Morgunblaðið - 14.02.2011, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2011
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
„Bílainnflytjendur hafa upplifað al-
veg ótrúlegar sveiflur í gegnum tíð-
ina, og minnir á rússíbanareið ef við
lítum t.d. 40 ár aftur í tímann. Reglu-
lega hafa sést t.d. 40-50% sveiflur
milli ára en samdrátturinn sem varð
árið 2008 og 2009 sló öll met,“ segir
Sverrir Viðar Hauksson, fram-
kvæmdastjóri Heklu.
Síðustu ár hafa verið örlagarík
fyrir Heklu. Skellurinn sem kom árið
2008 reyndist fyrirtækinu ofviða og
var það tekið yfir af Arion banka í
febrúar 2009. Í framhaldinu var
rekstrinum skipt í tvö sjálfstæð fé-
lög. Annars vegar Heklu sem selur
Volkswagen, Audi, Skoda, Mitsub-
ishi og Piaggio mótorhjól og hins
vegar Klett sem heldur utan um sölu
vinnuvéla og tækjabúnaðar fyrir iðn-
að.
Urðu að útflutningsfyrirtæki
„Árin 2005-7 komu mjög vel út og
árið 2007 var salan sú besta frá upp-
hafi, og þessi grein atvinnulífsins al-
mennt kom mjög vel út. Samdrátt-
urinn sem kom svo árið 2008
reyndist hins vegar flestum um
megn og þrír stærstu aðilarnir, sam-
tals með um 70% markaðshlutdeild,
komust allir í eigu bankanna,“ segir
Sverrir en til glöggvunar þá voru ný-
skráðir bílar um 22.000 árið 2005 en
ekki nema 2.000 árið 2009.
Samdrátturinn kallaði á allt aðrar
áherslur í rekstrinum og á tímabili
var Hekla útflutningsfyrirtæki. „Ég
fór strax að ókyrrast í ársbyrjun
2008 og hafði samband við framleið-
endur til að afpanta nýja bíla. Þegar
svo bankarnir hrundu voru heilu
breiðurnar af bílum sem biðu af-
greiðslu í tollinum. Innflutningurinn
stöðvaðist alveg undir mitt ár 2008
og í tæpt ár á eftir fluttum við inn
sárafáa nýja bíla. Við vorum að selja
þá bíla sem við áttum til og vorum
annars í samstarfi við framleiðend-
urna um að koma á aðra markaði
þeim bílum sem við höfðum keypt til
landsins. Bróðurpartinn af bílunum
sem við áttum til fluttum við út en
samt tók þetta langan tíma fyrir all-
an markaðinn að vinda ofan af 8.000
bílum sem í landinu voru og enginn
vildi kaupa.“
Aftur að koma líf í markaðinn
Það heyrist á Sverri að aftur er
farið að gæta lífsmarks í bílasölu.
„Það byrjaði að glæðast aðeins á
haustmánuðum í fyrra og það varði
fram í október. Góð hreyfing kom á
sölu notaðra bíla og fólk fór að kíkja í
sýningarsalina. Einkum sýnist mér
það vera fólk í kringum 60 ára ald-
urinn sem er að endurnýja bílana
sína. Þetta er aldurshópur sem oftar
en ekki á bílinn sinn skuldlausan og á
peninga aflögu. Aldurshópurinn frá
35 til 50 virðist hins vegar hafa alveg
nóg á sinni könnu og lítið afgangs
fyrir bílakaup.“
Uppsöfnuð þörf
fyrir endurnýjun
Salan virðist líka vera mjög við-
kvæm fyrir pólitíska andrúmsloftinu
hverju sinni. „Þegar t.d. mótmæl-
endur byrjuðu að berja olíutunnur í
október hreinlega sást varla sála í
sýningarsalnum. Þegar svo breyttir
tollar tóku gildi um áramótin fóru
strax að sjást fleiri viðskiptavinir, og
mest að fólk er að skoða millistóru
bílana sem kosta þetta frá 2,5 til 4,5
milljónir. Þeir fáu stóru og bensín-
freku bílar sem við áttum til ruku
hins vegar út fyrir áramót og bíla-
leigurnar hreinsuðu upp það sem
hægt var að fá í þeim flokki.“
Þó salan sé enn fjarri því að vera
komin á fullan skrið er Sverrir bjart-
sýnn. Hann bendir á að eðli málsins
samkvæmt þurfi að endurnýja hluta
flotans reglulega. „Athugaðu að það
eru um 200.000 bílar í landinu, og
eðlilegt að þeir gangi smám saman
úr sér, eldist, slitni og skemmist.
