Morgunblaðið - 05.05.2011, Side 2

Morgunblaðið - 05.05.2011, Side 2
2 5. maí 2011finnur.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannes- sen Umsjón Birta Björnsdóttir birta@mbl.is Bílar Sigurður Bogi Sævarsson sigurdurbogi@ mbl.is Blaða- menn Ásgeir Ingvarsson, Finnur Thorlacius, Elín Alberts- dóttir. Auglýsingar finnur@mbl.is, sími 5691107 Prentun Landsprent ehf. 1945 - Guðmundur Kamban var skot- inn til bana í Kaupmannahöfn. 1949 - Evrópuráðið var stofnað. 1951 - Varnarsamningurinn um varnir Íslands, milli Íslands og Bandaríkjanna fyrir hönd Atlantshafsbandalagsins, var undirritaður. 1951 - Dakotaflugvél, sem tekið hafði þátt í að bjarga áhöfn Geysis af Vatnajökli, lenti í Reykjavík eftir að hafa staðið á jöklinum frá haustinu áður. 1970 - Heklugos hófst og olli askan gróðurskemmdum, aðallega norð- anlands. Þetta var Skjólkvíagosið sem svo var kallað. 1990 - Ísland náði fjórða sæti í Euro- vision með laginu Eitt lag enn, sem flutt var af Stjórninni. 1991 – Ísland náði fimmtánda sæti í Eurovision með laginu Draumur um Nínu sem þeir Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson sungu. 2000 - Samfylkingin var formlega stofnuð sem stjórnmálaflokkur. Össur Skarphéðinsson var kjörinn formaður. 5. maí Það var fyrir 45 árum að örlagaríkur fundurvarð í samkomuhúsinu Krossinum íKeflavík. „Ólafur hreppstjóri í Njarðvík-unum hafði leyft strákunum á svæðinu að æfa sig þarna. Ég var með frænda mínum og tveim- ur öðrum félögum í bandi sem hét Rofar og þarna vorum við að æfa þegar Maggi kemur á staðinn,“ segir Jóhann Helgason um fyrstu kynni sín og Magnúsar Þórs Sigmundssonar. „Hann var þarna að kenna einhverju bandi handtökin, stökk svo upp á svið og tók forspil úr Kinks-laginu „Tired of Wait- ing for You“. Okkur fannst flutningurinn bera af og buðum Magnúsi strax að ganga til liðs við okkur.“ Æfingin í Krossinum markaði upphafið að snörpu og frjóu samstarfi sem meðal annars leiddi þá félaga út til Englands með bandinu Change. Þegar það æv- intýri endaði fóru félagar í hljómsveitinni hver sína leiðina, nema þráðurinn milli Magnúsar og Jóhanns hélst. Hafa þeir með reglulegu millibili dustað rykið af gítarnöglunum og skellt sér í hljóðverið. Tvö ný lög og engu gleymt Félagarnir koma núna aftur saman til að fagna 40 ára starfsafmæli dúettsins Magnús & Jóhann, halda tónleika í Austurbæ 7. maí og svo aðra í Hofi á Ak- ureyri 21. maí. Ný plata, Ástin og lífið, er svo á leið í verslanir með úrvali af bestu verkum Magnúsar og Jóhanns, auk tveggja nýrra laga. Nýju lögin tvö heita Vorið er komið og Lífið. Magnús gantast með að þeir Jóhann hafi engu gleymt og séu orðnir betri ef eitthvað er. „Þetta eru ekki dæmigerð kassagítarlög eins og við höfum svo oft samið, en notaleg lög með heimspekilegum vangaveltum.“ Magnús hugsar með mikilli hlýju til þeirra fjölda- mörgu ára sem þeir Jóhann hafa starfað saman og alveg sérstaklega til upphafsins. „Þetta voru ómeð- vituðu árin, allt svo sjálfsagt og auðvelt. Maður fylgdi bara og eitthvað togaði mann áfram. Allt var einfalt og aldrei neitt streð.