Morgunblaðið - 20.01.2011, Page 13

Morgunblaðið - 20.01.2011, Page 13
20. janúar 2011 13 atvinna Hnetur eru góður orkugjafi og inni- halda mikilvæg efni. Egg innihalda þónokkuð af hitaeining- um en eru samt algjör fyrirmyndarfæða. Morgunblaðið/Eyþór Ber eru ekki aðeins bragðgóð heldur full af hollustu. Íhollustuheiminum er stund-um talað um „ofurfæði“ (e.Superfoods) og er þá átt viðnokkrar fæðutegundir sem eru svo bráðhollar að af ber og ekki mjög ríkar af kaloríum og óhollustu. Ávextir eru t.d. holl og góð fæða en sumir ávextir eru ríkari af víta- mínum en aðrir. Oft eru þetta þó matartegundir sem ekki eru beinlín- is auðfundnar eða þá kosta of mikið til að fólk sé að háma í sig dags dag- lega. Á Huffingtonpost var á dögunum birtur listi yfir 10 ofurfæðisvörur sem finna má án mikillar fyrirhafnar í flestum matvöruverslunum, og er gott að hafa bak við eyrað í næstu innkaupaferð. Ber og baunir Fyrst ber að nefna berin, sem eru rík af trefjum og heilsusamlegum ávaxtasýrum að ótöldum vítam- ínunum. Egg komast líka á listann, þótt þar verði að gæta smáhófs. Efni í eggjum eiga að hafa góð áhrif á sjón og húð. Baunir eru herramannsmatur, auðugar af járni og trefjum, og hnet- ur lenda líka í upptalningunni enda auðugar af ómettuðum fitusýrum og þykja valhnetur heilsusamlegastar. Appelsínur eru C-vítamín-bombur, auðugar af fólötum og trefjum, og sætar kartöflur sjá líkamanum fyrir alfa- og beta-karótíni sem líkaminn breytir í A-vítamín. Vitnað er í fræðistofnun sem kallar sætu kart- öfluna eitthvert hollasta grænmeti sem völ er á. Te og jógúrt Brokkólí er einnig vítamínbomba og inniheldur efni sem talið er að hamli krabbameinsmyndun. Te rat- ar einnig á lista Huffingtonpóst fyrir andoxunaráhrif og margt fleira gagnlegt. Er þar getið rannsókna sem benda til að te hjálpi til við að verjast alzheimersjúkdómi, syk- ursýki og sumum tegundum krabba- meins. Spínat er hrærigrautur af vítam- ínum og steinefnum sem m.a. hjálpa við frumuendurnýjun. Loks er jóg- úrtið, sem inniheldur bakteríur sem gera líkamanum gott, að ekki sé tal- að um kalkið sem styrkir beinin. ai@mbl.is Sum matvæli úti í búð falla í ofur-holla flokkinn Hollusta sem þú mátt borða nægju þína af Spínatið græna og góða má kalla kon- ung tvíkímblöðunganna. Spínat er hrærigrautur af vítamínum og steinefnum. Í mörgum menningarsamfélögum hef- ur te af ýmsum gerðum þótt hinn mesti heilsudrykkur. Á krossgötum Kynningardagur hjúkrunarfræðinema í Háskóla Íslands Starfsvettvangur hjúkrunarfræðinga Föstudaginn 21. janúar kl. 11:30 -14 Hjúkrunarfræðideild Eirbergi, 1. og 2. hæð Hjúkrunarfræðinemar á lokaári bjóða til kynningar á hinum ýmsum störfum hjúkrunarfræðinga. Nýjar og hefðbundnar hliðar á starfsvettvangi hjúkrunarfræðinga verða kynntar:  Hjúkrun í heilsuhýsi  Áfallahjúkrun  Kynheilbrigði/fræðsla  Hjálparstarf  Forvarnir ungs fólks  Heimafæðingar  Þyrluhjúkrun  Hjúkrun á heilsugæslu  Hjúkrun í heimahúsum  Fangelsishjúkrun  Hjúkrun í blóðbanka  Hjúkrun í siglingu Kynningin er liður í námskeiðinu í hjúkrun sem starfs- og fræðigrein þar sem hópar nemenda kynna starfstækifæri í hjúkrun bæði hér á landi og erlendis. Framhaldsnám í hjúkrun og ljósmóðurfræðum verður kynnt og fulltrúar heilbrigðisstofnana og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga kynna störf sín. Tryggur samstarfsmaður hjúkrunarfræðinema, hermisjúklingurinn Hermann, verður á staðnum ásamt umsjónarmanni sínum sem sýna hvernig hjúkrunarfræðingar bregðast við ýmsum kvillum Hermanns. Glæsileg kaffisala nemenda verður frá kl. 11:30 til 13:00 til styrktar útskriftarferðinni í vor. Kynningin er öllum opin. Allir sem vilja kynna sér nýjar hliðar á störfum hjúkrunarfræðinga eru hvattir til að koma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.