Morgunblaðið - 14.02.2011, Síða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2011
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Föstudaginn 4. mars kemur
út hið árlega Fermingarblað
Morgunblaðsins.
Fermingarblaðið hefur verið eitt
af vinsælustu sérblöðum
Morgunblaðsins í gegnum árin
og verður blaðið í ár
sérstaklega glæsilegt.
MEÐAL EFNIS:
Veitingar í veisluna.
Mismunandi fermingar.
Fermingartíska.
Hárgreiðslan.
Myndatakan.
Fermingargjafir.
Fermingar erlendis.
Hvað þýðir fermingin?
Viðtöl við fermingarbörn.
Nöfn fermingarbarna.
Fermingarskeytin.
Boðskort.
Ásamt fullt af
spennandi efni.
FERMI GAR
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 28. febrúar.
Ferm
ing
S
É
R
B
L
A
Ð
Undanfarna áratugi
hefur orðið gríðarleg
framþróun í meðferð
og greiningu sjúkdóma
og þekkingu fleygir
fram með sífellt meiri
hraða. Helsta skýring
þessarar þróunar er
aukin sérhæfing heil-
brigðisstarfsmanna,
þekking hvers og eins
dýpkar en breidd
þekkingar hvers þeirra minnkar. Til
að aukin þekking nýtist þarf hóp-
urinn sem starfar saman að stækka
í hlutfalli við aukna sérhæfingu. Há-
skólasjúkrahús þarf að sinna öllum
helstu sérgreinum og und-
irsérgreinum heilbrigðisþjónust-
unnar, ekki síst í landi þar sem
íbúafjöldi leyfir ekki nema eitt há-
skólasjúkrahús. Svar við þessari
þróun er að þjappa saman þekkingu
með sameiningu. Nærtæk dæmi eru
sameining tveggja stærstu sjúkra-
húsanna í Stokkhólmi, í Ósló þar
sem öll sjúkrahúsin hafa verið sam-
einuð í eitt og í Danmörku þar sem
hafin er bygging eins stærsta
sjúkrahúss í Evrópu skammt frá
Árósum. Þessar þjóðir telja sig ekki
hafa ráð á að dreifa þekkingu eða
vannýta dýr en nauðsynleg tæki.
Sameining sjúkrahúsa
í Reykjavík
Á tíunda áratugnum hófst sam-
eining sjúkrahúsanna í Reykjavík
sem þá voru þrjú. Í fyrstu var
áhersla lögð á fjárhagslegan ávinn-
ing sameiningar sem sannanlega
hefur tekist þrátt fyrir að enn sé
starfsemin ekki komin undir eitt
þak sem er meginforsenda hagræð-
ingar. Faglegu rök eru sífellt aug-
ljósari. Þrátt fyrir sameiningu
sjúkrahúsanna þriggja er Landspít-
ali langminnsta háskólasjúkrahúsið
á Norðurlöndum. Um þessa samein-
ingu náðist sæmileg sátt meðal fag-
fólks á þeirri forsendu að byggt
yrði nútímalegt háskólasjúkrahús
sem stæði undir nafni sem slíkt þar
sem rannsóknar- og kennsluaðstaða
væri samtvinnuð heilbrigðisvísinda-
deildum Háskólans. Fyrst og
fremst væri þó um að ræða spítala
þar sem sjúklingum yrði búin að-
staða byggð á gagnreyndri þekk-
ingu á hönnun sjúkrahúsa, þar sem
umhverfið leyfir að lögleg réttindi
sjúklinga séu virt og stuðli að ör-
yggi þeirra og vellíðan.
Húsakostur Landspítala
Athygli fræðimanna meðal
sjúkrahúshönnuða hefur á síðari ár-
um beinst að sambandinu milli
hönnunar og meðferðarárangurs.
Rannsóknir sýna að með nútíma-
hönnun er hægt að auka skilvirkni
og öryggi þjónustunnar. Nú starfar
Landspítali á 17 stöðum í 100 hús-
um! Um 80% húsnæðis spítalans
eru hönnuð fyrir meira en hálfri öld
fyrir starfssemi allt annars eðlis en
nú er. Ljóst er hve óhagkvæmur
rekstur er við þessar aðstæður en
færri gera sér grein fyrir að í þessu
er fólgin áhætta fyrir sjúklinga,
einkum þá sem eru með margslung-
inn vanda. Sveigjanleiki er lykilorð
við hönnun nútímasjúkrahúsa sem
þýðir að auðvelt er að breyta hús-
næðinu til að aðlaga það breyttum
þörfum. Þessu gamla, tvístraða hús-
næði verður ekki breytt til sam-
ræmis kröfum nútímans um aðbún-
að sjúklinga, vinnuaðstöðu eða að
rökréttu samhengi starfseminnar.