Markaðurinn þarfnast ákveðinnar
endurnýjunar sem nemur sennilega
um 14-15.000 bílum á ári. Við vorum
yfir því meðaltali árin 2005-7 og vel
undir þessi síðustu þrjú ár en það
þýðir bara að þörfin er að safnast
upp og hlýtur á endanum að skila sér
í aukinni sölu,“ segir Sverrir. „Ég
verð t.d. var við að fyrirtækin, sem
auðvitað hafa haldið að sér höndum,
eru mörg komin á það stig að verða
að fara að endurnýja hjá sér flotann
ef það á ekki að koma niður á starf-
seminni og auka rekstrarkostnað.“
Aftur farið að gæta
lífsmarks í bílasölu
Einhver hreyfing komst á markaðinn síðasta haust og svo aftur í meðal-
dýrum bílum eftir áramót Skellurinn síðustu þrjú ár reyndist flestum
umboðunum um megn Viðskiptakostnaður hefur snarhækkað
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Uppsöfnun Sverrir Viðar segir að markaðurinn þurfi endurnýjun upp á 14-15 þúsund bíla á ári. Innflutningur hafi
verið vel yfir því meðaltali 2005-7 og vel undir því síðustu þrjú árin, sem þýði að þörfin hafi safnast upp.
Nýskráðir fólksbílar
25.000
20.000
15.000
10.000
5.000
0
2005 2006 2007 2008 2009 2010
22.956
19.737
18.469
10.553
2.398 3.279
Um áramótin gengu í gildi nýjar
reglur sem breyttu álögum á bíla
í samræmi við koltvísýringslosun
og bættust við ýmsar aðrar hækk-
anir og reglubreytingar sem á
undan höfðu komið. Sverrir er
formaður Bílgreinasambandsins
og segir hags-
munaaðila hafa
þurft að hafa
góðar gætur á
sumum hug-
myndum stjórn-
málamanna.
Hann segir erf-
itt að skilja hag-
fræðina á bakvið
sum útspilin og
ýmsar þær reglur sem eru í gildi í
dag hefðu riðið bílasölunum að
fullu ef þær hefðu ekki verið
mildaðar og lagfærðar í með-
förum þings og nefnda.
Á Íslandi eru álögur á bíla með
því hæsta sem þekkist og helst að
Sverrir geti nefnt Noreg og Dan-
mörku þegar finna á land þar sem
gjöldin eru á svipuðu róli. Sverrir
bendir m.a. á að mjög gæti orðið
til góðs að lækka álögur á bíla og
m.a. dregið úr mengun og slysum.
„Lægri álögur myndu þýða örari
endurnýjun bílanna og stuðla enn
betur að því að neytendur noti bíl-
ana upp að þeim mörkum sem
þeir eru hagkvæmastir og örugg-
astir. Ég held einmitt ekki að
lækkaðar álögur myndu þýða að
komnir væru fjórir bílar á hvert
heimili, heldur frekar að flotinn
yrði að jafnaði yngri og betri,“
segir hann og nefnir hversu örar
framfarirnar hafa verið t.d. hvað
varðar öryggisbúnað og útblástur.
