Morgunblaðið - 14.02.2011, Qupperneq 24
24 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
HVERNIG
LEIST
ÞÉR Á?
EKKI BEINT EFNI
Í ATVINNUMANN
FINNST
ÞÉR ÉG
BROSA
FALLEGA?
JÁ, SVONA FYRIR
UTAN SPÉKOPPANA
ÉG ER ALDREI VISS UM
HVERSU HREINSKILINN
ÉG Á AÐ VERA
ÖLL UMRÆÐA UM STJÓRNMÁL OG
TRÚARBRÖGÐ ER BÖNNUÐ ÞANGAÐ TIL ÞIÐ
HAFIÐ BORGAÐ REIKNINGINN
GÓÐA
KVÖLDIÐ HERRAR
MÍNIR, ÁÐUR EN ÞIÐ
PANTIÐ LANGAR MIG
AÐ ÚTSKÝRA
SVOLÍTIÐ
ERTU ENNÞÁ
AÐ REMBAST VIÐ
AÐ REYNA AÐ
GRÆÐA PENING Á
ÞVÍ AÐ VERA MEÐ
AUGLÝSINGAR Í
MYNDASÖGUNNI
OKKAR?
DJÚPSTEIKTI
KJÚKLINGURINN
HLJÓMAR VEL
ÆTLAÐIR ÞÚ EKKI
AÐ REYNA AÐ
GRENNA ÞIG?
EN
MÉR FINNST
DJÚPSTEIKTUR
KJÚKLINGUR
SVO GÓÐUR
EN
HANN ER
SVO
FITANDI, AF
HVERJU
FÆRÐU ÞÉR
EKKI BARA
GOTT SALAT?
ÉG ER
EKKI VISS UM
AÐ ÉG GETI
LIFAÐ SVONA
ÞÚ
GETUR ÞAÐ OG
LIFIR MEIRA AÐ
SEGJA LENGUR
ÞETTA ER
SÍÐASTA
TÆKIFÆRIÐ ÞITT!
HVERNIG BÝ ÉG TIL
ADAMANTIUM?!
ÉG
VEIT ÞAÐ
EKKI, ÉG BJÓ
EKKI TIL
KLÆRNAR
„GERÐ ÞEIRRA VAR HLUTI AF
LEYNILEGRI AÐGERÐ Á VEGUM RÍKISINS”
RÍKINU ER
EFLAUST SAMA
ÞÓ ÉG....
...FÁI
ÞÆR
„LÁNAÐAR!”
NEI, Í
STAÐINN
ER ÉG AÐ
KANNA
ÁHUGAMÁL
FÓLKS
LÁTUM OKKUR
NÚ SJÁ... ÞÚ LÍTUR
ÚT FYRIR AÐ VERA
INNIPÚKI
JÁ, ÞAÐ
ER RÉTT HJÁ
ÞÉR! EN HVAÐ
MEÐ ÞIG?
ÉG ER
MEIRA FYRIR
„ÚTILÍF”
MJÁ! MJÁ! MJÁ!
MJÁ! MJÁ! MJÁ!
MJÁ! MJÁ! MJÁ!
MJÁ! MJÁ! MJÁ!
Á
ÞESSUM
VEITINGASTAÐ
GILDA
ÁKVEÐNAR
REGLUR...
Hættulegur
hundur?
Síðastliðinn fimmtu-
dagsmorgun varð ég
fyrir því að hundur
réðst á mig er ég
gekk samstiga honum
og eiganda hans á
gangstétt við Frakka-
stíg. Eigandinn baðst
afsökunar á framferði
hundsins og sagði að
hann væri ekki gefinn
fyrir að ókunnugir
væru að skipta sér af
honum, sem ég var nú
alls ekki að gera, ég
bara gekk framhjá
honum í sirka 40 cm fjarlægð.
Hundurinn stökk á mig og glefsaði í
hönd mína. Það varð mér til happs
að vera í þykkum fóðr-
uðum vettingum –
annars hefði farið
verr. Eigandanum
virtist ekkert brugðið
við atvikið svo líklega
hefur hundurinn áður
sýnt hegðun sem
þessa. Ég var heppin
að vera í þessum góðu
vettlingum. Þeir
björguðu mér, en hvað
gæti gerst næst? Það
er ljóst að eigandinn
heldur hund sem er
hættulegur umhverfi
sínu.
Elín.
Ást er…
… að njóta hins ljúfa lífs.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Geysir-Bistrómótið í
félagsvist, þriggja skipta mótaröð kl.
13.30, glæsilegur aðalvinningur.
Kristín Jónsdóttir fjallar um Völuspá
kl. 16. Vinnustofa kl. 9, útskurður/
myndlist kl. 13, félagsvist kl. 13.30.
Árskógar 4 | Handavinna/smíði/
útskurður kl. 9. Félagsvist kl. 13.30.
Myndlist kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Bútasaumur fyrir
og eftir hádegi, handavinna allan dag-
inn, leikfimi kl. 13, sögustund kl.
13.45.
Dalbraut 18-20 | Myndlist og postulín
kl. 9, leikfimi kl. 10, brids kl. 13.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8,
bænastund kl. 9.30, leikfimi kl. 11,
upplestur kl. 14.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Brids kl. 13. Kaffi/spjall kl. 13.30.
