Skátablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 25
Tjaldbúðastörf:
Af forsíðumyndinni má gera sér dálitla
•hugmynd um, hvernig tjaldbúðasvæðið leit
út. Girt var í kringum það með snúru og
auk þess var girt milli tjalda og mynduð-
ust þar friðhelgir reitir, þvi að yfir snúr-
urnar mátti aldrei stíga. Þessa reiti prýddu
drengirnir á margan hátt. Þeir máluðu
flokksnafnið á spjald og settu í reitina, þeir
bjuggu til skátaliljur úr alla vega litum
steinum (þeir máluðu steinana sjálfir). Þeir
bjuggu til líkan af íslandi og Úifljótsvatni
úr hvítum steinum. Seint í sumar voru
komnir flokksfánar við hvert tjald. Þeir
voru úr allavega litum dúki og flokksmerki
málað í með olíulitum. Ekki má gleyma
Haukunum, sem sóttu fallega birkihríslu
fram í Hádegisholt, tóku hana upp með ról-
um og báru hana á handbörum heim að
tjaldi sínu og gróðursettu hana þar. Hrísl-
an hélt sér lengi vel, en svo visnuðu blöð
henuar, er á leið sumarið. Skyldi hún lifa
veturinn af?
Tjaldbúðagæzlan var i þvi fólgin, að
halda tjaldbúðasvæði hreinu, brönna öllu
rusli eða gi’afa, sjá um þarfagryfjur, gæla
þess að enginn bryti tjaldbúðareglurnar og
tveir voru alltaf á verði.
Auk þessa þurftu þeir að hirða um
blómabeðin, laga girðinguna, strengja eða
slaka á stögum o. s. frv. Verðirnir gáfu
merki á kvöldin kl. 9%, er allir skyldu fara
inn í tjöld sín og einnig kl. 10, en eftir það
átti að rikja kyrrð i tjaldbúðunum, en á því
vildi stundum verða misbrestur, sérstaklega
eftir skemmtilega daga. Drengirnir unnu við
að skreyta tjaldbúðasvæðið fram á síðustu
daga, allt eftir því, sem þeim sjálfum datt
i hug.
Námið.
Kennslan byrjaði venjulega kl. 5 e. h. og
var kennt í 1 til 2 tíma. Ýmist var kennt
úti eða inni, eftir þvi hvað var kennt og
hvernig veður var. Drengjunum var skipt i
3 kennsluhópa: ylfiuga, þá sem læra áttu
undir nýliðapróf og þá, er nýliðapróf höfðu
tekið. Með þessari skiptingu urðu 12—15
drengir i hverjum hópi, og var það heldur
margt. Kennslan nær ekki eins vel tilgangi
sínum ef hópurinn er stór og námið geng-
ur seinna. Jafnhliða kennslunni voru bæði
gönguæfingar, ferðalög og' skátaleikir, þar
sem æft var það, er áður var numið. Einna
skemmtilegasti leikurinn var næturleikur,
er drengirnir voru vaktir kl. 2 um nótt
seint í sumar, er nótt var orðin dimm. Fékk
hver flokkur bréf, skrifað á morse, síðar
annað bréf, skrifað með flaggastafrófi, áttu
að átta sig eftir áttavita og finna bál mikið,
sem kynnt hafði verið. Þar voru sjúkling-
ar allmargir, og sýndu drengirnir þar kunn-
áttu sína-í lijálp í viðlögum.
Ferðalög.
Hver flokkur átti að fara i eina eða fleiri
útilegu, til þess að þeir lærðu að sjá um sig
sjálfir. En nú voru bæði ylfingar og skátar
saman i hverjum flokki, svo að ekki var
hægt að fara í lengri ferðalög. En landslagi
í Grafningi er þannig háttað, að skammt
þarf að fara, til þess að fá skemmtilega
tjaldstaði, og alls staðar er fallegt. Rættist
þessvegna sæmilega úr með ferðalögin, en
minna varð þó af lengri ferðalögum, en
annars hefði orðið. í þessum skemmri
gönguferðum var gengið á Ingólfsfjall, Búr-
fell, Súlufell, Kyllisfell að ógíeymdu Úlf-
Ijótsvatnsfjalli.
Auk þess gengu allmargir skátar þvert yf-
ir Grafning og að skiðaskála S.F.R. undir
Skárðsmýrarfjalli. Var gist þar um nóttina,
en daginn eftir gengið í Hveragerði og ekið
þaðan i bil að Ljósafossi.^
Á þessum ferðalögum kom í Ijós, hvaða
drengir voru færir um lengri göngur. Var
18 drengjum leyft að þreyta 50 km. göngu,
og stóðust þeir allir raunina og fengu göngu-
skjöld að launum. Þeir sömu drengir luku
einnig 100 km. göngunni í ferðalangspróf-
inu.
Prófin.
Próf voru tekin, sem hér segir:
Skúlar:
Nýliðapróf .................... 16
2. fl. próf .................. 14
1. fl. próf ................... 10
Alls 40
Sérpróf:
Matreiðsla ...................... 24
Hjálp i viðlögum ................ 23
Ú’tilegur ....................... 24
DRENGJAJÓL
25