Póstmannablaðið - 01.08.1962, Síða 5

Póstmannablaðið - 01.08.1962, Síða 5
Matthías Guðmundsson Fallið merki reist að nýju Það er nú orðið æði langt síðan að menn innan póstmannastéttarinnar létu sér til hugar koma, að æskilegt væri að Póst- mannafélag Islands hefði yfir að ráða sínu eigin málgagni. Slik hugdetta er í sjálfu sér ekkert sérstaklega einkennandi fyrir póstmenn, — það hafa flestir áhugamenn í félagsmálum gengið með sams konar áhugamál í kollinum. Nokkrar tilraunir hafa póstmenn gert til að framkvæma þetta áhugamál, oftast með góðum árangri, að undanskildu því atriði að tryggja fjárhagsgrundvöll áfram- haldandi blaðaútgáfu. Hefur því verið heldur stutt í þessari útgáfu hverju sinni, sem og máske eðlilegt er, þegar miðað er við stærð stéttarinnar. Þá má og telja það sem ástæðu fyrir þessu, að póstmenn vinna skyldustörf sín flesta daga ársins og auka- störf á kvöldin og um helgar, sumir hverj- ir, til að geta framfleytt sér og sínum sómasamlega. Hygg ég, að flestar stéttir þekki þetta, þótt þær hafi ekki enn borið gæfu til raunhæfs samstarfs að því marki að sjá þessum málum þannig fyrir komið, að viðunandi geti talizt. Síðasta Póstmannablaðið, sem út kom fyrir 18 árum, var helgað 25 ára afmæli P.F.l. Það féll í minn hlut að sjá um út- gáfu þess, svo ég veit að nokkru, hvað í er ráðizt nú, með endurvakningu blaðsins. Verkefni Póstmannablaðsiris eru næg og geta verið með ýmsu móti. Síður þess eiga að vera vettvangur fyrir hugðarefni stéttarinnar í hagsmuna- og menningar- legu tilliti, ef svo mætti segja. Blöð ýmsra félagssamtaka hafa þó sér- Matthías GuSmundsson póstmeistari staklega átt drjúgan skerf í því að bjarga frá gleymsku ýmsu, sem á dagana hefur drifið, en hefði ella verið óskráð. Minnist ég þess nú sérstaklega, í sambandi við út- gáfu síðasta tölublaðs Póstmannablaðsins, hve vel þeir póstfulltrúarnir Kristján Sig- urðsson og Einar Hróbjartsson brugðust við þeirri málaleitan, að láta eitthvað frá sér fara. Kristján ritaði þar 25 ára sögu P.F.I., en Einar skráði merkilegar minn- ingar. Báðir unnu þeir verk sín með ágæt- um, enda er hér um valinkunna menn að ræða, sem stýra góðum penna. Ekki leikur vafi á því, að innan stéttar- innar eru margir, sem geta tekið sér penna í hönd í óbundnu máli og einnig í bundriu, og þar með stutt að baki þeirra póstmanna, sem nú að nýju ætla að hefja fallið merki með Sveini Bjömssyni deildarstjóra, fyrr- um ritstjóra Póstmannablaðsins, en hann hefur drýgstur verið stétt sinni í þessum efnum hingað til. PÓSTMANNABLAÐIÐ 5

x

Póstmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.