Póstmannablaðið - 01.09.1985, Qupperneq 14
Þorsteinn Kristjánsson:
Þorsteinn Krístjánsson, fulltrúi í flutninga-
deild.
„Hér er hringrásin ólíkt hraðari“
„Það var nú ósköp heimilislegt hjá
okkur þarna á Umferðarmiðstöðinni,
við vorum fá og góður kunningsskap-
ur með okkur“, sagði Þorsteinn Krist-
jánsson, fulltrúi í flutningadeild. En
það er ný deild, eins og hinar tvær í
nýju póstmiðstöðinni, og var áður
þjónað frá þremur stöðum: aðalpóst-
húsinu, bögglapóststofunni og frá
Umferðarmiðstöðinni, þar sem Þor-
steinn starfaði.
„Ég hef verið í póstþjónustunni í 17
ár, þó að það stæði nú ekki til í
upphafi að dvölin yrði þetta löng. Ég
var í sérleyfisakstri, sem lítið var að
gera við á veturna og póstvinnan átti
að vera vetrarvinna. Svo byrjaði ég í
blaðadeildinni í Umferðarmiðstöð-
inni og var þar þangað til ég flutti í
nýja húsið 1. júní í sumar sem leið.
Mér líkar breytingin vel, þó vissulega
kynnist maður færra fólki náið í
margmenninu. Tengslin við alla
hringrásina á póstinum eru hins vegar
nánari og maður gerir sér betur grein
fyrir öllum þáttum starfseminnar.
Hún er ólíkt hraðari hér, hringrásin.
Öll vinnuaðstaða er auðvitað allt
önnur og það sem að mér snýr á því
sviði, er fyrst og fremst tölvuvæðing
flutningadeildarinnar. Aður höfðum
við ekki annað í höndunum en
skrifaðar áætlanir frá Flugleiðum, svo
ég nefni dæmi, en eftir að tölvan kom
til sögunnar fáum við allar breytingar
á tímaáætlunum frá Flugleiðum um
leið og þær eru gerðar.
Það var svo þröngt um starfsemina
á Umferðarmiðstöðinni, að ég undr-
aðist oft að við skyldum hafa undan,
sérstaklega um jól og aðra annatíma“,
segir Þorsteinn en kveðst þó ekki
muna eftir neinum sérstökum ævin-
týrum úr starfinu. „Það er bara að
vera snöggur við þetta, sýna árvekni
og stundum útsjónarsemi, þegar ein
flutningsleið bregst og ríður á að finna
aðra í hennar stað.
Ég kann vel við þennan nýja stað.
Það eru ýmis smáatriði, sem eiga eftir
að slípast til með tímanum og í fyrstu
var viss streita í loftinu, eins og alltaf
þegar eitthvað nýtt er að gerast. En
nú er allt komið undir sama hatt og
það sparar óhemju mikinn tíma“.
Starfsmenn bréfadeildar.
NÝR
PÓSTMEISTARI
Björn Björnsson tók við starfi póst-
meistara í Reykjavík 1. febrúar 1984.
Hann er 56 ára að aldri og á að baki
hátt í 40 ára starfsferil hjá Póststof-
unni í Reykjavík. Björn hefur gegnt
fjölda trúnaðarstarfa fyrir stofnun
sína og séttarfélag. Síðustu tuttugu
árin sem póstútibússtjóri. Hann var
formaður Póstmannafélags Islands
tvisvar sinnum í tæp 10 ár eða lengur
en nokkur annar frá stofnun félagsins.
Póstmannablaðið óskar Birni farsæld-
ar í vandasömu starfi.
14 PÓSTMANNABLAÐIÐ