Morgunblaðið - 14.02.2011, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 14.02.2011, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stór orð hafaverið höfðuppi um einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Eftir að von- ir núverandi stjórnvalda brugðust um að hengja mætti hrun bankakerfisins á Seðla- banka Íslands og þá sem þar störfuðu, en mikið afl hafði verið lagt í þá herför, var hörf- að í næsta vígi. Jóhanna Sig- urðardóttir hafði í hótunum við rannsóknarnefnd Alþingis um að færi hún ekki ofan í einka- væðinguna fyrir tæpum áratug þá myndi hún sjálf láta hefja sérstaka rannsókn á henni. Ríkisendurskoðun hafði þegar framkvæmt slíka athugun og liggur hún fyrir. Morgunblaðið hefur þó hvatt ráðherrann til að láta af dylgjum og hótunum og drífa í rannsókn. En ekkert hefur gerst. Þó er liðið ár frá skýrslu rannsóknarnefndar- innar. Nefndarmenn hennar höfðu ekki styrk til annars en að láta undan pólitískum þrýstingi og barsmíðum bloggheima. Þeir létu eftir þeim að gera stórmál úr því að óformlegri munnlegri fyrirspurn hefði ekki verið svarað skriflega fáeinum dög- um fyrir hrun Glitnis! Brugð- ust nefndarmenn þeim fyrir- mælum laga sem sögðu að væru aðfinnslur flokkaðar undir mistök í starfi yrðu þau að hafa haft áhrif á að hrun varð. En þeir komust þó ekki hjá því þrátt fyrir svo alvarleg afglöp að meginniðurstaðan yrði sú að bankarnir hefðu ver- ið étnir upp innan frá af eig- endum sínum og helstu sam- verkamönnum þeirra. Segja má að rannsóknar- skýrslan hafi komið of snemma út, því það sem síðan hefur komið á daginn hefur undir- strikað það sem allir máttu vita nema spunameistarar á vegum ríkisstjórnarflokkanna og kaffihúsaspekingar á þeirra vegum. Atferli helstu for- sprakkanna var miklu alvar- legra en skýrsluhöfundar sáu. Atlanefndin svokallaða átti að skoða rannsóknarskýrslu Alþingis gagnrýnum augum en brást fullkomlega. Hún skar í búta hluti í gömlu skýrslunni og skeytti saman en bætti engu við. Í lok þess hrósuðu nefndarmenn hver öðrum fyrir afrekið. Í september sl. lagði sú nefnd til og fékk samhljóða samþykkt í þinginu að gera skyldi rannsókn á sparisjóða- kerfinu. Síðan hefur ekkert gerst. Ekki verður annað séð en að ekki þurfi neina rann- sókn á því kerfi af hálfu þing- skipaðrar nefndar. Brýnast sé að þeir sem eiga að sjá um sakamálarannsóknir í landinu fari rakleiðis í það verk. Ekki er ólík- legt að útidúra- samþykkt Alþingis á tillögu Atla- nefndarinnar hafi tafið það verk, jafnvel með skaðlegum hætti fyrir rann- sókn málsins. Sjálfsagt er ekki útilokað að finna megi einhverja galla á gömlu einkavæðingunni um- fram það sem Ríkisendur- skoðun gerði sínar athuga- semdir við. En hún verður þó skínandi góð hjá nýju einka- væðingunni. Enginn veit hver framkvæmdi hana. Enginn veit hver eignast bankana og „stjórnar“ þeim núna og eng- inn veit hvaða fúlgum ríkið tapar á óðagotinu, því höft og skortur á erlendri samkeppni gera hinum „einkavæddu“ bönkum fært að haga verð- lagninu sinni að vild og er bók- færður hagnaður þeirra eftir því. Það er einn anginn af því að nýju bankarnir njóta lítils trausts. Hinir angarnir eru stærri og alvarlegri og lúta að nýju stjórnendunum sjálfum. Þeir hafa gengið erinda mann- anna sem settu Ísland á haus- inn af skefjalausri ósvífni. Þessi verk sín leitast þeir við að fela á bak við svokallaða „bankaleynd“. Hún er ekki hugsuð til að sveipa hulu yfir verk sem ekki þola dagsins ljós. Það mun engu skipta hversu miklar ímyndarher- ferðir farið er í á meðan óþef- urinn berst sífellt frá óverj- andi ákvörðunum. Vísindamaðurinn Kári Stef- ánsson læknir gerir sér grein fyrir þessu. Í opnu bréfi sínu til Alþingis, lögeggjan hans, hvetur hann til þess að skipt verði um kúrs í bankamálum áður en það verði orðið of seint. Kári segir: „Þokan utan um