Eyjablaðið - 23.12.1990, Page 11
EYJABLAÐIÐ
11
um fulltrúum þjóðarinnar jafn-
oki hvað viðskiptin við hið
erlenda hernámslið snerti, því
aldrei tók hann svo ofan fyrir
herm^ijni, tignum eða ótignum,
að ekki yrði sá að greiða gjald
fyrir. Komust þeir og að því er
þeir höfðu skamma hríð verið í
Eyjum að ekki yrði sá að greiða
gjald fyrir. Komust þeir og að
því er þeir höfðu skamma hríð
verið í Eyjum að ekki var Hjörsi
neitt lamb að leika sér við. Var
það kvöld nokkurt að Hjörsi
gekk í grennd við herbúðirnar er
fylkt var þar liði með viðeigandi
tilburðum og skipt um vörð og
veittu hermennirnir honum því
litla athygli, enda ekkert gruns-
amlegt við það þótt meinsleysis-
legur Eyjaskeggi drægi rauðr-
öndóttan tóbaksklút upp úr vasa
sínum og bæri að vitum sér. En
annað var upp á tengingnum,
þegar þrumubresturinn kvað
við. . .
„Mikið helvíti voru þeir fljótir
að taka til fótanna og flýja í
skjól!“ sagði Hjörsi. „Enda dró
ég ekki af, lagsmaður, - þetta
var tvöföld snýta með vinstri-
hnykk og aukahnykk!“ Kvaðst
Hjörsi síðan hafa gert samning
um það við liðsforingjann að
snýta sér ekki í grennd við her-
búðirnar. „Þeir eru svo hræddir
við Þjóðverjana, greyin!“
Jafnan reyndust þjóðhátíðar-
dagarnir í Eyjum uppgripavertíð
fyrir Hjörsa. Dvaldist hann þ.á,
eins og aðrir, inni í Herjólfsdal,
gekk tjald úr tjaldi og snýtti sér,
bæði fyrir heimamenn og
aðkomufólk svo að undir tók í
klettunum og hafði margur af
góða skemmtun. Bar það ósjald-
an við, þegar bjarmi bálsins á
Fjósakletti lék um brekkurnar,
að kyrrð hinnar húmmyrku
ágústnætur var skyndilega rofin
af ferlegum þórdunum, - þá
snýtti Hjörsi, þrumugoð Eyj-
anna, sér með hnykk og auka-
hnykk.
En nú eru þórdunur Hjörsa-
nefs löngu þagnaðar og einum
sérkennilegum manni færra með
þjóðinni. Mun skarð hans lengi
ófyllt og autt standa.
Alþýðu-
bandalagið
sendir
bæjarbúum
bestu
jóla- og
nýársóskir
Á vorhátíö Alþýöubundalagsins. Jónas Árnason og sönghópur
Hafsteins skemmtir.
Svenni Tomm er ekki óvanur því að stela senunni
Frá fundi um bæjarmál
Tveir þekktir baráttujaxlar
Guðmunda, Þorsteinn og Tryggvi
á góðri stundu