Póstmannablaðið - 01.08.1962, Side 3

Póstmannablaðið - 01.08.1962, Side 3
Avarp ritnefndar Þegar Póstmannablaðið hefur göngu sína á ný, er vert að minna á, að fram- undan er mikil barátta í launa- og hags- munamálum stéttarinnar, barátta, sem verður að leiða til sigurs. Með lögunum um samningsrétt frá síðasta Alþingi, er lagður grunnur að jafnrétti opinberra starfsmanna við aðrar launastéttir í land- inu. Á yfirstandandi ári hafa sumir starfs- hópar innan samtaka B.S.R.B. fengið nokkrar kauphækkanir. P.F.I. mun nú á komandi hausti fyrst og fremst krefjast þess að fá sams konar bætur, áður en gengið verður að samningsborði um nýja kjarasamninga. Póstmannablaðið hefur göngu sina í þriðja sinn, fyrst og fremst til þess að berjast fyrir bættum hag póst- manna. Þegar ný launalög eða kjara- samningar koma til framkvæmda á þessu eða næsta ári, eins og vonir standa til, mun Póstmannablaðið hiklaust gagnrýna þau atriði, sem verða ranglát eða brjóta á einhvern hátt í bág við það, sem á að vera og verða mun. Póstmannablaðið kom fyrst út árin 1932—1934 og aftur árin 1941—44. Hefst því með þessu blaði 8. árgangur. Vonir standa til, að ekki verði framar lát á út- komu blaðsins, enda er póstmannastéttin orðin svo fjölmenn, að vandalaust ætti að vera að halda úti blaði. Póststofnunin er ein elzta stofnun landsins. Með setningu póstlaganna 13. maí 1776, hefst raun- verulega ferill hennar. I kjölfar aukinna póstviðskipta, jafnt innan lands og víð útlönd, færðist ísland smátt og smátt úr álagahamnum, sem spennt hafði land og þjóð illum dróma um aldir. Póstþjónustan varð einn styrkasti hlekkurinn í frelsis- baráttu þjóðarinnar á síðustu öld. Eftir að reglulegar póstferðir hófust til lands- ins, fengu Islendingar tækifæri til að fylgjast með nýjungum og framförum í öðrum löndum af fréttum í blöðum og tímaritum. Það færði þjóðinni aukið víð- sýni og veitti henni smátt og smátt efld- an kjark. Póstmannastéttin er í raun réttri ein elzta stétt opinberra starfsmanna á íslandi, og þess ber Alþingi og öðrum að minnast, þegar ákveðin eru laun og kjör stéttarinnar. Gert er ráð fyrir, að Póstmannablaðið komi út tvisvar á þessu ári, síðara blaðið mun væntanlega koma út í haust. Póstmannablaðið væntir þess, að póst- menn hvarvetna á landinu sendi blaðinu efni, fréttir og myndir. Einnig mun blað- ið leita til manna úti á landi um upplýs- ingar. Vonir eru til, að menn bregðist vel við öllum málaleitunum, og geri allt, sem í þeirra valdi stendur, til að gera veg blaðsins sem beztan. 1 trú á góðan málstað póstmannastétt- arinnar og mikla sigra í hagsmunamál- um hennar á komandi árum, hefjum við að nýju útgáfu Póstmannablaðsins. Ritnefndin. PÓSTMANNABLAÐIÐ 3

x

Póstmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.