Skátablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 8
AVARP
^ra. skálkböfóingjanuTT).
Þrjátíu ára starfsenii skátafélagsskapar-
ins hér á landi, hefur gefið mér tilefni til
þes's, að íliuga ýmislegt, sem orðið hefur
félögunum að ásteytingarsteini.
Einn aðalerfiðleiki margra skátafélaga
hefur verið, að of margir og of ósamstæðir
menn hafa viljað vera meðlimir þess í byrj-
un, of margir til þess, að félagsstjórnin eða
félagsforinginn hafi getað tryggt, að þeir
störfuðu á skátavisu frá byrjun. Flokka-
starfið hefur því hjá mörgum farið í handa-
skolum, undirbúningur undir prófin tekið
allt of langan tíma, svo að áhugi margra
hefur verið dofnaður áður en kæmi að 2.
flokks eða 1. flokks prófi, eða m. ö. o. þar
eð flestir byrja i félögunum 11—12 ára hef-
ur afleiðingin orðið sú, að ekki hefur verið
gætt að því, að ljúka almennu prófunum
áður en gelgjuskeiðið hefst (14—18 ára).
En þvi aldursskeiði fylgir það hugarlos um
1—3 ár, að menn gera ekki mikið meira, en
rétt fylgjast með þeim kröfum, sem skól-
arnir og skyldurnar leggja þeim á herðar.
En þeir, sem orðið hafa skátar 11—12 ára
og ekki lokið 1. flokks prófi 14—15 ára
gera það sjaldan, fyrr en þá ef lil vill er
þeir eru orðnir 16—17 eða 18 ára.
Tvö þroskastig má greina á þessu aldurs-
skeiði, hið fyrra þegar unglingarnir vilja
leggja niður barnalega hluti, en tileinka
sér háttu hinna fullorðnu. Þeir lita þá um
tima heldur niður á allt barnalegt, og
barnalegt finnst þeim margt af því, sem þeir
áður voru hrifnir af. Þessi skoðun þeirra
er vitanlega oft röng. Til þess að geta til-
einkað sér háttu hinna fullorðnu, verða
þeir fyrst að óska sér það. Hug þeirra fyll-
ir því tillölulega mikið af óskum, æfintýr-
um, sem þeir lenda sjálfir í, draumórum
eða aðdáun á afrekum fullorðinna, sem
þeir þekkja i lifanda lífi eða af sögusögn.
Unglingar á þessu þroskastígi eiga að um-
gangast jafnaklra sína eða sér eldri menn.
Aftur á móti er það miður heppilegt fyrir
þá, að vera mikið með sér yngri piltum,
eins og t. d. að vera foringjar fyrir sér
yngri flokkum, þ. e. a. s. börnum yngri en
13 ára. Alkunna er einnig hvernig sam-
komulag oft er erfitt milli systkina á viss-
um aldri. Flestir eru á þessum aldri hálf-
eirðarlausir, óákvaðnir eða stefnulausir,
þurfa að láta aðra skemmta sér eða hafa
ofan af fyrir sér, en eiga erfitt með að
skemmta sjer sjálfir eða skemmta öðrum.
Þei'r hafa, ef svo rnætti segja, áhorfenda-
hugarfar. Þeir geta því heldur ekki tekið
mikið af skátaprófum, og vandinn er fyrir
félögin á þessum tima sá, að missa þá eklci
alveg, því seinna eiga þeir máske eftir að
verða aðalmáttarstoðir þeirra.
Á öðru þroskaskeiði gelgjuskeiðsins gæt-
ir meira raunsæis en áður, hugur manns
smáfellur nú í fastar skorður, menn gera sér
meir grein fyrir afleiðingum verka sinna
og þeim skyldum, sem lífið leggur þeim á
herðar. Sú ábyrgðartilfinning, sem þannig
vex og þroskast frá 16—17 ára aldri allt til
25 ára, er það, sem gerir að margir þeirra,
sem á þessum árum annars eru áhugasam-
ir um félagsmál, eru ágætisforingjar, bæði
fyrír jafnöldrum, og eldri og yngri mönn-
um. Þessvegna er skátafélögunum sérstak-
lega nauðsynlegt að halda í þessa menn.
Það eru þeir, sem ætíð verða uppistaðan í
öllum félagsskap ungmenna.
Fyrir vantandi skilning á sálarþroska
æskumanna hafa skátafélögin, ekki aðeins
hér á íslandi heldur allstaðar, orðið af
mörgum ágætum liðsmanni. En með núver-
andi þekkingu á sálarfræði ættu að vera
minni brögð að þessu en verið hafa. Það
ætti þvi að vera leyfilegt, að vænta ennþá
meira starfs og meira góðs af skátafélags-
skapnum i framtíðinni en hingað til.
Helgi Tómasson.
8
DRENGJAJÓL