Póstmannablaðið - 01.09.1985, Qupperneq 5
Á fimmtudagsmorgni var svo lagt í
hann suður. Kaffisopi í Bakkaseli. Á
Öxnadalsheiði voru vegavinnumenn
komnir að Dagdvelju að athuga um
aðstæður og sögðust verða búnir að
laga þar eitthvað, þegar ég kæmi
norður í næstu ferð, en um Grjótá
gætu þeir ekkert sagt.
Heilsað var uppá Jóhannes á Silfra-
stöðum og spurt hvort hann ætti
nokkurn póst suður. Borðað á Víði-
völlum, svo að Miklabæ. Séra Lárus
var stundum nokkuð seinn fyrir með
póstinn, en ég hafði uppá vasann bréf
frá Sigurði Briem, þar sem sagt var að
póstur yrði að vera tilbúinn, þegar
póstbíllinn kæmi. Þessu bréfi hampaði
ég óspart framaní póstmenn, ef þeir
voru ekki á stundinni til með póstinn.
í Varmahlíð lofaði ég fólki, sem
með mér var að ráða hvort það beið
þar eða kom með mér til Sauðár-
króks.
Um Vatnsskarð var svo farið að
Bólstaðarhlíð og ofan Langadal um
Holtastaði að Blönduósi og þar
drukkið kaffi. Sömu viðkomustaðir
og á norðurleiðinni Stóra-Gilja,
Sveinsstaðir, Lækjamót, Hvamms-
tangi og Melstaður síðan að Reykja-
skóla og gist þar.
Morguninn eftir var viðkoma á
Stað í Hrútafirði, síðasti póstvið-
komustaður norðan heiðar. Miðdeg-
isverður var borðaður í Svignaskarði
á réttum tíma og eftirmiðdagskaffi í
Ferstiklu. Síðasti áfanginn var eftir og
Bláskeggsá næsti farartálmi var ekki
lengur til vandræða. Þar voru smiðir
að breikka brúna með trjám eða
plönkum, það var ágætt, dugði meðan
þessi brú var farin. Eins var það með
Fossá, búið að sprengja út úr klettin-
um, svo nú voru ekki mikil vandræði
að komast þar yfir.
Það má segja að þessari póstferð á
bíl milli Reykjavíkur og Akureyrar
væri farsællega lokið og, að því að
mér finnst, gengið vonum framar.
II. FRAMHALD PÓST-
FERÐA — STEINDÓR
TEKUR VIÐ
Nú kom til minna kasta að skipu-
leggja póstferðirnar fyrir sumarið
sem best, ákveða matar-, kaffi- og
gististaði og margt fleira.
Það var ætlun mín að taka ekki við
fleiri sætum, en þeim, sem póstbíllinn
tæki, sem sagt 10 sætum, áleit að það
yrði farsælla að vera ekki með neina
samkeppni við einstaklinga, en þó svo
að bíllinn bæri sig vel.
Ég var ángæður með hvað mér
Brúin gafsig undan þunga bifreidarinnar.
gekk vel með þessar póstferðir fram
yfir mitt sumar, bíllinn um það bil
búinn að borga sig upp í júlílok. Þá
kom það eins og reiðarslag að Sigurð-
ur Briem seldi bílinn og í rauninni mig
líka — máski er það síðasta mansal
á íslandi — Briem sagði mér að hann
væri búinn að selja Steindóri Einars-
syni bílinn með því skilyrði, að hann
annaðist póstflutninga til haustsins og
ég yrði með bílinn, kaupið mitt yrði
50 krónum hærra en ég hefði nú.
Sigurður Briem sagði það ekki sína
skoðun að ríkið ætti að keppa við
einstaklinga um fólksflutninga út um
landið, væri því best að hætta því nú
þegar.
Ég varð ákaflega leiður og reiður,
en hér varð engu um þokað. Ég sagði
Briem að ég væri ráðinn hjá póstinum.
en ekki hjá Steindóri og þessar 50
krónur á mánuði í tvo mánuði væru
mér lítils virði. Ég yrði þar ekki nema
til septemberloka. Það er ekki ætlun
mín að ræða hér um þau leiðinlegu
skipti, að hverfa frá því frjálsræði,
sem ég raunverulega hafði haft undir
yfirstjórn Sigurðar Briem, og mér
hafði líkað mjög vel, allt fram að
þessu, en koma nú í þjónustu Stein-
dórs, sem mér fannst hálfgerðar
þrælabúðir. Þar var maður ekki
beðinn, aðeins skipað. Þessa tvo mán-
uði, sem eftir voru, ágúst og septem-
ber, var ekki neitað sætum, þótt fleiri
yrðu en þau, sem póstbíllinn gat
tekið. Voru þá bara fleiri bílar sendir
með norður, svo langt, sem þurfti, en
á suðurleið komu svo bílar á móti, svo
langt, sem þá var yfirfullt hjá mér.
Greinarhöfundur við bifreið sína
PÓSTMANNABLAÐIÐ 5