunum dönsku munu nokkuð örugglega kunna að meta kvikmyndina um þá félaga. Þeir sem ekki hafa þannig skopskyn ættu og munu eflaust forð- ast myndina eins og heitan eldinn og ástæða til að vara viðkvæma við henni, nú er allt keyrt í botn og myndin bönnuð börnum undir 14 ára aldri. Miðað við dónaskapinn og sið- leysið í myndinni hefði jafnvel mátt hækka aldurstakmarkið í 16 ár, að mati undirritaðs. Það er með öllu óskiljanlegt að aldurstakmarkið í Danmörku sé 11 ár. Í myndinni segir í grófum drátt- um frá því er Frank og Casper halda í mikla siglingu í heimalandi sínu og á sú sigling að enda með heimsókn í hóruhús í miklu og glæsilegu sveita- setri. Frank vill ólmur sýna kærustu sinni Miu að hann sé hæfur til þess að verða faðir og tekur 12 ára frænda hennar, Bo, nauðugan með í ferðina, án leyfis foreldra barnsins eða Miu. Casper er vægast sagt ósáttur við þetta uppátæki trúðsins því ferðin átti að vera ,,píkuferð“, komast átti yfir eins marga kven- menn og mögulegt væri á áning- arstöðum. Casper ætlar sér að ná því takmarki og skiptir þá engu að barn sé með í för. Skemmst frá að segja komast þeir félagar í marg- vísleg vandræði og endar ferðin með miklum ósköpum, enda ekki við öðru að búast af þeim Frank og Casper. Það er pínlegt að horfa á þessa mynd en, nota bene, skemmtilega pínlegt. Ítrekað gripu bíógestir um höfuð sér og stundu í hljóði ,,Nei, nei ... ekki, nei“ þegar eitthvert stór- slysið var í uppsiglingu. Það fylgir því hálfgert samviskubit að hlæja að gríni á borð við það sem boðið er upp á í Klovn en maður hlær samt sem áður. Í ákveðnum atriðum mynd- arinnar er eiginlega farið yfir hin oft á tíðum óljósu velsæmismörk og eiga þau atriði það sameiginlegt að tengj- ast barninu Bo, saklausum ungum dreng sem neyðist til að horfa upp á saurlífi og siðleysi hinna miðaldra vina. Það er a.m.k mat þess sem hér rýnir en margir bíógesta voru greinilega á annarri skoðun. Endirinn á þessari ágætu gam- anmynd er svo með þeim svakalegri sem maður hefur séð í grínmynd, sennilega sá svakalegasti. Nú er undirritaður ekki að kjafta frá neinu því Klovn þættirnir hafa allir endað með ósköpum, eins og aðdáendur þeirra vita. Hugmyndaflugi Franks og Caspers eru engin takmörk sett og hafa þeir nýtt vel það tækifæri sem felst í því að sýna í bíóhúsum. Engin hætta á því að börn séu að horfa. Vonandi. Klovn: The Movie er að flestu leyti eins og Klovn-þáttur, þrefaldur að lengd, en þó kveður við óvæntan, dramatískan tón í seinni hlutanum. En dramatíkin staldrar ekki lengi við, fíflið Frank sér til þess með einu af sínum allra furðulegustu uppá- tækjum undir lok myndar og bíósal- urinn veltist um af hlátri. Vonandi verður gerð framhaldsmynd. Frank og Casper fara yfir strikið Kanóferð Casper, Frank og Bo róa eins og þeir eigi lífið að leysa enda góð ástæða til. Sambíóin Klovn: The Movie bbbbn Leikstjóri: Mikkel Nörgärd. Aðal- hlutverk: Frank Hvam, Casper Christen- sen, Iben Hjejle, Mia Lyhne. 100 mín. Danmörk, 2010. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.