Póstmannablaðið - 01.09.1985, Síða 19

Póstmannablaðið - 01.09.1985, Síða 19
tímasetja nákvæmlega einhvern vendipunkt á hraða mannlífs og þró- unar í landinu þá var heimsstyrjöldin síðari og þær breytingar sem af henni leiddu sjálfsagt sá einn atburður sög- unnar sem hvað mest áhrif hafði. íslendingar höfðu reyndar löngu fyrr tekið samgöngumálin í sínar hendur; Landssími Islands var stofn- aður 1906 og sama ár var sæsíma- sambandi við útlönd komið á laggirn- ar. Eimskipafélag íslands var stofnað árið 1914, Flugfélag íslands var stofn- að árið 1919 og fyrstu millilandaflug- vélina eignuðust íslendingar árið 1947. Því er þetta nefnt hér, að framþró- un í samgöngum við útlönd alltaf síðan, var og er ásamt aukinni al- mennri velmegun undirstaða framþró- unar á flestum sviðum, sér í lagi á sviði tækniframfara, sem oftar en ekki eru sóttar til hinna háþróuðu iðnríkja. Hin rúmlega 207 ára gamla póst- þjónusta á íslandi hefur ekki síður en aðrir notið góðs af bættum samgöng- um í lofti, á sjó og landi, og í kjölfar þess þjóðfélagið allt notið góðs af bættri póstþjónustu. Ennþá má þó með nokkrum rétti segja að ísland eigi sér sinn eiginn tíma þótt ekki verði samgönguleysi lengur um kennt. Nú eru það frekar forréttindi þjóðarinnar; fólksfæð í stóru landi, sem ásamt arðsemissjón- armiðum ráða hér mestu um. Það gefur auga leið, að tekjur og umsetning póstþjónustu fyrir 240 þús- und íbúa nálgast hvergi það sem gerist meðal fjölmennari þjóða, þann- ig hefur hlutfallslegt fámenni og arð- semissjónarmið ráðið því, að á ýms- um sviðum hefur hreinlega ekki verið ástæða til að taka í notkun þá tækni sem fyrir hendi er þrátt fyrir að kunnátta og þekking til notkunar hennar sé fyrir hendi. Hvað póstþjónustunni viðvíkur, þá fer flokkun póstsendinga t.d. ennþá fram með hefðbundnum hætti, þ.e. handflokkun á öllum stigum og litlar líkur eru á breytingum á því fyrir- komulagi á næstu 5-10 árum. Hér er ekki um tregðu til aðlögunar að ræða, heldur einfalda útreikninga; póst- magn í umferð og verð tæknibúnaðar til vélaflokkunar gefur ekki ennþá tilefni til breytinga. Nú skildi varast að draga þær ályktanir að tækniframfarir í póst- þjónustunni finnist ekki. Þær eru til staðar á flestum þeim stöðum sem hagkvæmt þykir og stöðugt er unnið að endurbótum og þeim framþróun- um sem verða erlendis og innanlands á þeim sviðum. A sviði tölvunotkunar er póstgíró- þjónustan sú grein þjónustunnar sem lengst er komin og stöðugt er unnið að endurbótum á því kerfi sem þar hefur verið komið upp við skráningu og flutning gagna. Við byggingu nýrrar Póstmiðstöðv- ar í Reykjavík, hefur verið unnið að athugunum á hvaða stigum væri hægt að koma við tölvunotkun og hafa m.a. verið athugaðir möguleikar á tölvuskráningu skrásettra póstsend- inga, útskrift póstsendinga- og flutn- ingaskráa, útreikningur og uppgjör tollgjalda o.m.fl. Tæknivæðing afgreiðslukassa er ennþá ekki komin á umræðustig en grannt er fylgst með þróun þeirra mála í nágrannalöndunum. Póstfax þjónustu hefur verið komið á fót og í undirbúningi er frekari útbreiðsla hennar. Islendingar eru yfir höfuð jákvæðir fyrir nýjungum og tækniframförum og gera sér ljóst að ekki verður á móti þeim spornað, en gera sér jafnframt vel Ijóst, að ýmislegt ber að varast og margar gildrur geta leynst í of hraðri þróun. Engin veruleg vandamál hafa komið upp hjá starfsfólki í kjölfar þeirra tækniframfara sem þegar hafa orðið innan þjónustunnar. E.t.v. má að einhverju leyti þakka því sem minnst var á í upphafi; ísland á ennþá sinn eiginn tíma. Við höfum á mörg- um sviðum ennþá aðstöðu til að bíða og fylgjast með því hvernig nýjungum reiðir af erlendis og þannig varast þau mistök, sem oft eru óhjákvæmileg í upphafi nýrrar tækni. Fyrri greinin sem hér er birt nú er skrifuð af verkstjóra á Póstgíróstofunni í Stokkhólmi fyrir greinarflokk þennan og var birt í ST-Post árið 1983. Talsverð umræða hefur að undanförnu verið meðal póstm- anna um hlutverk og val verkstjóra innan póstsins og þótti því vel við hæfi að birta greinina nú. Grein Gylfa H.S. Gunnarssonar sem hér er birt í greinaflokkn- um „Norræna greinin" var skrifuð fyrir nokkru síðan og birtist fyrst í Dansk post- og telegraftidende. Vinningar í H.H.Í. 1985: 9 á kr. 2 000.000; 108 á kr. 1 000.000; 108 á kr. 100.000; 2.250 á kr. 20.000; 18.855 á kr. 4.000; 113.436 á kr. 2.500 234 aukavinnmgar á kr. 15.000 Samtals 135.000 vinningar, kr. 544.320.000 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS milljón í hverjum mánuöi PÓSTMANN ABLAÐIÐ 19

x

Póstmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.