Morgunblaðið - 14.02.2011, Side 32
MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 45. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318
1. „Aftur heim“ sigraði
2. Mubarak kom þýfinu undan
3. Misnotkun kennitölu kærð
4. Uppsögn Jónasar afturkölluð
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Lagið „Aftur heim“ eftir Sigurjón
Brink og Þórunni Ernu Clausen verð-
ur framlag Íslendinga til Söngva-
keppni evrópskra sjónvarpsstöðva í
Düsseldorf í Þýskalandi í maí. Vinir
Sigurjóns heitins fluttu lagið í úr-
slitakeppni Söngvakeppni Sjónvarps-
ins á laugardagskvöld. »29
Morgunblaðið/Eggert
„Aftur heim“ verður
framlag Íslands
Áttunda hljóð-
versplata hljóm-
sveitarinnar PJ
Harvey, Let Eng-
land Shake, kem-
ur út í dag. Platan
hefur fengið mjög
góða dóma í
breskum blöðum
og mörg þeirra
lýsa henni sem meistaraverki og
bestu plötu hljómsveitarinnar til
þessa. »27
Ný plata PJ Harvey
sögð meistaraverk
Colin Firth fékk
Bafta-verðlaunin
Á þriðjudag Norðaustlæg átt, víða 8-15 m/s. Lítilsháttar él framan af degi en snjókoma
eða slydda norðan- og austantil er líður á. Frost 0 til 5 stig.
Á miðvikudag og fimmtudag Austlæg átt og víða rigning eða slydda einkum austan-
lands. Heldur hlýnandi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, 3-8 m/s og él sunnan- og vestanlands, annars víða
bjart með köflum. Hiti víðast hvar 0 til 4 stig.
VEÐUR
Valur tryggði sér sæti í úr-
slitum Eimskipsbikarkeppn-
innar í handknattleik fjórða
árið í röð þegar liðið lagði
Fram, 33:31, í framlengdum
spennuleik í gær.
Í kvöld skýrist síðan hvort
það verður Akureyri eða FH
sem mætir Val í úrslitaleik
bikarkeppninnar í Laugar-
dalshöll laugardaginn 26.
febrúar. FH-ingar sækja Ak-
ureyringa heim í Íþrótta-
höllina á Akureyri. »3
Valsmenn í úrslit
fjórða árið í röð
Enski landsliðsmaðurinn Wayne Roo-
ney stal senunni í ensku knattspyrn-
unni um helgina, þegar hann
réð úrslitum í nágranna-
slag Manchesterliðanna
með stórbrotnu marki.
Hann smellhitti tuðr-
una og hamraði hana
efst í markhornið
fyrir framan 75
þúsund áhorf-
endur í „Leikhúsi
draumanna“ á Old
Trafford. »7
Stórbrotið mark í „Leik-
húsi draumanna“
Þrátt fyrir að Helga Margrét Þor-
steinsdóttir úr Ármanni hafi þurft að
hætta við keppni á sænska meist-
aramótinu í fjölþraut um helgina
vegna lítils háttar meiðsla þá keppti
hún í kúluvarpi á mótinu. Hún gerði
sér lítið fyrir og bætti eigið Íslands-
met í kúluvarpi í flokki 21-22 ára um
15 sentimetra og rauf um leið 15
metra múrinn. »2
Helga Margrét bætti
metið í kúluvarpi
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hátíðin Kærleikar fór fram þriðja
sinni í miðbæ Reykjavíkur í gær; á
Austurvelli, við Reykjavíkurtjörn og
við Iðnó. Hátíðin var hluti af Vetrar-
hátíð í Reykjavík og markaði lok
hennar, tilgangurinn sá að fagna
kærleikanum og að fá fólk til að
veita hvað öðru hvatningu og styrk í
skammdeginu. Hugmyndasmiður og
skipuleggjandi hátíðarinnar, nú sem
fyrr, er Bergljót Arnalds og sagði
hún í samtali við Morgunblaðið að
hugmyndin að hátíðinni hefði kvikn-
að skömmu eftir efnahagshrunið
2008. Fyrsta hátíðin var haldin á
Valentínusardegi árið 2009 og sóttu
hana mörg þúsund manns, m.a. bisk-
up Íslands og allsherjargoðinn.
Kærleika-hátíðin í gær hófst á
Austurvelli, þar kom margmenni
saman, hlýddi á ljúfa tóna Lúðra-
sveitar verkalýðsins og sendi hlýjar
hugsanir og strauma út í samfélagið.
Bergljót tók við kærleikshjörtum
skornum út úr ís frá Akureyrarbæ
og afhenti fulltrúa Mosfellsbæjar
kyndil en kærleiksvika hefst þar í
bæ í dag. Þá tók söngkonan Ragn-
heiður Gröndal lagið og var lagið
vissulega viðeigandi: „Kærleikur.“
Kveikt var á kyndlum og haldið í
kærleiksgöngu um Reykjavíkur-
tjörn við ástarsöngvaleik lúðrasveit-
arinnar. Leikhópar buðu upp á ýms-
ar uppákomur og við Iðnó komu
saman kórar og tóku lagið undir
stjórn kórstjórans Jóns Stef-
ánssonar. Síðast en ekki síst tóku
gestir þátt í umfangsmiklu hóp-
knúsi, féllust í faðma og sýndu kær-
leikann í verki. Bergljót telur að Ís-
landsmet hafi verið slegið í
hópknúsi, a.m.k. hvað gæði varðar.
Hópknús við Alþingishús
Mikill mannfjöldi sótti hátíðina
Kærleikar í miðbæ Reykjavíkur
Kærleiksljós Bergljót Arnalds afhendir Bryndísi Haraldsdóttur, fulltrúa Mosfellsbæjar, kyndil á Austurvelli en kærleiksvika hefst í Mosfellsbæ í dag.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Knúsað Hátíðargestir létu ekki segja sér það tvisvar að fallast í faðma í um-
fangsmiklu hópknúsi á Austurvelli í gær. Kærleikurinn alltumlykjandi.
Leikarinn Colin Firth hreppti Bafta-
verðlaunin í Bretlandi í gærkvöldi fyr-
ir leik í aðalhlutverki í myndinni The
King’s Speech. Helena Bonham Car-
ter og Geoffrey Rush
fengu einnig verðlaun
fyrir leik í auka-
hlutverkum í sömu
mynd. Hún var
einnig valin besta
kvikmyndin og fékk
alls sjö Bafta-
verðlaun, að
sögn BBC.