Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 26

Skátablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 26
Bókband ...................... 2 Heimilisiðnaður .............. 1 Túlkur ....................... 1 Alls 75 Ylfingur: Sárfætlingapróf ................. 14 1. stjarna ..................... 14 2. stjarna ..................... 10 Alls 38 Sérpróf: Húsræsting ...................... 7 Útilegur ........................ 1 Sund ............................ 1 Alls 9 Göngumerki: 70 km........................ 1 50 km........................ 18 Alls 19 Alls voru nemendur 47, en þar af sex, sem ekki dvöldu allan timann. Af þeim voru 14 ylfingar en 33 skátar. í síðari töl- unni eru meðtaldir þeir, sem tóku nýliða próf fyrir austan. Sunnudaginn 12. júlí var skátamessa í Úlfljótsvatnskirkju. Biskup íslands, herra Sigurgeir Sigurðsson, kom austur og mess- aði. Var kirkjan fullskipuð skátum. 18 drengir unnu skfftalieit sitt í kirkjunni. Kvöldvökur: Vegna veðurfars hér á landi og eldsneyt- isskorts, er sjaldan þægilegt að hafa varð- elda úti, enda aldrei eins skemmtilegt um sumartímann, þegar bjart er.Það var því tekinn sá kostur að hafa varðeld inni, eld- lausan, og var sú samkoma kölluð kvöld- vaka. Þær fóru fram með Iíku sniði og varðeldar. Þessar kvöldvökur voru oftast tvisvar í viku. Nokkrir drengir sáu oftast um kvöld- vökurnar og mynduðu félag og hét það Rauðkollur. Skiptust þeir á um að stjórna kvöldvökunum og fórst það yfirleitt vel úr hendi. Nokkrum sinnum höfðuni við þó varðelda, annaðhvort úti eða inni í stóra tjaldinu og stjórnaði Páll Gíslason þeim. Ég vil svo enda þessa skýrslu með því að þakka foreldrum drengjanna, skátum og vel- unnurum skátastarfsins, er heimsóttu olck- ur austur og veittu okkur stuðning og styrk á einn eða annan hátt. Sömuleiðis á Bif- reiða-stöð íslands þakkir skilið fyrir lip- urð og hjálpsemi við flutning, bæði á fólki og vörum. Jónas B. Jónsson. Orengjabák Drengir, sem vaxa, eftir Aðalstein Sig- mundsson. Aðalsteinn Sigmundson sendir nú frá sér drengjabók, sem hlýtur að heilla alla drengi, sem lesa hana. Þetta eru 17 sögur, sumar frumsamdar en aðrar þýddar. Sögurnar eru með snilldarbrag. Hver og ein saga ber í sér ákveðið markmið. Þarna eru á ferðinni drengir, sem vaxa. Hver saga lýsir dreng eða drengjum, sem lenda í ýmsum þrautum eða ber vanda að höndum, og þeir leysa úr viðfangsefnunum á hugnæman hátt. Þeir vaxa á því, hvernig þeir koma fram og starfa. En auk þess er frásögn Aðalsteins svo ljós og heillandi, að hver drengur, sem les bókina, hlýtur að vaxa á því að lesa hana. Aðalpersóna hverrar sögu verður vinur lesandans, sem hann dáist að. Málið á bókinni er ágætt. Hér er bók, sem allir skátar þurfa að lesa. Jón Signrðsson. 26 DRENGJAJÓL

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.