Eyjablaðið - 23.12.1990, Side 7

Eyjablaðið - 23.12.1990, Side 7
EYJABLAÐIÐ 7 til um aðferðir og tekið upp þau tæki, er gefið hafa góðan arð. Fiskimenn eru ekki ávalt mikið fyrir að breyta til og það býst ég við, að Vestmannaeyingar hefðu um 1895 líklega hlegið að þeim, sem spáð hefði því, að eftir 25 ár yrði lóðin orðin aðal- veiðafæri þeirra, og þorskanet- in eftir 30 ár, þorskanet, sem fiskimenn sögðu einu sinni, að væri ekki til neins að reyna annarsstaðar en í Faxaflóa, því að annarsstaðar væri ekki um netafisk að ræða, og á grunni, enda þótt menn leggi þau við Eyjar á 50-60 og allt að 80 fðm. dýpi. I sambandi við netabrúkun- ina má geta þess, að Vest- mannaeyingar áttu, mjög í vök að verjast með veiðarfæri sín, einkum netin, vegna aðsúgs frá botnvörpungum, og varð það til þess, að þeir fengu sér eftir- lits- og hjálparskip (Þór), sem hefir gert mikið gagn með ná- vist sinni á miðunum og varið veiðarfærin fyrir skemmdum af völdum botnvörpunga, auk þess sem líf manna er öruggara en áður. Meðan lóðin var aðalveiðar- færið, var beitan alltof stórt atr- iði, og þar sem það var einkum síld, urðu þeir að kaupa hana að aðallega frá Rvík, og til þess að geta geymt hana komu þeir sér upp stóru íshúsi með frysti- vélum árið 1908. En síldveiði hefir enn eigi tekist að stunda heima fyrir með góðum ár- angri, enda þótt oft sé mikið af góðri síld í nágrenninu, þegar líður fram á sumarið, því síður að veiða hana til sölu. Það berst nú oft afarmikiil afli á land í Eyjunum á vetrar- vertíð, og erfitt að koma hon- um fyrir, eða gera sér mat úr honum öllum. Eg verð að segja, að það var haldið áfram þessa daga, sem ég var í Eyjum, en aðstaðan er slæm. Staðhættir í raun og veru alls ekki þeir sem með þarf til þess að taka á móti hinum mikla afla, sem oft berst á land, bryggjupláss ónógt, leiðin frá aðalbryggjunni, sem mestu tekur á móti af aflanum, allt of þröng og gatan frá henni að krónum (aðgerðarhúsun- um) sömuleiðis, og svo allt of mikill skortur á rennandi sjó til þess að skola fiskinn og alt það svæði, sem hann fer um, götur- nar ekki undanskildar Væri stór þörf á dæluverki og turni, sem dæla mætti upp í hreinan sjó, utan fyrir höfn og veita honum með allri höfninni, þangað sem iians er þörf; mundi það gera alla fiskverkun miklu auðveldari og auka þrifnaðinn ákaflega mikið og er þess brýn þörf. Annars skal ég ekki fjölyrða um þetia, því að ég veit að heimamenn finna þörfina og ráðin, þegar efna- hagurinn og aðrar ástæður leyfa. Það hefir verið gert rnikið orð á því, hve mikið fer í sjóinn af ýmsu raski í Eyjum og er það ekki ástæðulaust, en það fer minnkandi. Gúanóverksmiðj- an tekur mikið; mjög miklu er ekið upp í garða og á tún til áburðar. Nú er allur sundmagi hirtur og krakkar eru allsstaðar í kringum slæginguna eins og rillur og hirða hvern lifrar- brodd, sem slæðist og selja, eða skera kverksiga (sem endilega verður að kalla gellur) úr þorskhausum í sama tilgangi, og stundum hka kinnfiska; fengu þeir 15-30 a. fyrir lítrann af þessu í vetur og höfðu oft góð daglaun (10-20 kr.). Norðmað- ur einn hirti mikið af þorsk- hausum og hryggjum til þurrk- unar og mölunar, og töluvert var hengt upp af þeim til mann- eldis. Loks fór allmikið fram af Urðunum í sjóinn. Lifrar- bræðslur voru 7, þar sem lifrin er brædd með gufu og mikið var saltað af hrognum og gotan (skriðnu hrognin) höfð í beitu á lóðirnar. Sést af þessu, að mjög er mikið hirt meira en bolurinn af fiskinum og Vestmannaey- ingar standa þar alls ekki öðr- um að baki - síður en svo. Loks er mjög miklu brennt af þurrk- uðu raski, hausum og hryggj- um, þegar það hefir gert sitt gagn áður sem áburður. Hér skal ekki farið út í fjár- hagslegu hlið veiðanna. Vest- mannaeyjar eru nú mesta þorskaflapláss landsins annað en Reykjavík og sést þar vel, hve miklu smáútgerðin getur áorkað. Oftast eru nokkrir menn saman (formaður o.fl.) um hvern bát, og í mörgum eiga sumir kaupmennirnir eða aðrir, sem eigi geta talist til fiski- mannastéttarinnar, hluti. Á- góðinn hefir oft verið mjög mikill og ætti að verða það í ár, með því fiskverði, sem um er talað; en útgerðin er dýr og mikið fer í súginn af veiðar- færum. Nú er þeim þörf á góð- um hagnaði, því að þrátt fyrir mörg undanfarin atlaár og hátt fiskverð, er fjárhagur eyjanna, sem bæjarfélags tekið, allerfið- ur, þótt undarlegt megi virðast. Og mjög þyrfti að laga þar margt við höfnina, eins og áður er bent á, og ekki síst höfnina sjálfa. Hana þarf að stækka (grafa út) og dýpka, ef hún á að geta rúmað miklu fleiri fiskibáta, en nú eru þar, hvort sem væri lil vanalegra fiskveiða, eða síldveiða, ef þær færu í vöxt á sumrin. Svo er enn sá stóri annmarki á, að djúp- skreið fluttningaskip fljóta ekki hlaðin á höfninni og verður því að afgreiða þau að öllu eða einhverju leyti úti á Víkinni, fyrir utan höfnina; er það mjög bagalegt, þar sem Víkin er líka afleit, ef hann hvessir á austan. Læt ég svo hér staðar numið. B. Sæm. Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi áir. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. KLEIFAR Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum Starfsfólk embættisins óskaröllum bæjarbúum nær og fjær, gleðilegra jóla, árs og friðar. Innheimta embættisins verður opin til kl. 13:00 mánudaginn 31. des., gamlársdag. Fagnið nýju ári með skilum á gjöldum. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum Við flytjum yður bestu óskir um gleðileg jól og farsœld á komandi ári, með þökk fyrir samstaifið á hinu liðna! BÆJARVEITUR VESTMANNAEYJA Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Endurskoðunarskrifstofa Sig. Stefánss. Setulum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi óir. Kinn hf • j fiskverkun ÓSKUM ÖLLUM EYJABÚUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS KOMANDIÁRS ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á ÁRINU SEMERAÐLÍÐA MIÐSTÖÐIN sf. Óskum öllum Eyjabúum GLEÐILEGRA JÓLA og farsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin á líðandi ári sjóváSMalmennar

x

Eyjablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.