Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 20

Skátablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 20
SKATAR og ÍÞRÓTTIR Orðin skátar og íiþróttir eru tvinnuð saman. Enginn skáti hefur komizt hjá því á leið sinni gegnum skátalærdóminn að leggja stund á íþróttir. — Já, hvað er í- þrótt? Þessarar spurningar er ég oft spurður. Út i fræðilegar skýringar ætla ég ekki að fara, en aðeins geta þess í fám orðum, sem ég vildi að skilið yrði með orðinu og fá þig, góður skáti, í lið með mér, til þess að takmarkið náist fyrr. Nær því tvö ár hef ég verið eftirlitsmað- ur íþrótta hér á landi og hef á þeim tíma komíð í flestar byggðir landsins. Ég hef þvi kynnst íþróttaaðslöðunni, íþróttaáhug- anum og skoðunum fólksins á íþróttum. Við skulum aðeins staldra við almenningsálitið. Allflestir eru nú ásáttir um nauðsyn íþrótta- iðkana. Sundið skipar æðsta sessinn. Sá hugs- unavháttur er nú að hverfa, að íþróttir séu ó- hollar og óþarfar. Ejn það er annar hugsun- arháttur, sem er aivarlegri og sem ég vildi fá skáta í lið með, til að sigrast á. Það eru viða íil þeir, sem álíta ekkert leikfimi, nema æf- ingarnar fari fram í hinum fullkomnustu leikfimisölum og að þær miði allar að því að ná heljarstökki aftur á bak, sem áfram og standa á höndum á hinum hæstu hest- um eða kistum. Skoðun þeirra á öðrum iþróttagreinum fer eftir þessu. Ég hef einu sinni hitt fyrir mann, sem taldi fjall- göngur enga líkamsæfingu, því að fjallið væri ekki inni í leikfimisal. Ég veit, að skátar skilja að þetta er rangt. Að því skal keppa að koma upp, sem flestum leikfimi- yrða, að við höfum ekki unnið fyrir gýg, þvi sá er hefur lifað einn fagran sumardag í útilegu, horft á varðeld blossa og slokkna, sofnað í mjúkum mosanum og dregið að sér angan jarðarinnar, meðan álftir og þreslir syngja sín síðustu kvöldljóð, hann mun eiga ljúfar minningar er munu vara allt hans lif. Babab■ sölum, með fullkomnum böðum, í landinu, svo að öll skólabörn fái notið leikfimi og baða, en þetta er aðeins einn þáttur í i- þróttalífi þjóðarinnar. Takmarkið er, að æskan öðlist með líkamsæfingunum rétt- byggða beinagrind, jafn þroskaða vöðva og nákvæmt vald taugakerfisins yfir líkam- anum. Til þess að ná þessu i æsku og við- halda því gegnum starfsárin og fram á grafarbakkann, þarf engar hamfarir, en að- eins stöðugar, reglubundnar líkamsæfingar. Margur íþróttamaður hefur í dálkum blað- anna verið kallaður: „Ungur og efnilegur“, og aldrei orðið meira. Af hverju? Hann gleymdi að æfa sig. I sambandi við þetta vildi ég spyrja þig. Hvorn álítur þú meiri íþróttamann, þennan unga afreksmann, sem náði lofsverðum árangri, en gleymdi svo höfuðatriðinu, æfingunni eða 70 ára gamlan prest, sem fremur íþróttaæfingar á hverjum degi og hefur gert frá 30 ára aldri og hefur ekkert afrek unnið á íþróttasvið- inu, en hefur fært íþróttina svo inn i líf sitt að hann er starfhæfur sem ungur maður? Eftir að hafa eytt hér nokkru af efnivið og tíma til þess að leiða þig að þeirri í- þróttaskoðun, sem ég vildi fá þig liðsmann að, þá langar mig að gera tvær uppástung- ur til þess að efla það íþróttalíf, sem til er innan skátastarfseminnar. Fagur limaburð- ur lærist í hópgöngunum. Þol og þraut- seigja á göngum um viðavang. Viss sér- próf efla sund og glímu. Drengskapur, heildarhollusta og viðbragðsflýtir æfist inn í daglegt líf þitt úr skátaleikjunum. Fá skátafélög starfa, sem íþróttafélög. Þó eigum við innan B.Í.S. félög, sem mætt hafa á kappmótum t. d. Einherjar á ísa- firði. Mörgum öðrum skátafélögum hefur eflaust dottið í hug að ganga fram á leik- vanginn, en þá hefur það hamlað, að skát- arnir hafa verið í ýmsnm íþróttafélögum byggðarlagsins. Ég álít, þó að skátarnir séu oft margir í kappliðum íþróttafélaganna, 20 DRENGJAJÓL

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.