Ný saga - 01.01.1996, Page 45

Ný saga - 01.01.1996, Page 45
Absint nugæ, absit scurrilitas helstu andans menn samtímans, t.a.m. 0rstedsbræður, eðlisfræðingurinn H. C. 0rsted og stjórnmálamaðurinn A.S. 0rsted, J. L. Heiberg og sjálfur Adam Oehlenslager, sem var mágur Kömmu, og eru þó fáir til- greindir. Kamma var mikil gáfukona sem lét einkar vel að halda uppi andríkum samræð- um við gesti sína. Varla hefir Repp verið sér- stakur aufúsugestur vegna hroka og yfirlætis svo að húsfreyja varð stundum að vanda um við hann vegna óheflaðrar framkomu gagn- vart öðrum gestum. Repp lá í sífelldum stæl- um og lét Oehlenslager þá kenna á hörðu jafnt og aðra gesti. Sá síðarnefndi lét Repp ekki gjalda þess og fékk hann til að hressa upp á latínukunnáttu sína sem tekin var að ryðga.8 Repp fékk síðar að reyna að Rahbek og Oehlenslager voru honum hollir í hugum þegar á reyndi. I endurminningum sínum greinir J.M. Thiele frá því að Repp hafi notfært sér að frú Karnma Rahbek var haldin sjúklegum beyg við allt sem rninnti á líkkistur og Repp hafi eitt sinn gert hana viti sínu fjær af hræðslu svo að Thiele blandaði sér í málið.1' Það fyrsta sem kom frá hendi Repps á prenti voru þýðingar á dönsku á nokkrum ís- lendingaþáttum og köflum úr Ólafs sögu Tryggvasonar. Þeirra mestur að vöxtum var En Fortœlling om Thrand og Sigmund Brest- isson. Þýðingarnar birtust í Dansk Minerva og Tilskueren á árunum 1818 og 1819, en Rahbek gaf þessi tímarit út. Einnig kom svipað efni frá hendi Repps í öðrum dönskum blöðum."1 Af því má ráða að hann hafi þá þegar lagt stund á íslensk fræði jafnhliða öðru. Aðdáandi alls sein enskt var Ekki er vitað með vissu hvað olli því að Repp fékk jafn brennandi áhuga á enskri tungu og bókmenntum og raun bar vitni. í Bakkahúsi gekk hann undir nafninu Lord Repp. Eins og vænta mátti ól Repp með sér þann draunr að komast til Englands til að afla sér aukinnar þekkingar á enskri tungu. I uppkasti að umsókn um lektorsembætti í ensku við Hafnarháskóla, 20. janúar 1840, rakti Repp námsferil sinn og sagði þar að hann hefði tek- ið þá ákvörðun árið 1821 að sigla til Lundúna. Hann hafi ekki haft önnur fararefni en trú æskumannsins á hæfileika sína. Þar hafi hann dvalist í tvö ár og lagt sig fram við að kanna enska tungu frá ýmsum hliðum og aldurs- skeiðum." Dr. Andrew Wawn hefir rannsakað þennan æviþátt Repps mjög rækilega.12 Ljóst er að Repp hefir komist undir verndarvæng áhrifa- manna í Englandi. Einn þeirra var Castle- reagh utanríkisráðherra Breta. Hann var Iri og áhrifamikill stjórnmálamaður. Svo er að sjá sem komið hafi til umræðu að veita Repp prófessorsembætti í latínu og grísku í Dyfl- inni. 1 bréfi til Bjarna Þorsteinssonar frá Árna Helgasyni ll.nóvember 1821 segir: Utanlands fréttir veit eg engar, og það sem til er, kemur víst til þín frá betri höndum. Máske og svo sú saga, sem mér þykir nokk- uð ævintýrisleg, að Repp okkar sé orðinn prófessor í Dublin; hún gengur hér staf- laust, en ekki hefi eg séð hana skrifaða.13 Hvers vegna það fórst fyrir er óljóst, en talið að staðið hafi á meðmælabréfum frá prófess- orum við Hafnarháskóla.14 Finnur Magnússon vék að Englandsdvöl Repps í bréfi til Bjarna Þorsteinssonar 30. september 1822. Repp var þá nýkominn úr Englandsför sinni. í bréfinu segir Finnur að hinn „mægtige“ pennahnífur Castlereaghs hafi gert framavonir Repps að engu. Hinn fyrrnefndi svipti sig lífi 12. ágúst 1822 og til þess notaði hann pennahnífinn ef marka má orð Finns.15 Á heimleið fór Repp um Þýskaland og dvaldist um hríð í Altona og Kiel. Þorgeir Guðmundsson sagði í bréfi til Bjarna Þor- steinssonar 30. september 1822 að Repp væri enn sjálfum sér líkur, „men noget mere eng- liseret, eller englum líkari“.16 Þegar til Hafnar kom var Repp brátt ráð- inn enskukennari Karólínu Amalíu, síðari konu Kristjáns Friðriks krónprins og verð- andi drottningar.17 Hann hélt áfram að auka þekkingu sína og bæta við nýjum námsgrein- um. í þetta skipti tók hann að nema guðfræði. Repp kemur alloft við sögu í bréfum Hafn- arstúdenta og þótti stundum góður fréttamat- ur. Þorsteinn Helgason, síðar prestur í Reyk- holti, vék að kennslustörfum hans og öðrum frægðarverkum í bréfi til Páls stúdents á Mynd 2. Birgir Thorlacius prófessor í tatínu (1775-1829). 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.