Endurnýjun og breytingar sem sí-
fellt þarf að gera í gömlu húsnæði
kosta allt að 50% af nýbygging-
arvirði og verða samt aldrei full-
nægjandi.
Hægt að ná fram
umtalsverðum sparnaði
Ekki kemur á óvart að norsku
ráðgjafafyrirtækin Momentum arki-
tekter og Hospitalitet hafi komist
að þeirri niðurstöðu, þegar til
þeirra var leitað um ráð í ársbyrjun
2009, að ekki væri valkostur að
halda að sér höndum um nýbygg-
ingu spítalans, sú leið væri dýrari
en að hefjast handa. Skattgreið-
endur sætu með því móti uppi með
hærri reikning en aðrir kostir bjóða
og sjúklingar og starfsfólk með
ófullnægjandi húsnæði.
Lögðu þeir til að byggt yrði nýtt
svo sameina mætti alla bráða-
starfsemi í nýbyggingu á lóð spít-
alans. Þessi bygging skyldi hýsa
gjörgæslu, skurðstofur, myndgrein-
ingu, alla bráðamóttöku sem nú er á
fimm stöðum, sjúkrahúsapótek,
dauðhreinsun o.fl. Rannsóknar-
stofur spítalans skyldu sameinaðar í
nýtt húsnæði og legudeildir fyrir
180 sjúklinga og sjúkrahótel á lóð-
inni. Með þessu væri bráð-
astarfsemin komin á einn stað.
Hönnun ætti að gera ráð fyrir síðari
áföngum sem stefndu að heildar-
uppbyggingu spítalans á Hring-
brautarlóð. Ríkið, fyrir hönd spít-
alans og HÍ, hefur gert samning við
Reykjavíkurborg um að sú lóð verði
til framtíðaruppbyggingar þessara
stofnana. Samkvæmt útreikningum
sem yfirfarnir voru og staðfestir af
hinum norsku ráðgjöfum er áætlað
að 6% árlegur rekstrarsparnaður
náist með þeim áfanga sem nú er í
undirbúningi og ávinningur er met-
inn á 19 milljarða króna á núvirði til
næstu 40 ára. (www.nyrlandspi-
tali.is)
Mannauður heilbrigðiskerfisins
Fram hafa komið áhyggjur af því
að flótti heilbrigðisstarfsmanna úr
landi sé slíkur að ekki sé þörf á ný-
byggingu. Úrbætur í húsnæði spít-
alans eru fyrst og fremst í þágu
sjúklinganna. Ákvörðun heilbrigð-
isstarfsmanna um heimkomu að
framhaldsnámi loknu byggist ekki
aðeins á launakjörum. Sannarlega
hafa þau hrapað miðað við önnur
lönd, mest sökum gengisbreytinga.
Aðrir áhrifaþættir eru aðstaða sam-
bærileg þeirri sem býðst erlendis til
að þjóna sjúklingum og stunda
fræði með svipuðum hætti og þeim
stendur til boða erlendis. Nútíma-
legur háskólaspítali er mikilvægur
til að fá besta fólkið heim. Tal um
fyrirsjáanlegt mannauðstóm á nýj-
um spítala gæti hins vegar haft nei-
kvæð áhrif á heimfýsi sérmenntaðs
fólks.
Ávinningur, fyrir hverja?
Fyrir heilbrigðiskerfið í heild,
sjúklinga og starfsfólk er bygging
nútímalegs sjúkrahúss löngu orðin
brýn nauðsyn.
Fyrir ríkissjóð vegna lægri
rekstrakostnaðar sem nemur um
6% af veltu. Innlendur fram-
kvæmdakostnaðar verður allt að
75% byggingarkostnaðar. Fjárfest-
ing í landinu er í lágmarki. Það
munar um þessa þó bygging-
arkostnaður sé aðeins eins og hálfs
árs rekstrarkostnaður spítalans.
Fyrir lífeyrissjóði er um örugga
langtímaávöxtun fjármuna að ræða
en fjárfestingarkostir þeirra eru nú
fáir. Kostnaðaráætlun gerð í árslok
2009 var 51 milljarður kr. sem
dreifist á 5-6 ár en það er um 10%
fjárfestingarþarfar lífeyrissjóðanna
á tímabilinu.
