Organistablaðið - 01.12.1981, Page 19

Organistablaðið - 01.12.1981, Page 19
AÐVENTUKVÖLD í BÚSTAÐAKIRKJU, 29. NÓV. Organleikari kirkjunnar, Guðni Þ. Guðmundsson lékToccötu eftir Pachelbel á orgelið. Formaður sóknarnefndar ávarpaði kirkjugesti. Kirkjukórinn söng 3 lög undir stjórn organistans og með aðstoð hljóðfæraleikara. Guðlaugur Þorvaldsson flutti hátíðarræðu. Lögreglukórinn í Reykjavík söng 4jólalög undir stjórn Guðna Þ. Guðmundssonar. Einsöngvari með kórnum var Reynir Guðsteinsson. Síðan voru Ijósin tendruð og sóknar- presturinn, sr. Ólafur Skúlason dómpróf- astur annaðist helgistund. Að lokum sungu allir kirkjugestir aðventusálminn ,,Upp gleðjist allir" og jólasálminn ,,Heims um ból". JÓLAVAKA VIÐ KERTALJÓS í HAFNAR- FJA RÐA RKIRKJU 13. DES. Organleikari kirkjunnar, Páll Kr. Pálsson, lék Offertorium eftir D. Zipoli á orgelið og safnaðarformaður ávarpaði kirkjugesti. Söfnuðurinn söng aðventusálminn Gjör dyrnar breiðar, hliðið hátt. Guðrún Sigurðardóttir og Páll Kr. Pálsson léku á celló og orgel, sónötu eftir Vivaldi. Margrét Pálmadóttir söng lög eftir Sigurð Þórðarson, A. Stradella og G. Bizet. Sigurður A. Magnússon flutti erindi. Háskólakórinn söng, undir stjórn Hjálmars H. Ragnarssonar, kórverk og aðventu- og jólalög. Kveikt var á kertum, lesið úr Ritn- ingunni og síðan var bænarstund. Samkomunni lauk með því að allir sungu jólasálminn Heims um ból og organistinn lék Þú brúður Kristi kær, sálmforleik eftir J.L. Krebs. JÓLAVAKA í FRÍKIRKJUNNI í REYKJAVÍK, 13.DES. Organleikari kirkjunnar, Sigurður ísólfs- son, lék Prelúdíu í G-dúr eftir G.F. Hándel á orgelið. Formaður Kvenfélags Fríkirkju- safnaðarins flutti ávarp. Síðan skiptist á organleikur, annar hljóðfæraleikur, upp- lestur, einsöngvar, kórsöngur og helgi- leikur. Sigurður Isólfsson lék Pastoral Symphony eftir Hándel og Ó, hve dýrleg er að sjá eftir J.L. Emborg. Fríkirkjukórinn söng nokkur jólalög. Arnþór og Gísli Helgasynir léku frumsamin lög á blokk- flautu og píanó. Guðrún Ásmundsdóttir las jólasögu. Jón Hj. Jónsson, prestur Aðventusafnaðarins í Reykjavík söng og Sólveig Jónsdóttir lék undir. Sr. Kristján Róbertsson las frumort Ijóð. Matthildur Matthíasdóttir söng jólalög eftir Sigvalda S. Kaldalóns og Sigfús Einarsson. 11 ungmenni léku helgileik. Leiðbeinandi þeirra var Guðrún Ásmundsdóttir. Inn í helgileikinn var fléttaður almennursöngur. Lokaatriðin voru kertaljósahátíð og kveðjuorð safnaðarprests. Meðan kveikt var á kertunum lék organistinn Slá þú hjartans hörpustrengi eftir Bach. Síðan var almennur söngur: Hljóða nótt (Lag: F. Gruber. Texti: Kristján Róbertsson). Athöfninni lauk með því að organistinn lék Prelúdíu í C-dúr eftir Bach. HÆSTARÉTTAR - DÓMUR íKJARAMÁLI FÉLAGSMANNS F.Í.O. I' 2. gr. laga FÍO stendur: ..Markmið félagsins er: a) að gæta hagsmuna organleikara innan félagsins og ákveða launataxta fyrir öll störf þeirra, en félagið kemur fram fyrir hönd stéttarinnar í öllum hagsmunamálum hennar. Félagið er stéttarfélag og því lögformleg- ur aðili um kaup og kjör félagsmanna sinna." ORGANISTABLAÐIÐ 19

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.