„Samtök bílaframleiðenda í Evr-
ópu segja að á næstu 10 árum
muni nást um 30% minnkun
koltvísýringslosunar og aug-
ljóslega til mikils að vinna að
stuðla ekki að þannig umhverfi að
bílaflotinn hér á landi haldi ekki í
við þróunina.“
Ekki gott að aka
á gömlum flota
Sverrir bendir á að ekkert sé já-
kvætt við að bílaflotinn fái að eld-
ast. „Á fundi með efnahags- og
skattanefnd kom m.a. fram sú
hugmynd hvort ekki væri hrein-
lega af hinu góða og atvinnuskap-
andi og skatttekjuaukandi að
minna væri af nýjum bílum, enda
hefðu þá bifvélavirkjarnir meira
að gera við viðgerðir. Við bentum
nefndinni á að fáir græddu á því
að landsmenn keyrðu um á úr sér
gengnum bílum, og það sem
meira er þá erum við ekki að sjá
þessi auknu viðskipti á okkar
verkstæðum. Þvert á móti fer
þessi viðgerðarstarfsemi að
stórum hluta fram í svarta hag-
kerfinu og þó ljósin logi í mörgum
bílskúrum fram á nótt fær rík-
issjóður varla að sjá krónu af
þeim peningum sem þar skipta
um hendur.“
Aðspurður hvar hnífurinn
stendur helst í kúnni nefnir Sverr-
ir gengismálin og að reksturinn
yrði allur mun léttari með öðrum
gjaldmiðli. „En umfram allt þarf
að fara að láta hjólin snúast á ný,
vinna bug á tortryggninni sem er
í samfélaginu og byggja upp
bjartsýnina. Kjaraviðræðurnar
sem framundan eru á árinu skipta
þar sennilega mestu máli og hætt-
an sú að allt frjósi á ný ef tor-
tryggnin nær yfirhöndinni og allir
fara í skotgrafirnar.“
„Væri til
góðs að
lækka
álögur“
Gjöld sem lögð eru
á bíla á Íslandi með
því hæsta sem þekkist
Hægt hefur á allri sölunni
sem aftur þýðir að neyt-
endur þurfa að haga kaup-
um sínum öðruvísi. „Það
getur tekið upp undir 10
vikur að fá bíl afgreiddan
frá framleiðanda í Evrópu,
og jafnvel 4-6 mánuði að
fá pöntun frá Asíu,“ út-
skýrir Sverrir og segir að í
þessu árferði sé ekki hægt að halda úti lager af bílum. „Hér áður fyrr var
fólk kannski að koma inn á miðvikudegi og var ósátt ef það fékk ekki bíl-
inn sem það langaði í afgreiddan fyrir helgina, í réttum lit, með rétta gír-
skiptingu og rétta vélarstærð. Núna og í framtíðinni verður fólk einfald-
lega að bíða.“
Afgreiðslan tekur lengri tíma
EKKI HÆGT AÐ HALDA ÚTI LAGER AF BÍLUM
Gengi krónunnar og þær byltur
sem bankakerfið hefur þurft að
þola hafa að sögn Sverris verið
verulegur baggi á rekstri bílaum-
boðsins. Hann segir sveiflur í
gengi t.d. setja verulegt álag á
alla áætl-
anagerð og
um leið letja
viðskiptavini
til að end-
urnýja bílana
sína. „Bara á
síðasta ári
lækkaði verð-
ið á bílunum
frá því sem
hæst var um þetta 10-13% að
mestu vegna gengisstyrkingar.“
Bankaviðskipti og fyrir-
greiðsla sem áður tóku varla
part úr degi þarf núna oft á tíð-
um fleiri vikur til að ganga í
gegn. „Hefðbundið er t.d. að
pöntunum hjá framleiðendum
fylgi bankaábyrgðir, en íslensku
bankarnir hafa ekki ennþá fengið
lágmarkseinkunn hjá greining-
arfyrirtækjum til að vera gjald-
gengir samstarfsaðilar í við-
skiptum við stóru
bílaframleiðendurna. Þetta þýðir
að kalla þarf til fleiri milliliði og
leggja fram hærri tryggingar, og
viðskiptakostnaðurinn hefur
hæglega fjórfaldast frá því sem
var fyrir hrun. Við erum í dag að
eyða jafnmiklum tíma í að velta
okkur upp úr gengismálum og
greiðsluleiðum og við eyðum í að
selja bíla.“
Vandi með
gengið og
bankana
SVEIFLUR