Póstmannablaðið - 01.09.1985, Side 15
Póstnemar taka við prófskírteinum úr hendi skólastjóra í febrúar sl. Lengst til vinstri situr Jón A. Skúlason, póst- og símamálastjóri og til
hœgri Kristbjörg Halldórsdóttir, yfirkennari.
Jón Ármann Jakobsson, skólastjóri Póst- og símaskólans:
Ávarpvið afhendingu prófskírteina 7. desember 1984.
Póst-
Góðir samstarfsmenn!
í dag erum við komin hér saman til
að vera við afhendingu prófskírteina
til þeirra, sem hafa lokið prófi eftir
nám á einhverri af þeim námsleiðum,
sem hægt er að stunda við Póst- og
símaskólann. Vegna þess að hinum
ýmsu námsleiðum og námskeiðum
við skólann lýkur ekki á sama tíma á
skólaárinu, hefur sú leið verið valin
að afhenda öllum í einu prófskírteini
er ljúka lokaprófi næsta ári á undan.
Er þetta nú orðinn árlegur viðburður
hjá skólanum um þetta leyti árs.
Á síðastliðnum vetri hætti fulltrúi
Póstmannafélagsins Pétur Eggertsson
í nefndinni að eigin ósk. í hans stað
var Kristín Jenny Jakobsdóttir skipuð
í nefndina. í september síðastliðnum
lést framkvæmdastjóri Tæknideildar,
Sigurður Þorkelsson, en hann hafði
verið í nefndinni frá upphafi. í hans
stað hefur eftirmaður hans Ólafur
Tómasson verið skipaður, vil ég bjóða
þessa tvo nýju nefndarmenn vel-
komna til starfa í skólanefndinni.
og símaskólinn
Jón Ármann Jakobsson.
NAMSLEIÐIR FYRIR
SKRIFSTOFUMENN OG
TALSÍMAVERÐI
Á síaðsta skólaári var hafið nám í
tveimur nýjum námsleiðum, fyrir
skrifstofumenn og talsímaverði. Voru
þessi fyrstu námskeið ætluð þeim
starfsmönnum er höfðu langan starfs-
aldur. Pess vegna eru þau dregin
saman, stytt og standa yfir í níu til tíu
vikur.
Á þessu skólaári munu allir er hafa
tilskilinn rétt og möguleika til að
stunda nám í þessu stytta formi að
hafa lokið námi, þannig að á næsta ári
verður byrjað með fulla námsskrá á
þessum námskeiðum, sem tekur þá
allt upp í tvö ár, en það fer eftir
starfsaldri og prófum, er viðkomandi
nemandi hefur.
Nú eru alls sjö námsleiðir við
skólann, auk þessara tveggja fyrr-
PÓSTMANNABLAÐIÐ 15