Morgunblaðið - 14.02.2011, Page 4

Morgunblaðið - 14.02.2011, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2011 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Heimsferðir bjóða frábæra 12 nátta ferð til Costa del Sol í vor. Í boði er frábært sértilboð, með „öllu inniföldu“ á Roc Flamingo hótelinu sem var mjög vinsælt meðal farþega Heimsferða í fyrra. Ath.mjög takmarkaður fjöldi herbergja í boði á þessum kjörum. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins í vor á Costa del Sol á ótrúlegum kjörum. 28. mars – 12 nætur Frá kr. 127.900 - með „öllu inniföldu“ Costa del Sol Verð kr. 127.900 – með „öllu inniföldu“ Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 12 nætur með öllu inniföldu á Hotel Roc Flamingo *** BAKSVIÐ Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Þetta eru tvö stór mál. Annars veg- ar niðurskurðurinn til grunnskól- anna sem kom með fjárhagsáætlun 2011 og hins vegar sameiningar og samrekstur. Uppsagnir sem stefnt er að í þeim hluta snerta fyrst og fremst stjórnendur, ekki kennara,“ segir Ingibjörg Jósefsdóttir, skóla- stjóri Hagaskóla og formaður Fé- lags skólastjórnenda í Reykjavík, spurð að því hvort búast megi við uppsögnum kennara í grunn- og leikskólum Reykjavíkur, verði farin sú leið að sameina skóla og rekstur þeirra. „Það er ekkert sem sýnir það að kennarar muni missa störf sín, verði af þessari sameiningu.“ Spurð að því hvort félagsmenn í Félagi skóla- stjórnenda í Reykjavík séu ekki uggandi um störf sín og áhyggjufull- ir segir Ingibjörg vissulega svo vera. Félagsmenn hafi fundað í hverri viku frá áramótum og tvisvar í síð- ustu viku. Áhyggjurnar séu miklar. Ótímabær sameining Ingibjörg segir grunnskólastjóra vilja taka þátt í umræðunni en þyki ekki tímabært að ráðast í samein- ingu og samrekstur, að svo stöddu. „Við vitum ekkert hvað verður ofan á. Það eru skiptar skoðanir í öllu þessu ferli. Ég setti fram þá tillögu í menntaráði á miðvikudaginn að framkomnar hugmyndir, um sam- einingu og samrekstur, kæmu ekki til framkvæmda 2011. Síðan hafa bæði Dagur [B. Eggertsson] og Oddný [Sturludóttir] komið með at- hugasemdir varðandi þá tillögu sem var vísað til borgarstjórnar. Oddný sagði, að það kæmi vart til greina að fresta þessu og Dagur talaði um að það kæmi líklega ekki til greina að slá málinu á frest og að það skapaði óvissu fyrir starfsemi skólanna að hafa hugmyndirnar hangandi yfir sér. En við viljum að sjálfsögðu að þetta sé unnið í samvinnu við skólana; stjórnendur, starfsmennina og foreldrana, í hverju hverfi eða nærsamfélagi út af fyrir sig. Við vilj- um ekki að þetta séu eingöngu ákvarðanir sem eru teknar ofan frá. Við viljum líka sjá hver er fjárhags- legur ávinningur með þessum sam- rekstri eða sameiningu tveggja eða fleiri skóla, því við sjáum ekki þann faglega.“ Eiga rétt á biðlaunum Ingibjörg bendir m.a. á að sé skólastjórnanda sagt upp eigi hann rétt á biðlaunum og því sé lítill fjár- hagslegur ávinningur af uppsögnum árið 2011. Hún segir áríðandi að fram komi að hugmyndin um að fjölga nemendum í bekkjum tengist ekki hugmyndum um sameiningu og samrekstur heldur tengist sú um- ræða fram kominni fjárhagsáætlun sem grunnskólastjórar hafa fengið. Skólastjórar hafa fundað með starfsmannastjóra og fjármála- stjóra á menntasviði Reykjavíkur- borgar og hafa m.a. lýst því yfir að það kennslumagn sem skv. áætlun átti að koma inn í skólana fyrir næsta skólaár, sé ekki nægjanlegt. „Ég hef trú á því að stjórnmála- mennirnir séu að átta sig á því að fyrstu tölur um kennslumagn hafi verið of litlar og það muni koma það kennslumagn inn í skólana sem þörf er á, þannig að m.a. list- og verk- greinakennsla geti farið fram með eðlilegum hætti.