Morgunblaðið - 14.02.2011, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.02.2011, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2011 Fyrsta kvik- myndastjarnan Florence Lawrence (1886-1938) lék í meira en 270 kvik- myndum á ferli sín- um og lifði skraut- legu einkalífi. Hér er hún á forsíðu tímarits árið 1914. Hjördís Stefánsdóttir hjordst@hi.is Í árdaga þöglu myndanna voru nöfn leikara ekki spyrt við kvikmyndir, eins og tíðkast nú til dags, með löngum nafnalistum við upphaf og/eða í lok myndar. Leikarar voru sáttir við það fyrirkomulag enda stjörnustælum ekki fyrir að fara á þeim tíma. Þeir tóku jafnvel virkan þátt í byggingu sviðsmyndar og al- mennum þrifum á tökustað ásamt öðrum til- fallandi verkum við framleiðsluna. Með tím- anum urðu kvikmyndaáhorfendur áhugasamari um leikarana sem aftur og aftur fönguðu athygli þeirra. Forvitnin stigmagn- aðist þannig að forsprakkar stóru kvikmynda- veranna sáu sig tilneydda að bregðast við. Enda kom það á daginn að aukið umtal um leikara jók miðasölu kvikmyndahúsanna. Smám saman fór frægðarsól leikara að skína og „stjörnur“ fæddust. Leikararnir á hvíta tjaldinu fóru að verða þekktir undir eig- in nöfnum fremur en gælunöfnum eða nöfnum þeirra persóna sem þeir léðu líf. Leikkonan „Litla Mary“ varð þannig að stjörnunni Mary Pickford og frægasta leikkona Biograph- kvikmyndaversins, „Biograph-stúlkan“, varð betur þekkt sem Florence Lawrence. Segja má að Florence sé fyrsta eiginlega kvik- myndastjarnan en nafn hennar er það fyrsta sem þekkt varð af almenningi, árið 1910. Nafngiftin tengist enn fremur fyrsta dæminu um stýringu á stjörnuímynd því nafnið varð þekkt fyrir tilstuðlan auglýsingabrellu. Logið til um umferðarslys Florence réð sig til starfa hjá öðru kvik- myndaveri og forsprakki þess, Carl Laemmle, kom af stað orðrómi um að hún hefði látist í sviplegu umferðarslysi í New York. Mikið fjöl- miðlafár fylgdi en í kjölfarið sendi Laemmle út fréttatilkynningu þess efnis að orðróm- urinn hefði verið lygasaga og að leikkonan væri nú að leika í nýrri kvikmynd frá IMP sem frumsýnd yrði á næstunni. Florence kom svo fram opinberlega ásamt meðleikara sínum og kynnti hina nýju mynd en slík tiltæki voru óþekkt á þessum tíma. Með þessu klóka uppátæki má segja að stjörnukerfið hafi orðið til en fljót- lega eftir þetta varð ímynd stjarna að beinni tekjulind sem halaði að jafnaði meira inn en tenging við kvikmyndagreinar hafði áður gert. Í kringum 1920 gátu fram- leiðendur jafnvel fengið banka- lán út á nafn stjörnu sem þeir höfðu á mála hjá sér. Því fóru kvikmyndaverin að ráða leik- ara á langtímasamning og þróuðu stjörnukerfið frekar, í þeim tilgangi að auglýsa og selja myndir sínar. Sérstakar myndir, svonefndir stjörnu- miðlar, voru gerðar til að hampa ímynd og hæfileikum ákveðinna vinsælla leikara. Ímynd stjörnunnar var fram- leidd í Hollywood og kvik- myndaverin breyttust í alvöld stórveldi sem teygðu stjórn- andi arma sína inn á öll svið framleiðslunnar. Hollywood stjórnaði til að mynda í hvaða myndum stjörnur léku og hvernig ferill þeirra þróaðist. Auk þess réðu stórveldin að mestu leyti, vegna tengsla sinna við fjölmiðla, hvað birtist í dagblöðum, hver tók viðtal við stjörnuna og síðar hvaða mynd- brot sjónvarpið sýndi. Herskari ímyndarsmiða Stjörnukerfið er enn í blóma þó að einveldi kvikmyndaver- anna hafi að mestu verið aflétt. Í Hollywood samtímans eru stjörnurnar ekki bundnar á klafa eins iðn- risa. Þær hafa enn fremur heilan her- skara af umboðsmönnum, „stjörnuímyndarsmiðum“ og markaðs- fræðingum á útopnu við að upphefja hróður stjarnanna og koma af stað slúðri. Þessi skari lekur í fjölmiðla vænlegri blöndu af lygum og sönnum staðreyndum úr lífi stjarnanna til þess að stjörnuímyndir þeirra leiftri. Með slík- um og öðrum bellibrögðum skapa þeir og við- halda frægð stjarna og stýra um leið áliti al- mennings á þeim. Stjörnuímynd Marilyn Monroe var til dæmis haganlega úr garði gerð enda lifir hún enn góðu lífi. Nýjasta kvikmynd hinnamargrómuðu Coen-bræðra, True Grit, ervestri í anda Johns Fords og því sterklega lituð af hugmyndum amerískra landnema um siðferði og réttlæti. Myndin er önnur aðlögun á samnefndri skáld- sögu frá 1968 en fyrri myndin skartaði John Wayne í aðal- hlutverki. Líkt