Danskennsla /námskeið. Aðalfundur
18. feb. kl. 13, munið félagsskírteinin.
Félagsheimilið Boðinn | Jóga kl. 9.
Botsía kl. 11. Handverksklúbbur kl. 13.
Félagsheimilið Gjábakki | Leiðbein. í
handav. til hádegis, botsía kl. 9.30,
gler- og postulín kl. 9.30/13, lomber
kl. 13, canasta kl. 13.15, kóræfing kl.
17, skapandi skrif kl. 20.
Félagsheimilið Gullsmára 13 |
Postulínshópur kl. 9, ganga kl. 10.
Handavinna og brids kl. 13. Félagsvist
kl. 20.30.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ
| Sýning Óla Kr. Jónssonar í Jónshúsi,
kvennaleikfimi kl. 9.15, 10, 11, vatns-
leikfimi kl. 12.10, skráning á spilakvöld
á Garðaholti 24. feb. hefst í dag.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
kl. 9. Frá hádegi er spilasalur op. Kó-
ræf. kl. 15.30.
Grensáskirkja | Aðalfundur kven-
félags Grensássóknar í safnaðarheim-
ilinu kl. 14.
Háteigskirkja - starf eldri borgara |
Félagsvist í Setrinu kl. 13.
Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, ganga
kl. 10 frá Haukahúsi, kór kl. 10.30,
glerbræðsla kl. 13, tréskurður kl. 13,
félagsvist og botsía kl. 13.30. Vatns-
leikfimi kl. 14.40.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30,
9.30 og 10.30. Opin vinnustofa kl. 9.
Brids kl. 13. Kaffisala.
Hæðargarður 31 | Fastir liðir. Á
mánudögum og þriðjudögum er m.a.
kennt að prjóna lopapeysur. Ókeypis
tölvukennsla alla mánudag kl. 13.15.
Hláturjóga alla þriðjudag kl. 13.30. Ný
dagskrá liggur frammi.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár-
anum kl. 11.30.
Korpúlfar Grafarvogi | Gönguhópur
kl. 10 í Egilshöll, sjúkraleikfimi kl.
14.30 í Eirborgum og á morgun er
sundleikfimi kl. 9.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Við
Hringborðið, spjallhópur kvenna kl.
10.30, handverks- og bókastofa kl.
11.30, prjónaklúbbur ofl. kl. 13, botsía
kl. 13.30, kaffiveitingar kl. 14.30,
söngstund kl. 15.
Vesturgata 7 | Handavinna og botsía
kl. 9, leikfimi kl. 10.30, kóræfing kl.
13, tölvukennsla kl. 12.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.30, bókband og postulín kl. 9, morg-
unstund kl. 9.30, botsía kl. 9, upp-
lestur kl. 12.30, handavinnustofan opin
eftir hádegi, spilað, stóladans kl. 13.
Íbókaskápnum rakst ég á Söng-bók stúdenta, nýja útgáfu, sem
Stúdentafélag Reykjavíkur gaf út
1934. Guðmundur Finnbogason sá
um útgáfuna, en honum til aðstoðar
var þriggja manna nefnd, sem í sátu:
Einar Ásmundsson stud. jur., Guðni
Jónsson magister og Tómas Guð-
mundsson skáld. Þar eru fjölmargar
vísur undir rímnaháttum, á íslensku
og latínu, og er hér lítið sýnishorn
(ekki endilega bestu vísurnar samt).
Fyrst er úrkast eftir Andrés
Björnsson:
Í mér glíma ástarbrími
og ölva víma;
um miðja grímu í mána skímu
margt ég ríma.
Næstur er Matthías Jochumsson
og leikur sér að orðunum með sínum
hætti:
Kom þú, blessað ljósa-ljós,
lýs þú Ísa-foldu,
allt til þess er rós við rós
rís við prís úr moldu.
Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum
orti:
Margir forðum ortu óð,
yngdu með því geðið,
þá voru kysst og föðmuð fljóð,
fengið staup og kveðið.
Ólína Andrésdóttir orti:
Vetrar löngu vökurnar
vóru öngvum þungbærar,
við ljóðasöng og sögurnar
söfnuðust föngin unaðar.
Og Herdís systir hennar:
Hvín í hnjúkum helfrosnum
hrannir rjúka á firðinum;
ligg ég sjúk í leiðindum
læt þó fjúka í kviðlingum.
Þessi braghenda eftir Sigurð
Breiðfjörð hefur fágætan og fín-
legan sjarma:
Þegar ég tók í hönd á hrund með hægu
glingri,
fannst mér, þegar eg var yngri,
eldur loga á hverjum fingri.
Bólu-Hjálmar er sjálfum sér líkur.
Það má vera tímaskekkja, en mér
finnst hann hafa haft útrásarvík-
ingana í huga:
Fari Mammon flár úr skut,
fyrr en sjór er rokinn,
annars stelur hann öllum hlut
í vertíðarlokin.
Og Jón S. Bergmann, en um hann
sagði faðir minn að lengra kæmist
hagyrðingur ekki nema hann væri
skáld:
Tíminn vinnur aldrei á
elstu kynningunum;
ellin finnur ylinn frá
æskuminningunum.
Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Gamla stúdentasöngbókin