Póstmannablaðið - 01.09.1985, Page 9

Póstmannablaðið - 01.09.1985, Page 9
A skrifstofu PFÍ að leita fregna. Frá vinstri. Guðný Aradóttir, tölvari Póstgíróstofunni, Sigríður Hansdóttir, fulltrúi R-I og Lea Þórarinsdóttir, flokksstjóri R-4. að leggja þurfi áherslu á atriði eins og þessi: Verkfallið var hafið á fullkom- lega löglegan hátt, enda í upphafi ekki véfengt af neinum. Fyrstu mót- leikir viðsemjandans, fjármálaráð- herrans: að brjóta lög og hefðir um greiðslu launa til BSRB félaga. Og svo var asinn mikill að einnig þeir, sem lögum samkv. voru skyldugir að vinna, voru sviptir launum fyrst í stað. Síðan fylgdu á eftir hótanir og til- skipanir, og eru bréfin úr fjármála- ráðuneytinu þar augljósasti vitnis- burðurinn. Þá er lærdómsríkt að skoða hvernig ráðherrar og ráðuneytisstjórar beittu áhrifum og valdi til að gera skýr og ótvíræð lagaákvæði marklaus, og væri það talið lagabrot ef aðrir gerðu slíkt. Þarna á ég við alveg sérstaklega lög um tollgæslu og lög um fiskmat, sem hvorutveggja voru gerð gildislaus þessa októberdaga. Misbeiting kjara- deilunefndar er áhersluatriði, sem ekki má gleyma. GAGNSÓKN ANDSTÖÐUAFLANNA Gagnsókn andstöðuaflanna birtist í mörgum myndum: Virk og ofbeldis- leg aðför að verkfallsvörslu á ýmsum stöðum sýndi, að grunnt er á fasistisk- um tilhneigingum hjá valdamönnum í stofnunum og fyrirtækjum. Meðvituð þátttaka og yfirlýst samstaða ein- stakra ráðherra í ríkisstjórn við ólög- legan rekstur útvarpsstöðva, sem beint var gegn verkfalli BSRB, hlýtur að flokkast undir samábyrgð um lögbrot, og fleiri orð og gerðir sömu ráðherra sýndu hug þeirra ótvírætt. Og nú síðast eru eftirmál þessa, málsókn ríkissaksóknara á hendur starfsmönn- um útvarps og sjónvarps bendluð saman við mál á hendur þeim, sem stóðu að rekstri ólöglegu útvarps- stöðvanna. Einn þátt í þessari gagnsókn verður að telja ræðuhöld á sjálfu Alþingi, og þá sérstaklega ræður fjármálaráð- herra þar sem hann reyndi að ófrægja eina starfsstétt opinberra starfsmanna á mjög óviðurkvæmilegan hátt. Það, að vopnin snerust í höndum hans vegna vanþekkingar og klaufa- skapar, sýnir eins og margt fleira, að vígfimi skortir, offors og frekja studd vitund um vald réði mestu um gagn- sóknaraðgerðir. Þar beindist allt að því að niðurlægja launafólkið í bar- áttu þess, brjóta niður samstöðu og sjálfstraust, eyðileggja sjálfsvirðingu og stolt, eyðileggja traust á samtökum þess og forystumönnum. Sem betur fór báru þessar gagn- sóknaraðgerðir ekki árangur nema þá á þann veg að samstaðan etldist, forystumenn nutu verðskuldaðs vax- andi trausts og aukinnar samúðar gætti. Og óhætt mun að fullyrða, að í heild mætti verkfallsvarsla velviljaðs skilnings, þótt meira bæri á þeim tiltölulega fáu, sem með ofbeldi og fautaskap reyndu að hindra löglega vörslu. AÐ YINNA UPP TAPIÐ Ýmsir segja: Það tekur langan tíma að vinna upp tapið í verkfallinu, launafrádrátt og skerðingu umsamdra kjarabóta. Það er rétt. Verkfall er það neyðarvopn, sem síðast er gripið til, og beiting þess veldur ávallt þjóð- hagslegu tapi. Þetta vita allir. En verkalýðshreyfingin er ekki ein um að stofna til verkfalls, það gerir hinn aðilinn Iíka. Þegar ekki semst og hvorugur aðili slakar til, þá grípur vinnuseljandi oftast til þess að hætta sölu vinnuaflsins undir kostnaðar- verði. Rétt eins og kaupmaður, sem ekki vill selja varning með tapi, undir innkaupsverði. Svo einfalt er nú það. Á hitt ber að líta, að fyrirhuguð, áframhaldandi kjaraskerðing áseinni- hluta árs ’84 og áfram ’85 hefði fært Verkfallsstaðan rœdd á skrifstofu PFÍ. Frá vinstri: Kristín Guðmundsdóttir, bréfberi, Selfossi, Þuríður Kristjánsdóttir, bréfberi, Selfossi, Helga Lára Jónsdóttir, flokksstjóri, R-l, Þorgeir Inevason, útibússtjóri. formaður PFÍ, Sigríður Hansdóttir, fulltrúi, R-l, með Ragnheiði Sigmarsdóttur í fanginu. Lea Þórarinsdóttir, flokksstjóri R-4 og Gunnlaugur Guðmundsson yfirdeildarstjóri Frímerkjasölunni. PÓSTMANNABLAÐIÐ 9

x

Póstmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.