Morgunblaðið - 04.01.2011, Side 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011
Þinn árangur - okkar metnaður!
Aðgang að einkaþjálfara í tækjasal•
Sérsniðna æfingaáætlun•
Mælingar, aðhald og eftirfylgni•
Aðgang að fjölbreyttum tímum•
Handklæði við hverja komu•
Herða- og höfuðnudd í heitum pottum•
Aðgang að Spa-svæði með vatnsgufu•
Aðgang að sauna og hvíldarlaug•
Afslátt af þjónustu og námskeiðum•
Persónulega þjónustu og hlýlegt viðmót•
Hilton Reykjavík Nordica - Suðurlandsbraut 2
Sími 444 5090 - www.nordicaspa.is
Meðlimskort NordicaSpa
Með kortinu færð þú:
Nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningu
og verð finnur þú á nordicaspa.is eða í síma 444-5090.
Ný árangursrík námskeið hefjast 10. og 11. janúar 2011
Nýrlífsstíllánýjuári
Lúxusnámskeið NordicaSpa
Gunnar Már heilsugúru kemur þér fantaform!
Mikil brennsla, bætt melting, aukinn kraftur og betra þol.
Mikið aðhald, fræðsla, mælingar og matseðlar.
28 daga hreinsun - með hreyfingu og mataræði
Á námskeiðinu hreinsum við líkamann af óæskilgum eituref-
num, aukum getu hans til að vinna rétt úr fæðunni og ko-
mum þér af stað í nýjan lífsstíl. Frábær árangur! Nauðsyn-
legt öllum eftir jólaátið!
Ungt fólk (16-25 ára)
Árangursríkt námskeið fyrir ungt fólk sem hefur lítið hreyft
sig, vill breyta um lífsstíl og koma sér í gott form.
Léttara líf
Einstaklingsmiðað námskeið fyrir fólk í umframþyngd.
Mikill stuðningur, næringarráðgjöf, eftirfylgni og umhyggja.
Stykjum stoðkerfið
Námskeið fyrir fólk með stoðkerfisvandamál (bakverki,
axlarmeiðsl ofl.). Einstaklingsmiðuð æfingaáætlun sem
bætir líðan, heilsu og lífsgæði.
Lífsgæði 60+
Skemmtilegt heilsunámskeið fyrir fólk 60 ára og eldri sem
vill auka lífsgæði sín í góðum félagsskap. Hentar einnig
þeim sem eru að glíma við of háan blóðþrýsing, umfram-
þyngd, sykursýki II ofl.
Latin-fitness – dansnámskeið
Lærðu að dansa um leið og þú kemur þér í frábært form.
Þú þarft ekki dansfélaga – mætir bara einn. Brjálað fjör!
Zumba-fitness
Nýjasta líkamsræktaræðið í dag! Auðveld spor fyrir
allan aldur í takt við geggjaða suður-ameríska tónlist.
NÝTT!
NÝTT!
NÝTT!
NÝTT!
NÝTT!
Taka þarf annan fót leikkonunnar
Zsa Zsa Gabor af fyrir neðan hné
en Gabor hefur glímt við mikil veik-
indi undanfarið. Hún liggur nú á
spítala í Los Angeles.
Að sögn talsmanns Gabor er drep
byrjað að myndast í fætinum vegna
krabbameins og hafa læknar
ákveðið að grípa til þess ráðs að
taka hann af. Leikkonan, sem er 93
ára, var lögð inn á spítala í júlí sl.
eftir að hún féll og mjaðmabrotn-
aði. Hún fór í aðgerð en í kjölfar
hennar fékk hún blóðtappa og
þurfti að leggjast aftur undir hníf-
inn.
Fyrir utan að hafa leikið í þekkt-
um myndum á sjötta áratug síðustu
aldar hefur Gabor ávallt vakið at-
hygli fyrir æsilegan lífsstíl sinn,
ýmiss konar vandræði auk þess sem
hún hefur gengið í hjónaband níu
sinnum.
Reuters
Áberandi Gabor var hraustari þeg-
ar þessi mynd var tekin árið 1990.
Gabor
missir ann-
an fótinn
Stjórn Salarins, tónlistarhúss Kópa-
vogs, hefur ákveðið að ráða Aino
Freyju Jarvela sem forstöðumann
Salarins. Hún hefur störf nú í jan-
úar.
Starfið var
auglýst laust til
umsóknar 3. sept-
ember 2010. Alls
54 umsóknir bár-
ust en þrír drógu
umsóknir sínar til
baka.
Aino Freyja
tekur við starfinu
af Elísabetu
Sveinsdóttur sem
gegnt hefur starfi forstöðumanns
Salarins í rúmt ár.
Aino Freyja er með MBA-gráðu
frá Háskólanum í Reykjavík, BA-
gráðu í leiklist frá Bretlandi og próf í
hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Ís-
lands.
Hún hefur verið sjálfstætt starf-
andi framkvæmdastjóri við ýmsa
menningarviðburði og séð um kynn-
ingarmál þeim tengd. Hún var um
árabil framkvæmdastjóri Dansleik-
húss með ekka og var einn af stofn-
endum þess. Þá var hún formaður
Sjálfstæðu leikhúsanna (SL) í nokk-
ur ár.
Hlutverk hennar hjá Salnum
verður m.a. að sjá um rekstur hans
og bera ábyrgð á kynningar- og
markaðsmálum.
Salurinn er fyrsti sérhannaði tón-
leikasalur landsins og stendur á
Borgarholtinu í nágrenni Kópavogs-
kirkju. Markmið Salarins er að efla
menningu og listalíf á Íslandi.
Salurinn var formlega tekinn í
notkun 1. janúar 1999 og var aðsókn-
armet slegið í ár en aukningin var
ríflega 40% milli ára.
Aino Freyja
Jarvela verður
forstöðumaður
Salarins
Aino Freyja
Jarvela.
Breski leikarinn Pete Postlethwaite er látinn 64 ára að
aldri. Hann hafði átt við langvarandi veikindi að stríða.
Postlethwaite var tilnefndur til Óskarsverðlauna árið
1994 fyrir leik sinn í myndinni In The Name of the Fat-
her sem fjallaði um menn sem sátu saklausir árum sam-
an í fangelsi vegna sprengjutilræðis IRA á bar í Guild-
ford.
Postlethwaite lék í tveimur myndum Stevens Spiel-
berg, The Lost World: Jurassic Park og Amistad og lýsti
Spielberg honum sem „besta leikara í heiminum“.
Árið 2004 fékk Postlethwaite orðu frá Bretadrottn-
ingu fyrir leiklist.
Hann hélt áfram að leika þrátt fyrir ástand sitt og sást
hann í hvorki meira né minna en fjórum myndum sem
frumsýndar voru á liðnu ári, Ironclad, Clash of the Tit-
ans, Inception og The Town.
Eftirlifandi eiginkona hans heitir Jacqui og átti leik-
arinn tvö börn, Will og Lily.
Á frumsýningu Pete Postlethwaite
ásamt Ewan McGregor, samleikara
sínum í myndinni Brassed Off, á
frumsýningunni í New York árið
1997.
Reuters
Bless Leikkonan Sofia Lauren kyssir kollega sinn í
Feneyjum árið 2002.
Pete Postlethwaite látinn