Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 21

Skátablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 21
þá sé ekki rétt að þeir fari að keppa sjálf- stætt eða koma fram, sem sérstök íþrótta- félög. Við það skapaðist víðtækara starfssvið og ný viðhorf gagnvart stórum hópi annarra fé- laga byggðarlagsins, þar sem skátafélagið væri komið inn á þeirra starfssvið. Er ekki gaman fyrir skátafélag að eiga frækn- ustu drengina á skíðamóti eða leikmóti, (t. d. skiðamót Akureyrar 1941), eða að meiri hlutinn af kappliði séu skátar (t. d. 2. fl. Vestmanneyinga 1940). Hlaupum ekki i kapp við íþróttafélögin, en skipuleggjum iþróttastarf innan skáta- félaganna. Sunddagur skátanna. Sunddagurinn er á- kveðinn með nokkrum fyrirvara, svo að skátarnir geti æft sig. Svo rennur sunddag- urinn upp. Þá eru ekki nokkrir látnir þreyta kappsund, heldur er því þannig fyrirkomið, að keppnin er milli flokka eða sveita. Hver sá skáti, sem mætir til sunds þennan dag gefur flokki sínum, aðeins með nærveru sinni, vissan stigafjölda. Síðan get- ur viðkomandi valið milli þriggja mögu- leika: 1) synt 100—200 m. bringusund, 2) synt 50—100 m. baksund, 3) synt 25 m. i fötum og sömu leið til baka með jafningja sinn, sem einnig er í fötum. Tíminn sé tekinn. Eftir lengd og tegund sundsins, og sundhraða, fæst viss stigafjöldi. Þetta kappsund byggist á þrennu: fjölda iðkenda, ástundun og getu. Gæti þetta ekki verið spennandi, en um leið áfangi að gera skátana viðbúna og starfshæfa. Hópsi/ningar. Þegar smærri og stærri skátamót fara fram, hefðu skátarnir hóp- sýningar. Slíkar hópsýningar má undirbna á þann hátt að gefnar eru út glöggar lýsingar af fábrotnum leikfimisæfinguin. Einfaldar myndir, æfingarnar skýrðar. Slika æfinga- seðla birti Skátablaðið eða fjölrituð ein- tök yrðu send öllum skátaflokkum lands- ins. Skátarnir æfa æfingarnar heima og hlýða svo hver öðrum yfir á fundum. Heil- ar sveitir, deildir eða félög hafa svo við og við samæfingar. Svo hittast skátarnir víða að af landinu t. d. að Úlfljótsvatni, á Þing- völlum eða í Vaglaskógi, og þá er æft sam- an fyrir aðalhátiðardaginn, en þá fer hóp- sýningin fram. ' Hvað vinnst við þetta? Það vinnst þrent: 1) líkamsæfingar fara fram um lengri tíma innan skátafélaganna. 2) Samhyggð frá sam- tökurn fjölmargra skáta víða af landinu. 3) Skátarnir venjast við að gera líkmsæf- ingarnar að föstum lið í hinu daglega lífi við hvaða skilyrði sem eru. Næðu þessav uppástungur mínar því, að verða veruleiki, þá hefði mikið rmnist. Skátafélagsskapur- inn hefði skipulagðari íþróttaiðkanir og skoðun almennings á íþróttum breyttist. „Franr, fram til meiri fullkomnunar“, segir fornt uppörfunar spakmæli. Skátar, þið viljið ávallt vera í sókn. Hér hef ég bent á tvær leiðir til sóknar. Sókn, sem færði félagsskap okkar og þjóð rneiri fullkomnun. Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi. DRENGJAJÓI. 21

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.