Póstmannablaðið - 01.09.1985, Qupperneq 17

Póstmannablaðið - 01.09.1985, Qupperneq 17
Jón Pálsson póstfulltrúi F. 28. september 1914 D. 29. júní 1985 / minningargrein um Jón skrifaði sam- starfsmaður hans, Dýrmundur Olafsson póstfulltrúi, m.a.: Jón stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti í tvo vetur og síðan einn vetur á Hvanneyri. Haustið 1937 fór hann út til Noregs til að kynna sér loðdýrarœkt og dvaldi hann þar í 2 ár. Hann dáði mjög sveitamenningu Norðmanna, sérstaklega trjárœktina, og mun áhugi hans á skógrækl þá hafa vaknað fyrir alvöru. Þó Jón vœri fyrst og fremst sveitabarn í húð og hár þá höguðtt forlögin því svo til að hann settist að í höfuðborginni. Arið 1946 gerðist hann starfsmaður í Pósthúsinu í Reykjavík og vann þar meðan kraftar hans entust, lengst af sem fulltrúi. Hann var þar sem annars staðar hinn árvaki og trausti starfsmaður og eigum við starfsfélagar hans um hann góðar minningar. Jón var gœfumaður í sínu einkalífi og eignaðist ágœta konu, sem bjó honum gott heimili. Hún heitir Sigurlaug Sigurðardóttir ættuð frá Vigdísarstöðum í Vestur-Húna- vatnssýslu.“ Björn Benediktsson yfirpóstafgreiðslumaður F. 30. júlí 1920 D. 5. desember 1983 Björn starfaði árum saman á Póststof- unni í Reykjavík, síðast sem yfirpóstaf- greiðstumaður þar. Valgarður L. Jónsson skrifaði eftirmœli um Björn og þar segir: „Ungur mun hann hafa ðstoðað föður sinn í erfiðum póstferðum, einnig farið ferðir einn fyrir föður sinn, þegar með þurfti. Að bústörfum hefur hann einnig mátt vinna, annað þekktist ekki. Þegar fjölskyldan er sest að á Djúpuvík verður breyting á störfum, þar iðar allt líf af vinnu á upp- gangstíma góðu síldaráranna. Það var blómlegt þorp Djúpavík á þeim árum. Þar fékk hver heil hönd starf að vinna. Björn gerist þar starfsmaður og verður aðnjótandi góðærisins, sem síldin skapaði á þeim gömlu góðu árum. En silfur hafsins er hverfult, sem önnur jarðargæði, nú er Djúpavtk döpur eyðimörk. Þegar þessi fjölskylda flytur á Djúpuvík verður Bene- dikt póst- og símstjóri á staðnum. Sttmarið 1943 ræður hann til sín á símann unga góða stúlku frá Utibleiksstöðum í Húnavatns- sýslu, Guðrún Þorvaldsdóttir heitir hi'tn. Þau Björnfelldu hugi saman oggengu íþað heilaga, þegar kynnin gáfu tilefni til. Þau flytja svo að norðan til Reykjavíkur árið 1947. Þau fengu bæði starf í Reykjavík við sitt hæfi, hún á Landsíma íslands og hann á Pósthúsinu í Reykjavík. Þar hafa þau unnið samfleytt síðan. Að vísu var hann hættur og kominn á eftirlaun, en hún vinnur enn á símanum. Fyrstu árin bar Björn póst út um bœ, en síðustu 20 árin mun hann hafa verið yfirpóstafgreiðslu- maður. “ Halldór Runólfsson póstafgreiðslumaður F. 21. nóvember 1897 D. 9. júní 1984 Halldór Runólfsson starfaði í fleiri ár á Póststofunni í Reykjavík. Runólfur Jóns- son segir svo um Halldór í minningargrein um hann: „Halldór stundaði nám í Sam- vinnuskólanum í Reykjavík 1918-1920. Árið 1924 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Katrínu Valdimarsdóttur frá Bakka í Bakkafirði. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau á Bakka og síðan í Höfn, þar sem Halldór var afgreiðslumaðurpósts og síma. Jafnframt því starfi hafði hann búskap með höndum þó aldrei vœri um stórbú að rœða. Á sumrin skutu þau hjón œði oft skjólshúsi yfir Færeyinga, sem stunduðu smábátaút- gerð á Bakkafirði í áraraðir. Frá þessum árum kunni Dóri margar kímnar sögur, enda var maðurinn fundvís á gamansemina og kunni vel að meta græskulaust gaman. Haustið 1947 fluttu þau hjón til Reykja- víkur, fyrst í húsið Garð við Reykjavíkur- veg í Skerjafirði, síðan að Kleppsvegi 46. Halldór starfaði áfram hjá pósti og síma eftir að þau fluttu suður og vann á póststof- unni í Pósthússtrœti t Reykjavík eins lengi og hann mátti vegna aldurs. “ Kristbjörg Halldórsdóttir, yfirkennari Póst- og símaskólans er dóttir Halldórs. Einar Bjarni Júlíusson póstfulltrúi í Hafnarfirði F. 21. júlí 1933 D. 23. nóvember 1983 Magnús Eyjólfsson fyrrverandi stöðvar- stjóri í Hafnarfirði skrifaði eftirmæli um Einar Bjarna ogþarsegir: „Meðþvíað Ein- ar vargóðum námsgáfum gœddur hóf hann nám í Verzlunarskóla Islands og lauk þaðan fullnaðarprófi. Að loknu námi vann Einar á skrifstofu Tollstjórans í Reykjavík, um fimm ára skeið, en árið 1963 hófhann starfhjá Pósti og síma í Hafnarfirði. Þar vann hann fram undir mitt ár 1964, en á árunum 1965 til 1971 vann hann að meslu hjá iðnaðarfyrir- tæki, en hjá Pósti og síma í ígripum og afleysingum. Einar hóf aftur fast starf hjá Pósti og síma í Hafnarfirði árið 1972 og vann þar síðan allt til dánardægurs. “ Eggert Páll Jóhannesson bréfberi F. 4. apríl 1912 D. 3. desember 1983 Eggert Páll var bréfberi í Reykjavík í mörg ár. Fyrst starfaði hann á R-l, en síðan á R-5 þar til hann lét af starfi vegna veikinda. Samstarfsfólk Eggerts á R-5 minnist Eggerts sem raungóðs félaga og hins mesta Ijúfmennis, þótt nokkuð gœti hann þótt hrjúfur í viðmóti við fyrstu kynni. Tengdadóttir Eggerts segir svo í eftirmœl- um um hann: „Stundaði Itann ýmsa vinnu, var lengst á sjó. Síðustu árin starfaði hann sem póstmaður í Reykjavík. Hann lét afþví starfi fyrir tveirn árum sökum veikinda. Eggert var góðum gáfum gæddur, en hann gat ekki notið nema takmarkaðrar skóla- göngu, sem stafaði af fjárskorti, þar sem foreldrar hans urðufyrir miklu fjárhagslegu áfalli sökum Kötlugossins 1918.“ PÓSTMANNABLAÐIÐ 17

x

Póstmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.