Skátablaðið - 01.12.1942, Síða 11
að kanna skaflinn. Reyndist liolt undir þar
sem Bósi krafsaði. Þótti víst aö snjórinn
hefði bráðnað þar af líkamshita kinda, sem
lægju undir fönninni. Var þá tekið til ó-
spiiltra málanna að grafa. Ég dró ekki af
mér, fremur en aðrir, þó að smár væri.
Þarna fundust ellefu kindur í hóp. Tvær
af þeim, sem yztar lágu, vöru dauðar, en
hinar allar lifandi. Mjög vorii þær þrekaðar
af liungri og illri aðbúð. Höfðu ])ær étið
ull hver af annarri, og bletturinn sem þær
lágu á, var nagaður niður í mold. Þrjár-
þeirra gátu ekki staðið, þegar þær voru
teknar upp úr gröfinni. Meðal þeirra var
veturgamla ærin mín. Klaufirnar höfðu
dottið af einum fætinum á henni, auk þess
sem hún var þrekuð af hungri og vosbúð.
—- Tíu af kindum þessum voru frá Innsta-
dal, en önnur sú dauða frá hæsta bæ.
Kindunum var draslað heim og hlynnt að
þeim eftir föngum. Ég fékk volga mjólk
handa ánni minni hjá mömmu. Hún drakk
mjólkina með góðri lyst, og hrestist brátt
svo, að hún gat glefsað i töðuhár, sem
henni var gefið. Ekki stóð hún upp fyr en
eftir eina tvo daga.Þá fór hún að brölta um
á.þremur fótum, en tyllti ekki í klauflausa
fótinn. Höfðum við bundið um hann , til
þess að verja kvikuna fyrir óhreinindum.
Fyrst vorum við smeikir um, að lóga
yrði ánni, vegna klaufamissisins. En brátt
fóru nýjar klaufir að myndast. Greri hún
þannig smátt og smátt, og hresstist um leið,
og varð loks heil heilsu, er fram kom á vet-
urinn. Var henni nafn gefið og nefnd Fönn.
Þótti það sannnefni, þó að ekki væri hún
fannhvít á ullarlit.
Við Fönn urðum iniklir og góðir vinir,
í öllu þessu umstangi. Ég hjúkraði henni
eftir föngum, og gaf henni margan bitann.
Hún varð mjög hænd að mér, kom undir
eins til mín, er ég kom inn í húsið, og
gætti að, hvort ég hefði ekki eitthvert góð-
gæti meðferðis. Komst hún brátt að því, að
ég bar slíkt í vösunum, og leitaði í þeim,
ef ég tók ekki bitann upp undir eins. Þá
þótti henni ósköp gott að láta mig klóra
sér á bak við eyrun og á bringunni. —
Ekki skipti liún sér af öðru heimafólki en
mér, enda sýndu ekki aðrir henni sérstaka
blíðu.
Vorið eftir eignaðist Fönn mín lamb og
hélt sig með það um sumarið í heiðar-
brekkunni i grennd við bæinn. Við hitt-
umst þá alltaf annað veifið. Ég kallaði á
hana með nafni, ef ég sá til hennar. Kom
hún þá jafnan hlaupandi til min, og hristi
höfuðið, er hún nálgaðist mig. Lagðist ég
þá oftast niður i lyngið, og hún hjá mér,
og ég klóraði henni og strauk. Lambið varð
ósköp gæft líka, og lá oftast hjá okkur.
Svo liðu tímar, þar til ég varð fjórtán
ára gamall, og var fermdur. Vinátta okkar
Fannar var alltaf söm.
Að lokinni fermingunni fór ég að heim-
an, alllangt burtu. Kom ég ekki heim i
nærri tvö ár, nema snöggva ferð að sum-
arlagi, og sá þá ekki Fönn.
Svo var það á útmánuðum anjian vetur-
inn, sem ég var að heiman, að stjúpi minn
veiktist hastarlega, og varð að flytja hann
í sjúkrahús i næsta kaupstað. Var ég þá
kallaður heim til þess að vinna að gegn-
ingum og öðrum bústörfum.
Þegar ég kom heim, hafði Dóri í Miðdal,
bernskuvinur minn og leikbróðir, verið þar
hálfsmánaðartíma og hirt féð. Varð fagna-
fúndur, er við hittumst, og þurftum við
margs að spyrja hver annan. Eitt hið fyrsta,
sem ég spurði hann, var hvernig Fönn
minni liði. Hann þekkti hana og vissi, hvað
mér þótti vænt um hana.
„Fönn er frísk og í góðum hoIdum“, sagði
liann. „En hún er svo stygg og mannfælin,
að ég hef aldrei getað fengið hana til þess
að þiggja bita. Hún hefur verið svona, sið-
an þú fórst“.
Ég fór með Dóra út til þess að hýsa féð
um kvöldið. Þegar ég sá Fönn mína á holt-
inu sunnan við túnið, kallaði ég til hennar
með nafni, eins og ég hafði verið vanur að
gera. Hún leit þegar upp, horfði á mig um
stund, og tók svo á rás til mín á harða
stökki. Skammt frá mér nam hún staðar og
liorfði á mig aftur, hljóp svo til mín, þefaði
af mér og flaðraði svo upp um mig eins og
glaður hundur. Elti hún mig svo og veik
ekki frá mér, fyrr en ég lokaði hana inni
í ærhúsinu. — Daginn eftir elti hún mig
lieim að bæ og inn í baðstofu. Þangað
hafði hún aldrei komið fyr.
Það leyndi sér ekki, að hún þekkti mig,
eftir hérumbil tveggja ára skilnað, og ætl-
aði ekki að sleppa mér frá sér aftur.
DRENGJAJÓL
11