Skátablaðið - 01.12.1942, Síða 29
5. Vita hvað gera skal við helztu gas-
slysum (bruni, köfnun).
6. Binda meS bindum um olnboga,
upphandlegg, öxl, eyra, hné, læri,
mjöðm.
7. Lýsa meðferð á aðskotahlutum í
auga og eyra.
8. Lýsa meðferð á sting í brjósti og
kviðarholi.
9. Lýsa hvernig flytja má særðan mann.
4) Kunna morse-stafrófið skrifað.
5) Þekkja öll merki á landabréfum her-
foringjaráðsins, 1:250,000.
Geta krotað upp landabréf af minnst 5
ferkm. stóru svæði í nánd við heim-
kynni sín.
(Sýna réttta lcompásátt á korti án þess
að nota kompás).
Þekkja 32 kompásáttir).
6) Kunna stuttsplæs og gera fyrir enda.
7) Matreiðsla:
Matbúa á prímus 2 af eftirfarandi 8
réttum, t. d.:
1. Hafragraut.
2. Ávaxtagraut (úr þurrk. ávöxtum).
3. Soðnar kartöflur.
4. Soðið kjöt.
5. Steikt kjöt.
6. Soðinn fisk, nýjan.
7. Steiktan fisk.
8. Soðinn saltfisk.
Gera áætlun um hvað þarf af mat í
vikulokaferð skátaflokks.
8) Ferðalög:
Hafa tekið þátt í minnst 5 útilegum
í tjaldi.
Kunna að velja tjaldstað og tjalda.
9) Athygli:
Geta lýst manni eftir að hafa horft á
hann í % mínútu.
10) Hafa stjórnað flokksfundi.
Frá skátafélaginu Faxi, Vestmannaeyjum.
22. febrúar 1943 verður þetta merka
skátafélag 5 ára. Mun þessa afmælis rækilega
minnst í næsta blaði.
Flokkur sveitarforingja.
í sumar stofnuðu áhugasamir sveitarfor-
ingjar skátasveitanna í 2. og 4. deild Skáta-
félags Reykjavikur með sér flokk. Flokkinn
nefna þeir Næturgala.
Sóttu þeir um leyfi bandalagsstjórnar-
innar til þess að fá að bera einkennismerki
flokksins á skátabúningnum. Merkið er
venjulegt rautt flokksmerki með tveimur
grænum deplum (sveitarforingjamerkjum).
í sumar hafa foringjar flokksins lært und-
ir 1. flokks prófið og hafa farið í úli-
legur, þar sem æfð hafa verið hin ýmsu
atriði fyrsta flokks prófsins.
Flokksforingi flokksins er Eiríkur Jónas-
son, en meðlimir flokksins eru 5.
Nýstofnað skátafélag
Skátafélag var stofnað á Patreksfirði i
sumar, 22. júní, og hlaut það nafnið Sam-
herjar.
Stofnendur voru 7 þrettán ára drengir,
sem starfa undir forustu Jónasar Magnús-
sonar skólastjóra. Félagið sótti þegar um
inngöngu í B.Í.S.
1 sumar hafa þeir allir lært undir og tek-
ið nýliðapróf.
Við stofnunina aðstoðaði félagsforingi
skátafélagsins Stafnverjar, Sandgerði, Valdi-
mar Össurarson skólastjóri.
Skátablaðið býður þetta unga félag vel-
komið í B.I.S. og árnar því allra heilla í
framtíðinni.
Skátablaðinu hafa horizt tvö fjölrituð
blöð, bæði frá Völsungum, Laugarnesskóla.
Annað er innanfélagsblað og heitir And-
vari, en hitt er flokksblaðið Örninn.
Andvari er fjölritaður á stensilfjölritara
en Örninn' er skrifaður (hektogiaferaður).
Ritstjórar eru Pétur Pálsson og Hallgrimur
Lúðvígsson.
Rausnarleg gjöf til B.Í.S.
Heildverzlunin Edda H/f, Reykjavík,
sendi B.Í.S. kr. 500.00 að gjöf á 30 ára af-
mæli íslenzkra skáta þann 2. nóv. s.l.
Bandalagið þakkar þessa rausnarlegu gjöf.
DRENGJAJÓL
29