Póstmannablaðið - 01.09.1985, Side 26

Póstmannablaðið - 01.09.1985, Side 26
Iðulega er spurt hvaða þýðingu það hafi að Neytendasamtök séu starf- andi. Á undanförnum árum hefur þessari spurningu verið svarað í raun. Neytendasamtökin hafa komið fram sem málsvari neytenda, náð fram breytingum og skapað aðhald á mark- aðnum sem hefur haft jákvæða þýð- ingu fyrir allan almenning. í kjölfar þeirra skipulagsbreytinga sem urðu á samtökunum í formanns- tíð Reynis Ármannssonar gafst aukið svigrúm til að sinna ýmsum málum sem snertu neytendur almennt. Benda má á sem dæmi opnunartíma verslana, sölumál kartaflna og ann- arra garðávaxta, margvísleg örygg- ismál og mál sem varða verðlagningu á vörum og þjónustu. En betur má ef duga skal. Þrátt fyrir mikla aukningu félaga í Neyt- endasamtökunum og að þau hafa ótvírætt sannað gildi sitt í þjóðfélag- inu skortir á, að fjárveitingarvaldið viðurkenni samtökin sem vert væri. Samtökin skortir því mjög alvarlega fjárhagslegt bolmagn til að sinna ýms- um mjög brýnum neytendamálum. Þess ber þó að geta og þakka að ýmis félagasamtök, t.d. Póstmannafélag íslands, hafa stutt samtökin og gert þeim auðveldara fyrir að sinna mál- efnum neytenda. Síðasta þing Neytendasamtakanna, sem haldið var í nóvembermánuði sl. markaði ákveðin tímamót í starfi þeirra. Samþykkt var almenn stefnu- mörkun fyrir samtökin og jafnframt því lögð áhersla á brýnustu verkefni í neytendamálum á næstu árum. I stuttri grein er ekki svigrúm til að tíunda þau atriði, sem samtökin munu einbeita sér að á næstunni, en hér skal getið helstu verkefna, sem hljóta ávallt að vera þungamiðja í starfi Neytendasamtakanna: 1. Neytendasamtökin þurfa eftir mætti að fylgjast með þróun verð- lags og gæðum vöru og þjónustu. Virkt neytendastarf felst m.a. í því að þú sem neytandi fáir meira og betra fyrir peningana þína. Það eitt að Neytendasamtök eru starf- andi veitir ákveðið aðhald, en það aðhald verður til muna virkara, þegar það sýnir sig að samtökin hafi þann mátt sem þarf til að koma í veg fyrir óeðlilega starf- semi á markaðnum. 2. Virk upplýsingamiðlun þj ónar mjög mikilvægu hlutverki fyrir neytendur. í fyrsta lagi stuðlar hún að hagkvæmari innkaupum, í öðru lagi að auknu öryggi vegna þess að mjög mikilvægur liður í upplýsingastarfsemi neytenda- samtaka er að benda á hættu sem kann að stafa af einstökum vörum og notkun þeirra. í þriðja lagi stuðlar hún að bættum viðskipta- Neytenda- samtök á tímamótum háttum vegna þess að upplýstir neytendur láta ekki bjóða sér hvað sem er. 3. Vernd einstakra neytenda er líka mikilvægt verkefni neytenda- samtaka. Hversu fullkomið kerfi sem við höfum fer aidrei hjá því að einhverjir séu órétti beittir í viðskiptum. Af þeim sökum starf- rækja Neytendasamtökin kvörtun- arþjónustu, sem hefur því hlut- verki að gegna að neytandinn nái fram rétti sínum og upplýsa hann um hvaða úrræði hann hefur til þess. Til marks um gildi þessa starfs nægir að benda á, að um 2000 erindi berast Neytendasam- tökunum árlega í þessu sambandi. 4. Mótun löggjafar er ekki hvað síst mikilvæg í starfi neytenda- samtakanna, sérstaklega hér á landi, þar sem löggjafinn á þessu sviði stendur langt að baki því sem þegar hefur verið lögfest í ná- grannalöndum okkar. Vilji neyt- endur hér búa við sama öryggi og vörugæði og tíðkast í löndunum í kringum okkur verður að breyta löggjöfinni til samræmis við nú- tímakröfur neytenda. Það er ljóst að almenn neytendavit- und hefur aukist til mikilla muna á síðustu árum, þó að þess skilnings hafi ekki gætt á Alþingi. I því sambandi má benda á viðbrögð fjölmiðla og almennings. Þetta lag verða Neyt- endasamtökin að nýta sér sem best og sækj a fram hvar sem möguleiki gefst. Jón Magnússon fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna MAGNUSAR- DRAPA Magnúsardrápci góða ok Hrólfs hins vaska; meður ívafi Veiði-Bjarna ok Auðar innar djúpúðgu. Vaktavinnubljús nr. 1 í dagsins erli, önn og þrasi, er ekki að undra þó fólk fjasi, um kaup og kjör og alls kyns þjökun, og skort á eðlilegri slökun. Fólk púla verður vaktir tvœr, að undirbúa sendingarskrær. Pað þolir þetta ei til lengdar, ogfinnur oft til þorsta og svengdar. Um tvennt mun fólki ekki sinnast: Póstmagnið þarf upp að vinnast, og réttilegast er að loka, þungum bceði og léttum poka. Að lokum vil ég segja þetta, um það þarf ei blöðum að fletta: „Við hcettum strax að rífast og þrátta, og lokum barasta í kringum átta!" Pula án stuðla og höfuðstafa, aðfaranótt 4.9. 84. Hannes Jón Hannesson. 26 PÓSTMANNABLAÐIÐ

x

Póstmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.