“ Gera þarf breytingar Ingibjörg segir ljóst að gera þurfi breytingar, skólastjórnendur í Reykjavík séu tilbúnir að taka þátt í þeim breytingum en telji óraunhæft að þær komi til framkvæmda skóla- árið 2011-12. Þá séu til rannsóknir sem sýni að fjárhagslegur ávinning- ur sé ekki jafnmikill af sameiningu og samrekstri skóla og borgaryfir- völd virðist halda. En fyrst og fremst verði umræðan um breyting- ar að eiga sér stað í raunverulegu samráði. Morgunblaðið/Kristinn Óvissa Enn er óvíst til hvaða aðgerða verður gripið til að hagræða og spara í rekstri leik- og grunnskóla höfuðborgarinnar. Skólastjórnendur uggandi  Hætta á uppsögnum skólastjórnenda verði af sameiningu og samrekstri grunn- og leikskóla Reykjavíkur  Óljós ávinningur að mati skólastjórnenda „En úr því að þú spyrð þá segi ég mútur og skrifa mútur,“ sagði Mörður Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinnar, í Silfri Egils í gær, um greiðslu Landsvirkjunar fyrir gerð að- alskipulags Flóa- hrepps og fleira í sveitarfélaginu í tengslum við Urriðafossvirkjun. Mörður sagði m.a. að Flóahreppur hefði ekki sett virkjunina inn á skipulag fyrr en að gerðum samn- ingi við Landsvirkjun, LV. Vegna þessara ummæla í Silfri Egils sendi Landsvirkjun frá sér yf- irlýsingu í gærkvöldi þar sem „al- varlegum ásökunum“ Marðar er al- farið hafnað. Landsvirkjun harmi að fyrirtækið og sveitarstjórn hafi verið vænd um lögbrot. Greiðsla fyrir skipulagsvinnu á sínum tíma hafi að mati LV verið í samræmi við þágild- andi lög, eins og dómur Hæstaréttar staðfesti. gudni@mbl.is Greiðslur til Flóahrepps mútur? LV hafnar ásökunum Marðar Árnasonar Mörður Árnason Mikil gróska er nú komin í hesta- mennskuna. Víðsvegar um landið er keppt í hinum ýmsu keppnisgreinum í glæsilegum reiðhöllum sem risið hafa síðari ár. Margir undirbúa sig fyrir landsmót sem haldið verður í Skagafirði í sumar. Hestamanna- félögin í uppsveitum Árnessýslu héldu keppni í svonefndum smala en þar reynir verulega á fimi og leikni manns og hests að gera ýmsar þrautir á sem skemmstum tíma. Sig- urvegari varð Einar Logi Sigur- geirsson, Miðfelli IIa, en hann sat hryssuna Æsu frá Grund. Fákadans á Flúðum Flúðir Einar Logi og Æsa. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, sagði í Silfri Egils í gær að sá samningur sem nú lægi fyrir Al- þingi um Icesave væri mun betri en sá sem vísað var til þjóðaratkvæða- greiðslu. Himinn og haf væri á milli hvað varðaði hagsmuni Íslands, Bretar og Hollendingar hefðu horf- ið frá þeirri ósanngjörnu afstöðu sem þeir höfðu og þá hefði þjóð- aratkvæðagreiðslan veitt íslensku þjóðinni ákveðna viðspyrnu. Forsetinn kvaðst ekki geta velt vöngum yfir því hvernig hann muni bregðast við, staðfesta lögin eða senda þau til þjóðaratkvæða- greiðslu, á meðan Alþingi fjallar um málið. Ólafur er fylgjandi þjóðarat- kvæðagreiðslum en telur þó að í stjórnarskrá lýðveldisins þurfi að vera skýrari ákvæði um þær og eins að skýra þurfi betur stöðu Hæsta- réttar og dómsvaldsins. Hann sagði að að sínum dómi væri aðalveikleiki stjórnarskrárinnar sá að þrískipting ríkisvaldsins birtist ekki með nægi- lega skýrum hætti, hvað dómsvaldið snerti. Í sambandi við stjórnlaga- þingið og kosninguna til þess sagði Ólafur að gleymst hefði að skapa form til að fólkið í landinu gæti látið vilja sinn í ljós, kosningin hefði meira verið sett upp sem stærð- fræðidæmi. Aðspurður hvort hann ætlaði að gefa kost á sér fimmta kjörtímabilið í röð sagði Ólafur að hingað til hefði hann ekki ákveðið framboð fyrr en að því kæmi. Hann benti á að þjóðin og forsetaembættið væru illa stödd að sumu leyti. Illa hefði gengið að koma stjórnlagaþingi í gang og end- urskoðun stjórnarskrárinnar og spurði hvort kjósa ætti til embættis næsta vor sem enginn vissi hvernig ætti að vera í stjórnskipuninni. gudni@mbl.is Segir nýja Icesave- samninginn mun betri  Forsetinn segist ákveða framboð þegar að því kemur Morgunblaðið/Ómar Forseti Ólafur Ragnar Grímsson. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir sveitarfélögin eiga í við- ræðum við menntamálaráð- herra um að veita tímabundna lagaheimild til að stytta skóla- viku barna um örfáa tíma. Oddný segir sveitarfélögin þannig eiga auðveldara með að standa vörð um gæði kennsl- unnar. Nái sveitarfélögin og rík- ið ekki saman muni borg- arstjórn að sjálfsögðu skoða hvernig hægt sé að koma til móts við skólana, grípa til hagræðing- araðgerða, t.d. sameiningar og samrekst- urs en sjá jafnframt til þess að þeir geti haldið uppi metnaðarfullu skólastarfi. Tímabundin heimild vænleg HAGRÆÐINGARMÖGULEIKAR KANNAÐIR Í BORGINNI Oddný Sturludóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.