Póstmannablaðið - 01.09.1985, Side 12
Póstmiðstöðin
— spjallað við starfsmenn
Það mun ekki ofsagt, að bygging
nýju póstmiðstöðvarinnar við Múla í
Reykjavík, hafi verið merkur og lang-
þráður áfangi í sögu íslenskrar póst-
þjónustu. Þar sameinast undir einu
þaki þeir meginþættir póstþjónust-
unnar, sem á undanförnum árum
höfðu tvístrast víðs vegar um borgina,
vegna þrengsla og skorts á hentugu
húsnæði.
Að vonum höfðu hin nýju húsa-
kynni ýmsar skipulagsbreytingar í för
með sér. Póstmiðstöðin var gerð að
sérstakri rekstrareiningu innan Póst-
stofunnar í Reykjavík, Póstrékstrar-
deild II, sem síðan skiptist í þrjár
megindeildir: bréfadeild, böggladeild
og flutningadeild.
Þá er einnig starfrækt í sama húsi
nýtt póstútibú R-8.
Er póstmiðstöðin var formlega opn-
uð við hátíðlega athöfn þ. 29. maí á
árinu sem leið, að viðstöddum starfs-
mönnum og gestum, fórust Jóni
Skúlasyni, póst- og símamálastjóra,
meðal annars orð á þessa leið í ávarpi
sínu: „Bygginganefnd hefur frá upp-
hafi lagt höfuðáherslu á, að húsnæði
póstmiðstöðvarinnar hentaði þeirri
sérstöku póststarfsemi sem fer fram
hér og nú, svo og að allir vinnustaðir
uppfylli ströngustu nútímakröfur um
hollan aðbúnað starfsfólksins.
Og ég fæ ekki betur séð en hér sé
allt tekið með, sem máli skiptir,
notadrjúgt, einfalt og hóflegt. Verkin
bera þess vott að hér hafa starfað
valinkunnir sérfræðingar og iðnaðar-
menn“.
í ljósi þessara orða og með tilliti til
þess að nú ætti að vera komin nokkur
reynsla á hin nýju húsakynni þótti
ekki úr vegi að spjalla við nokkra
starfsmenn og mna þá eftir því
hvernig þeim líkaði við hinn nýja
vinnustað.
„Horfi á uppáhaldsfjallið út um gluggann“
„Ég er afar ánægður með nýju
aðstöðuna og held að svo sé um
flesta“, segir Kristján Hafliðason,
yfirdeildarstjóri bréfadeildar. „Við-
brigðin eru mikil, ekki eingöngu hvað
varðar húsnæðið, heldur einnig vinnu-
brögðin. Nú er allt flokkað eftir
póstnúmerum og ég held að það hefði
aldrei gengið jafn vel og raunin varð,
að vinna upp stöðvunina í verkföllun-
um í haust eftir gamla kerfinu, enda
fannst mér desembermánuður líða
nokkuð átakalaust í ár.
„Sumir sjá eftir gamla húsinu“,
segir Kristján, en hann var yfirdeild-
arstjóri á bögglapóststofunni í Hafn-
arhvoli í 16 ár. „En ég er guðs lifandi
feginn að vera kominn hingað. Það
var ekki orðið vinnandi niðri í Hafnar-
hvoli fyrir þrengslum og hvað mína
Kristján Haflidason, yfirdeildarstjóri bréfa-
deildar.
12 PÓSTMANNABLAÐIÐ