Morgunblaðið - 14.02.2011, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 14.02.2011, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2011 Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi og málþing um þjóðareign á auðlindum Landssamtök landeigenda á Íslandi (LLÍ) efna til málþings um þjóðareign á auðlindum að loknum aðalfundi samtakanna þann 17. febrúar næstkomandi. Aðalfundurinn verður haldinn í Harvardsal 2, Hótel Sögu, og hefst kl. 14:00. Dagskrá aðalfundar: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Önnur mál. Eftir aðalfundinn, kl. 15:30, fer fram málþing á sama stað um þjóðareign á auðlindum. Dagskrá: 1. Hvað merkir hugtakið þjóðareign? Sigurður Líndal prófessor. 2. Þjóðareign og hvað svo? Sigurður Tómas Magnússon prófessor. 3. Meðferð á þjóðareign. Sigurður Jónsson, hrl. og stjórnarmaður í LLÍ. 4. Pallborðsumræður með framsögumönnum. Bæði aðalfundurinn og málþingið eru opin öllum áhuga- mönnum um málefnið. F.h. stjórnar LLÍ, Örn Bergsson Viðskiptaráð sendi á dögunum frásér ályktun sem sýndi að núver- andi ráðsmönnum er ekki alveg sama um nýliðna fortíð sína. Enda ekki furða. Og þetta var gott hjá ráðinu.    En ein slík yfirlýsing, þótt góð sé,virkar ekki eins og hreinsun í efnalauginni. En hún var ekki afleit byrjun.    Þess vegna var óvænt að ráðiðskyldi hlaupa til skömmu síðar og heimta samþykkt á enn einum Icesave-samningi. Það minnti óþægilega á að ráðið heimtaði einnig samþykki á voðalega vonda samningnum, sem nú er helsta rétt- lætingin á nýja samningnum.    Þetta var dálítið eins og að veifadaunillri dulu og hefur sömu áhrif og þegar Villi klappar á fremsta bekk í Valhöll.    Og næst kom síðan tilraunin til aðgera gjaldmiðilinn tortryggi- legan, eins og Viðskiptaráð gerði gjarnan á gullárum sínum.    Nú hlýtur Viðskiptaráð að hafafrétt af erfiðleikum evrunnar. Spurningin núna er hvort hún lifir eða deyr.    Þess utan vilja Íslendingar ekkerthafa með ESB að gera.    Hvert er þá markmiðið með aðtala niður gjaldmiðilinn sem er að koma landinu á lappirnar aftur, þótt þeir sem síst skyldi hlaði á það pinklunum?    Er Viðskiptaráð strax farið að sjáeftir betrunaryfirlýsingunni? Hætt að iðrast? STAKSTEINAR Veður víða um heim 13.2., kl. 18.00 Reykjavík 1 léttskýjað Bolungarvík 6 rigning Akureyri 3 skýjað Egilsstaðir 5 rigning Kirkjubæjarkl. 0 skýjað Nuuk -10 snjókoma Þórshöfn 5 skúrir Ósló -16 skýjað Kaupmannahöfn 0 skýjað Stokkhólmur -7 heiðskírt Helsinki -17 heiðskírt Lúxemborg 6 skýjað Brussel 7 léttskýjað Dublin 8 léttskýjað Glasgow 7 léttskýjað London 7 súld París 8 heiðskírt Amsterdam 7 heiðskírt Hamborg 0 skýjað Berlín 1 skýjað Vín -1 snjókoma Moskva -13 snjókoma Algarve 13 skúrir Madríd 10 skýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 12 léttskýjað Winnipeg -2 skýjað Montreal -7 alskýjað New York 2 skýjað Chicago 3 skýjað Orlando 15 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:27 17:58 ÍSAFJÖRÐUR 9:43 17:52 SIGLUFJÖRÐUR 9:26 17:34 DJÚPIVOGUR 8:59 17:24 Málfundafélag Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, held- ur fyrstu málflutningskeppni í sögu félagsins í dag kl. 17. Tvö lið laganema takast á í keppninni um málavexti í skaðabótamáli þar sem frægt málverk skemmdist á sýningarstað. Fjórir laganemar á 3.-5. ári eru í hvoru liði. Keppnin fer fram í dómsal Háskólans í Reykjavík, Fönix 3. Dómarar máls- ins eru Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari og héraðsdóm- ararnir Áslaug Björgvinsdóttir og Þorgeir Ingi Njálsson. Sigurliðið hlýtur vegleg verðlaun, en auk þess verður einn keppandi sæmdur nafnbótinni málflutningsmaður Lögréttu 2010-2011. Þinghald verður opið. Keppnin er unnin í samstarfi við LOGOS lögmannsstofu. Fyrsta málflutningskeppni Lögréttu í dag Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Samninganefndin sér ekki ástæðu til að mæta öll á boðaðan samninga- fund nk. mánudag, þar sem síðasta fundi lauk án árangurs, en sendir í staðinn tvo samningamenn. Samn- inganefndarmenn eru þó í viðbragðs- stöðu þokist mál eitthvað á fundin- um.“ Svo segir í pistli með yfirskriftinni „Einhugur í bræðslumönnum!“, á vef AFLs Starfsgreinafélags en allt stefnir í að verkfall bræðslumanna í níu fiskmjölsverksmiðjum á landinu hefjist annað kvöld kl. 19.30. Í pistl- inum kemur fram að kjaraviðræður ASÍ og SA breyti litlu um samninga- mál bræðslumanna þar sem óljóst sé hvað felist í þeim. Sverrir Albertsson, framkvæmda- stjóri AFLs Starfsgreinafélags, segir verkfallið standa þar til samkomulag náist í viðræðum við Samtök atvinnu- lífsins. Starfsmennirnir sem fara í verkfall eru annars vegar í AFLi og hins vegar stéttarfélaginu Drífandi í Vestmannaeyjum og starfa í átta fiskmjölsverksmiðjum. Þá hefur einnig verið boðað verkfall í fisk- mjölsverksmiðjunni á Akranesi. „Við erum með tíu manna samn- inganefnd, það eru trúnaðarmenn úr öllum bræðslunum sem eru átta og svo er ég frá AFLi og formaðurinn í Eyjum er frá Drífanda. Við erum ekkert að fljúga með tíu manns til Reykjavíkur til að sitja og hlusta á eitthvert bull,“ segir Sverrir. AFL og Drífandi hafi lagt fram kröfugerð um taxtahækkun, að hæsti dagvinnutaxti bræðslumanna verði 299.000 kr. og byrjunartaxti um 250.000 kr. Allt stefnir nú í verkfall bræðslu- manna annað kvöld  Viðræður SA og ASÍ breyta engu og einhugur er í bræðslumönnum Morgunblaðið/Jón Sigurðsson „Næsta skref, að okkar mati, er að samböndin okkar, sér- samböndin, fái núna ráðrúm til að taka törn í sínum málum og við þurfum þá að nota næstu vikur svolítið í það,“ segir Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ, spurður út í framhald kjaraviðræðna ASÍ og Samtaka atvinnulífsins. Megin- kjaraviðræðurnar fari enda fram við sérsamböndin, um kjarasamn- inginn. SA og ASÍ stefna að því að ná sam- komulagi um gerð kjara- samnings til þriggja ára, sem taki gildi í júní og að sam- ið verði um ein- greiðslu sem launafólk fengi strax. Gylfi segir heildarmálin verða tekin fyrir í þarnæstu viku. Boltinn hjá sérsamböndunum KJARAVIÐRÆÐUR SA OG ASÍ ÞOKAST ÁFRAM Gylfi Arnbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.