Ný saga - 01.01.1996, Page 38

Ný saga - 01.01.1996, Page 38
Torfi H. Tulinius Hann veit innst inni hver lög guðs eru og kvænist því Ásgerði gegn betri vitund. Þess vegna er hann svo hikandi við að bera upp bónorðið máttur sál hins prímsignda fyrir ásælni djöf- ulsins. Hún hafði því verið snortin af guðlegri náð og það breytti guðfræðilegri stöðu hans.32 Um Egil giltu kristin lög sem ekki giltu um Arinbjörn og aðra Norðmenn. Arinbjörn hef- ur ekkert á móti því að Egill giftist ekkju bróður síns, því hann er maður hins gamla siðar, en Egill veit að það er rangt, vegna þess að þegar guðleg náð snerti sál hans lærði hann að greina á milli góðs og ills. Hann veit innst inni hver lög guðs eru og kvænist því Ásgerði gegn betri vitund. Þess vegna er hann svo hikandi við að bera upp bónorðið. Guðfræðileg staða Egils skv. skilningi Egluhöfundar er áréttuð í lok sögunnar þegar sagt er frá dauða hans. Þar hafa tvö af þrem- ur aðalhandritum nærri samhljóða klausu sem ekki er í þriðja handritinu, Möðruvalla- bók, sem varðveitir þá gerð sem útgáfur styðj- ast við. Hún hljóðar svo: „Og þykir eigi meiri afreksmaður verið hafa í fornum sið ótiginn, en Egill Skalla-Grímsson. Hann var prím- signdur maður og blótaði aldrei goð.“ Nærri öruggt er að þessi klausa hafi verið í frumgerð Eglu og sýnir hún tvennt: að prímsigning Eg- ils skiptir máli úr því að hún er nefnd þegar helstu eiginleikar hans eru taldir upp í sögu- lok sem eins konar eftirmæli um Egil og að höfundur hafi skilið vel í hverju prímsigning- in fólst þar sem prímsigndir munu hafa lofað að blóta ekki heiðin goð.33 Síðarnefndur skilningur kemur einnig fram í frásögninni af afdrifum beina Egils.34 Hann deyr í heiðni og er því heygður, en eftir að kristni kemur til landsins lætur Þórdís, bróð- urdóttir hans, flytja bein hans í kirkju og grafa þau undir altarisstaðnum. Ekki er sagt frá svipaðri umhyggju fyrir beinum Skalla-Gríms eða annarra sem deyja í heiðni. Egill hlýtur því að hafa aðra stöðu en þeir og er líklegt að það sé vegna þess að hann er prímsigndur. Endanlegur legstaður beina hans styður þetta enn frekar því þegar þau eru flutt í kirkju- garðinn að Mosfelli snemma á 12. öld eru þau lögð niður í utanverðan kirkjugarðinn en það var einmitt legstaður þeirra sem skírðir höfðu verið skemmri skírn, en þeir höfðu sömu guð- fræðilega stöðu og prímsigndir.35 í Grágás virðist „prímsigndur" merkja þann sem skírð- ur hefur verið skemmri skírn: „Ef barn andast prímsignt, og hefir eigi meiri skírn, og skal það grafa út við kirkjugarð, þar er mætist vígð mold og óvígð, og syngja eigi líksöng yfir.1136 Seinasti legstaður Egils er því í samræmi við guðfræðilega stöðu hans og bendir það til þess að hún hafi þýðingu ef við viljum skilja þá merkingu sem höfundur sögunnar lagði í hana. Guðs lög og gloppóttar heimildir Að lokum verður gerð tilraun til að fylla í tvær eyður í þekkingu okkar á atburðum Sturlungaaldar með aðstoð kanónísks réttar. Önnur snertir Snorra Sturluson en hin Gissur Þorvaldsson. í lögsögumannatali sem Jón Sigurðsson tók saman eftir annálum segir að Styrmir Kárason taki við af Snorra Sturlusyni sem lögsögumaður 1232 og hafi lögsögn til 1236 þegar Teitur Þorvaldsson af Haukdælaætt tekur við. Jón bendir á að margt er óvíst um árin 1232 til 1236 vegna misræmis í heimild- um. Annálum, helstu heimild Jóns, ber ekki saman um lögsögumannsskipti.37 Af Res- ensannál, elstum varðveittra annála, er ekki annað að sjá en Snorri hafi haft lögsögn frá 1222 til 1236 en aðeins er getið um lögsögn Styrmis frá 1210 til 1215.3ÍI Aftur á móti segja Hpyersannáll og Konungsannáll að Styrmir hafi haft lögsögn frá 1232.39 Það skýtur því skökku við að í íslendingasögu Sturlu Þórðar- sonar er sagt um voriö 1233 að Snorri hafi verið „á þingi að vanda sínum því að hann hafði lögsögn11.40 Dregur Jón af þessu þá ályktun að einhverjir muni hafa haldið að Styrmir færi með lögsögn í umboði Snorra en aðrir ekki. Styðst hann við sögn Sturlu um að Snorri hafi sent Styrmi fróða til þings með lögsögn 1230.41 Nú virðist íslendingasaga vera ein af heim- ildum annálaritara.42 Hún sýnir Snorra á þingi 1231 og 1232. Ekkert kemur fram um það hvort hann eða annar hafi lögsögn.43 Ef ís- lendingasaga væri ein til frásagnar, væri engin ástæða að trúa öðru en Snorri hafi verið lög- sögumaður öll þessi ár og allt til dauðadags, þvf Teitur er fyrst nefndur lögmaður 1242.44 En þar sem Snorri var flæmdur burt úr ríki sínu 1236 og fór utan 1237 er ekki ólíklegt að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.