og í No Country for Old Men hafa hinir samhentu Co- en-bræður náð að vera lygilega trúir skáldsögunni en á sama tíma hafa þeir sett sitt einkennandi brag á efnið. Myndin er í alla staði tilkomu- mikil. Hún hefur slegið rækilega í gegn vestanhafs og er meðal ann- ars tilnefnd til tíu Óskars- verðlauna. Eiginlegur senuþjófur er þó hin mynduglega þrettán ára aðalleikkona Hailee Steinfeld. Hún leikur jafnöldru sína Mattie Ross, þrákelkna og skarpa stúlku sem ræður harðsnúinn hausaveiðara, Rooster Cogburn (Jeff Bridges), til að hafa upp á óþokkanum (Josh Brolin) sem rændi og myrti föður hennar. Í för með þeim slæst svo laganna vörður frá Texas (Matt Damon). Ferðalangarnir þrír eru ósamrýmanlegir og mynda fallvalt bandalag. Mattie er engin kveif og titill myndarinnar vísar augljóslega til hetjulundar hennar en hún er stúlkubarn og á ekki heima í félagi við drykkfelldan, viðsjárverðan og illa lyktandi Cogburn og oflæt- isfullan Texas-spjátrung. Allar persónur tala þétta en slangurlega 19. aldar amerísku af mikilli sannfæringu. Samtöl eru þó síður en svo stirð. Þau eru gletti- lega háðsk þar sem þessi formlegi talandi er í hrópandi ósamræmi við baldið og mistækt siðferði villta vestursins. Þetta sést vel í atriði framarlega í myndinni þar sem Mattie klekkir á slóttugum hrossa- kaupmanni með lipurri rökleikni, fullorðinslegri staðfestu og skot- heldu viðskiptaviti. Segja má að myndin sé örlítið sterkari framan af þegar áhorf- endur fá að kynnast Mattie og hennar einstaka persónuleika. Seinni hlutinn er meira erkitýpísk manndómsvígsla og ferð inn í auðnina og heim aftur með tilheyr- andi byssubardögum og svað- ilförum. Myndin heldur áhorf- endum hugföngnum frá upphafi til enda og er auk þess ægifögur á að líta. Búningar, litir og kvikmynda- taka giftast dásamlega. Þessir þættir njóta sín til að mynda vel í vegferð þremenninganna yfir auðn- ina. Ferðalagið er langt og strangt og því er miðlað með flottu und- irspili og ljóðrænni myndblöndun í stað beinna klippinga. Tónlist myndarinnar byggist aðallega á 19. aldar sálmum en lagt var upp með að hún væri raunamædd þannig að hún væri hvorki sefandi né uppörv- andi, án þess þó að vera þunglynd- isleg. Eins og vanalega í myndum Co- en-bræðra er valinn maður í hverju hlutverki. Aðalleikararnir skila sínu með tilþrifum en það er einnig un- un að sjá aðra minni spámenn eins og kostulegan útfararstjóra og óföngulega misindismenn sem Mattie þarf að eiga við. Jafnvel allra mestu aukapersónur eru glettilega áhugaverðar. Til dæmis bregður fyrir eftirminnilegri þrenningu ólánsmanna sem á að hengja og tveimur litlum ófor- skömmuðum indíánastrákum sem Cogburn sparkar í afturendann á. Myndin býður því upp á endurtekið áhorf og ógleymanlega skemmtun. Líklega er True Grit með að- gengilegustu myndum Coen- bræðra og hún ætti að geta höfðað til allra áhorfendahópa. Það sem meira er þá virðist henni takast að glæða vestrann á ný dýrðarljóma og hver veit nema hann gangi nú í endurnýjun lífdaga. Sambíóin og Laugarásbíó True Grit bbbbm Leikstjórn og handrit: Joel og Ethan Co- en. Aðalhlutverk: Hailee Steinfeld, Jeff Bridges, Matt Damon og Josh Brolin. 110 mín. Bandaríkin, 2010. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYNDIR Engin kveif Hin unga Mattie ætlar að hefna dauða föður síns sama hvað það kostar og lætur ekki harðsvíraða glæpamenn ógna sér. Margur er knár þótt hann sé smár Ímyndarsmiðir stjarna eiga það til að senda frá sér vafasamar myndir af skjólstæð- ingum sínum eða láta stjörnurnar sjálfar um að ögra á opinberum vettvangi. Slíkt veldur gjarnan fjölmiðlafári sem jafngildir „ókeypis“ auglýsingu. Smástirnið Taylor Momsen, sem þekktust er fyrir leik sinn í unglingaþáttunum Gossip Girl, ætlar sér augljóslega að klífa metorðastigann. Hún er mikið á milli tannanna á fólki um þessar mundir enda iðin við að hneyksla almenning. Í síðustu viku komst hún á síður slúðurblað- anna fyrir að mæta í einkar ögrandi klæðnaði á frumsýningu kvikmyndarinnar Never Say Never.  Stjörnukerfi Hollywood hefur byggst á útsjón- arsamri markaðskænsku allt frá því í árdaga Ögrandi stjörnuímyndir og fjölmiðlafár Taylor Momsen Smástirni á uppleið VAFASAMAR MYNDIR AF SKJÓLSTÆÐINGUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.