Fyrir íslenska hönnuði en á
þeirra vinnumarkaði eru önnur verk
fá og smá.
Fyrir byggingariðnaðinn er um
stórverkefni að ræða sem hafist
getur í árslok 2011.
Staða verkefnisins
Nú vinnur 40-50 manna hönn-
unarteymi að hönnun verkefnisins
auk erlendra sérfræðinga sem leit-
að er til eftir þörfum. Hönn-
unarvinna er því sem næst á áætl-
un. Komi ekki til óvænt atvik sem
tefja og Alþingi leggur blessun sína
yfir lokaáætlanir um kostnað og
fjármögnun verksins gætu fram-
kvæmdir hafist í lok þessa árs. Þá
hefði þjóðin ástæðu til að fagna
upphafi að brýnni framkvæmd í
þágu þjóðarinnar allrar.
Staða háskólasjúkrahúss Ís-
lendinga nú og í framtíðinni
Eftir Björn Zoëga
og Jóhannes M.
Gunnarsson
» Fyrir heilbrigðis-
kerfið í heild, sjúk-
linga og starfsfólk er
bygging nútímalegs
sjúkrahúss löngu orðin
brýn nauðsyn.
Björn
Zoëga
Björn er forstjóri Landspítala og Jó-
hannes er læknisfræðilegur verkefn-
isstjóri nýs Landspítala.
Jóhannes M.
Gunnarsson
Hafsteinn Karlsson
fer hamförum í morg-
unblaðinu 10.2. sl. þar
sem hann úthúðar
Sjálfstæðisflokknum
og oddvita hans fyrir
ýmiss konar mis-
gjörðir. Allt illt er
Sjálfstæðisflokknum
að kenna o.s.frv. Flest
af því sem hann segir
er innan velsæm-
ismarka að því leyti að vera svona
venjulegar pólitískar misfærslur og
þvaður og engin ástæða til að
skemma það fyrir Hafsteini. Einni
setningu sem hann lætur frá sér
verður þó ekki litið framhjá: „Jafn-
vel eru skýrar vísbendingar um að
bæjarsjóður hafi verið látinn greiða
reikninga vegna kynningarefnis í
kosningabaráttu flokksins árið
2006“ (Mbl. bls. 17, 10.2. 2011). Nú
þarf Hafsteinn að bakka upp þessa
aðdróttun, því hann hlýtur að geta
sannað að Sjálfstæðisflokkurinn hafi
misnotað aðstöðu sína þegar hann
var í meirihluta og notað fjármuni
bæjarbúa í eigin þágu, því það var
það sem Hafsteinn var að segja.
Hæg eru heimatökin núna þegar
Hafsteinn, forseti bæjarstjórnar, er
einn forystumanna í meirihluta
gegnsæis og opinnar
stjórnsýslu. Við þessar
aðdróttanir Hafsteins
verður ekki unað. Haf-
steinn hefur um tvennt
að velja; sanna mál sitt
með framlagningu
reikninga þeirra sem
hann er að vísa til í
greininni og þá í fram-
haldi að krefja
Sjálfstæðisflokkinn um
endurgreiðslu þeirra
fjármuna sem Haf-
steinn telur að flokkurinn hafi stolið
frá bæjarbúum. Hinn möguleikinn
er að draga aðdróttunina til baka og
biðjast opinberlega afsökunar. Þetta
eru svo alvarlegar aðdróttanir að
þær verða ekki látnar niður falla.
Það er hart að sitja undir slíkum
aðdróttunum frá forseta bæjar-
stjórnar sem purkunarlaust ætlar að
láta bæjarsjóð greiða málskostnað
sinn í einkamáli umfram málsvarn-
arlaun sem honum voru dæmd.
Margur heldur mig sig. Við sjálf-
stæðisfólk í Kópavogi munum ekki
taka þessum aðdróttunum þegjandi.
Þú verður að klára þetta mál, Haf-
steinn, eins og maður og bakka upp
stóru orðin án útúrsnúninga.
Hafsteinn standi
við stóru orðin
Eftir Jóhann
Ísberg
»Hart er að sitja und-
ir slíkum aðdrótt-
unum frá Hafsteini
Karlssyni sem ætlar að
láta bæjarsjóð Kópa-
vogs greiða málskostn-
að sinn í einkamáli.
Jóhann Ísberg
Höfundur er formaður
Sjálfstæðisfélags Kópavogs.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100