íslenskt efnahagslíf er eitt af því sem hefur lifað af hrunið og hún þéttist í kreppunni. Það veit enginn hvað er að gerast í íslensku efnahagslífi. Bank- arnir eru að afskrifa skuldir sem gætu numið hundruðum milljarða og neita að upplýsa landsmenn um það hverra skuldir eða hvers vegna og bera fyrir sig bankaleynd. Bankarnir eiga flest stórfyrir- tæki landsins og eru að selja þau þessa dagana og söluferlið er falið í sömu þokunni. Þið sem hafið heitið þjóðinni að endurreist íslenskt efnahagslíf verði heiðarlegra og gegn- særra hafið ekki séð ástæðu til að fetta fingur út í þetta. Það gætu reynst afdrifarík mistök vegna þess að eins og myrkrið fyrrum getur þetta myrkur falið mistök, spillingu og glæpi.“ Lögeggjan Kára Stefánssonar er þörf} Bréf Kára Þ að er ekki sama hvernig staðið er að undirskriftasöfnunum. Og auðvitað er óþolandi að stjórn- völd hafi ekki fyrir löngu mótað ramma utan um slíkar undir- skriftasafnanir, þannig að tryggt sé að þær falli í lýðræðislegan farveg. Ég fylgdist með því eins og aðrir lands- menn þegar hafin var undirskriftasöfnun á vordögum 2004 til að hvetja Ólaf Ragnar Grímsson forseta til að synja fjölmiðlalög- um staðfestingar. Þá var hróflað upp vef- síðu, þar sem fólk gat skráð nafn sitt og kennitölu. En ómögulegt var að fylgjast með því hverjir skráðu sig þar sem nöfnin birtust aldrei á vefsíðunni – og enginn hafði aðgang að þeim nema þeir sem stóðu að undirskriftasöfnuninni. Nöfnin 31.752, að því er hermt er, komu ekki heldur fyrir sjónir almennings þegar þeim var komið á fram- færi við forseta Íslands og enn í dag vita engir nema innvígðir hvaða nöfn eru á þessum lista. Ég fylgdist einhvern tíma með því, þegar menn stóðu við tölvu og skráðu inn nokkur þekkt nöfn, til að athuga hvort þau væru komin í grunninn og und- antekningalaust höfðu þau þegar verið skráð, jafnvel þótt það væru yfirlýstir stuðningsmenn fjölmiðlalag- anna. Það er lítið mál að verða sér úti um lista með nöfnum og kennitölum og slá þær inn „í þágu málstað- arins“. Það var annar bragur á undirskriftasöfn- un í mars 1974, þar sem 55.522 Íslendingar skoruðu á Alþingi að tryggja að hér yrði áfram varið land. Þá voru undirskriftirnar raunverulegar en ekki sýndarveruleiki – um helmingur kosningabærra manna hand- skrifaði nafn sitt á listann. Og umgjörðin var líka trúverðugri þegar InDefence-hópurinn stóð að undir- skriftasöfnun gegn Icesave-samningunum sem samþykktir höfðu verið á Alþingi með naumum meirihluta. Að vísu var sami hátt- ur hafður á, það er fólk skrifaði nafn sitt og kennitölu á undirskriftalista á þar til gerðri vefsíðu, en á hverjum tíma var hægt að lesa nöfn þeirra sem höfðu skráð sig síðast, að mig minnir um 100 eða 200 nöfn, og því gat alþjóð fylgst með því þegar listinn varð til og hvaða nöfn rötuðu þar inn. Á forsíðu þeirrar undirskriftasöfnunar sem nú stendur yfir, þar sem skorað er á Alþingi að hafna Icesave og á forsetann að synja lögunum staðfest- ingar, er hinsvegar ekki hægt að lesa nein nöfn eða fylgjast með því þegar undirskriftir bætast við. Vef- síðan er lokuð bók. Ef undan er skilið að talan sígur upp á við. Ef safnað er undirskriftum til þess að hafa áhrif á ákvarðanir lýðræðislega kjörinna fulltrúa þjóðarinnar er mikilvægt að umgjörðin sé gagnsæ og trúverðug. pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Gagnsæi í undirskriftasöfnun STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon 49 milljarðar teknir af séreignarsparnaði FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is F rá því í mars árið 2009 hafa ríflega 52 þúsund manns í 86 þúsund um- sóknum nýtt sér heim- ild til að taka út séreign- arsparnað, eða viðbótarlífeyrissparn- að, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra. Um tíma- bundna heimild er að ræða, fyrir þá sem eru yngri en 60 ára, en frestur til að sækja um úttektir rennur út 1. apríl nk. Upphaflega ákváðu stjórn- völd að gera þetta í kjölfar banka- hrunsins til að gefa fólki færi á að lækka skuldir sínar, létta á greiðslu- byrði lána eða auka ráðstöf- unartekjur heimilisins. Sótt hefur verið um að taka út sparnað upp á rúma 49 milljarða króna, brúttó. Nú þegar er búið að greiða um 39 milljarða króna og af- gangurinn verður að mestu greiddur út á þessu ári, nærri 10 milljarðar, en aðeins ríflega 300 milljónir eru til út- greiðslu á næstu tveimur árum. Viðkomandi lífeyrissjóðir og fjármálastofnanir, um 30 talsins, sjá um að greiða sparnaðinn út með jöfn- um mánaðarlegum greiðslum, að frá- dregnum tekjuskatti og útsvari en persónuafsláttur nýtist á móti. Út- greiðslutíminn héðan af getur verið allt að 12 mánuðir, úttektin að há- marki 416 þúsund á mánuði, fyrir skatt og útsvar. Fyrrnefndar tölur frá ríkisskatt- stjóra eru brúttótekjur fyrir tekju- skatt og útsvar, upplýsingar um nýt- ingu persónuafsláttar á móti gjöldum af þessum greiðslum liggja ekki fyrir. Gróft reiknað má þó búast við að ríkið sé að fá til sín 10-15 milljarða króna. Hægt hefur verið að taka út all- an sparnaðinn eða að hluta. Hámark- ið var í fyrstu ein milljón króna, var síðan hækkað um 1,5 milljónir fyrir rúmu ári þannig að samanlagt var ekki hægt að taka út meira en 2,5, milljónir af hverjum reikningi. Há- markið var síðan hækkað um síðustu áramót í 5 milljónir króna. Fleiri yngri sækja um Samkvæmt upplýsingum frá fjármálastofnunum hefur umsóknum haldið áfram að fjölga eftir áramótin. Þannig bættust við um 1.000 nýjar umsóknir í janúar sl.auk þess sem um 4.000 manns hafa breytt umsóknum sínum eða óskað eftir aukinni endur- greiðslu á sparnaðinum. Fyrir um ári voru umsóknirnar um 44 þúsund tals- ins og upp á nærri 34 milljarða króna. Borið saman við tölur frá ríkis- skattstjóra fyrir um ári hefur orðið merkjanleg aukning umsókna hjá yngra fólki. Fyrir ári höfðu tæp 10% umsækjenda verið á aldrinum 18-30 ára en nú er hlutfall þess hóps komið í nærri 19%. Hlutur 31-40 ára um- sækjenda hefur einnig stækkað, úr 28,3% í fyrra í 30,2% umsókna nú. Um leið hefur hlutfall fólks á miðjum aldri, 41-60 ára, minnkað. Hins vegar hefur hlutur umsækjenda eldri en 61 árs farið úr 0,7% í fyrra í 2,1% nú. Ekki hafa fengist upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu um hvað eign landsmanna í séreignarsparnaði sé mikil í dag. Fyrir um ári var talið að eignin væri upp á 270 milljarða króna, sem höfðu þá myndast á rúm- um 12 árum frá því að viðbótar- lífeyrissparnaður hófst hér á landi. Hjá Íslandsbanka fengust t.a.m. þær upplýsingar að frá því að út- greiðsla þessa sparnaðar var heim- iluð þá væri búið að greiða í heildina, þ.e. uppsafnað, sem næmi 10-15% af heildarinneign rétthafa hjá bank- anum. Það hefur því eitthvað gengið á forðann en hafa ber í huga að fólk heldur í flestum tilvikum áfram að greiða inn á sparnaðinn þó að það fái greitt út. Úttektir á séreignarsparnaði Skipt eftir aldri hjá þeim sem taka sparnaðinn út Greiðslur eftir tímabilum í milljónum kr. 2010 18-30 ára 18,8% 31-40 ára 30,2% 41-50 ára 28,4% 51-60 ára 20,5% 61 árs og eldri 2,1% 2009 (mars-des) 2012-20132011 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 22.003 16.885 9.971 6.203 338 (jan.-feb.) (mars-des.) 3.768 18,8% 30,2%28,4% 20,5% 2,1% 17.133 milljónir króna teknar út af séreign- arsparnaði hjá íbúum Reykjavíkur 5.243 milljónir króna teknar út af séreign- arsparnaði hjá Kópavogsbúum 4.612 milljónir króna teknar út af séreign- arsparnaði hjá Hafnfirðingum 2.536 milljónir króna teknar út af séreign- arsparnaði hjá Akureyringum 2.262 milljónir króna teknar út af séreign- arsparnaði íbúa Reykjanesbæjar ‹ EFTIR SVEITARFÉLÖGUM › »

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.