“ Ekki mörg orð um hluti Magnús er líka þakklátur fyrir að hafa á annað borð kynnst Jóhanni því á milli þeirra er eitthvert efnafræðilegt samband sem er vandfundið. „Það er einhver óskiljanlegur skilningur á milli okkar, og þarf ekki að hafa mörg orð um hlutina. Sama hversu langur tími líður á milli funda þá gerist það einhvern veginn þegar við komum aftur saman með gítarana að við förum strax hvor í sinn skóinn í samspilinu.“ Jóhann lítur líka með hlýhug yfir þessa fjóra ára- tugi. „Það er gaman að sjá hvað mörg af lögunum okkar hafa náð að lifa áfram. Alltaf hefur samstarfið verið áreynslulaust og báðir með frekar heilbrigðan skammt af metnaði,“ segir hann en félagarnir eiga heiðurinn af lögum eins og Ást, Söknuði, Þú átt mig ein, Mary Jane og Yakety Yak. Mörg laganna hafa þeir aldrei flutt opinberlega sjálfir, fyrr en núna á afmælistónleikunum og nýju plötunni. ai@mbl.is Halda upp á 40 ára starfsafmæli dúettsins Magnús & Jóhann með tónleikum og nýjum diski Morgunblaðið/RAX „Það er gaman að sjá hvað mörg af lögunum okkar hafa náð að lifa áfram,“ segir Jóhann Helgason meðal annars hér í viðtalinu. Bæði sjálfsagt og auðvelt Magnús á að baki langan og afar farsælan feril í tónlistinni. Jóhann Helgason hefur samið margar vinsælustu dægurflugur þjóðarinnar. Sumar uppfinningar eru þesslegar að maður í senn gapir af undrun og furðar sig á hvernig maður gat áður komist í gegnum lífið. Hver hefur ekki reynt að elda með lélegan eldhússpaða að vopni? Hversu oft hefur mað- ur ekki bisað við að reyna að skera í sundur tvö egg á pönnu, eða átt í mesta basli með að skrapa frá brúnunum? Svo þarf maður að leggja spaðann frá sér og eldhúsborðið er orð- ið útbíað um leið. Chopula-spaðinn leysir öll þessi vandamál og fleiri til. Hér er á ferðinni hönnun frá eldhús- áhaldafyrirtækinu Dreamfarm sem m.a. á heiðurinn af pítsuskærunum Scizza og Spink- sullhlífinni. Chopula er með mjúkan haus sem skemmir ekki teflónhúðaðar pönnur. Lögunin hámarkar notagildið, hvort sem þarf að snúa við mat eða skera, og svo er skaftið þannig gert að þegar spaðinn er lagður á borðið er hausinn ekki í snertingu við flötinn sem heldur öllu hreinu. Chopula kostar 12.95 banda- ríkjadali á Dreamfarm.- com.au. ai@mbl.is Þarfaþing á heimilið Hin fullkomni spaði Urðu frægir nán- ast á einni nóttu Ein sterkasta minning Magnúsar um samstarfið við Jóhann er frá því fljótlega eftir að þeir hófu að starfa saman sem dúettinn Magn- ús & Jóhann, en það gerðist furðu- hratt að þeir urðu að þekktum andlitum á íslensku tónlistarsen- unni. „Mjög fljótlega kom til okkar umboðsmaður og kom í kring böll- um í skólum hér og þar. Ég man eitt sinn að hann hafði farið með upptöku frá okkur í einn skólann og þegar við mætum bíða þar 300 manns, allir búnir að hlusta á upp- tökuna. Ég held að það hafi verið í sömu viku að við vorum komnir í Háskólabíó með öllum stærstu böndunum, og svo strax í sjón- varpið til að taka upp tvö lög. Þetta var mikil þeytivinda.“ Jóhann man líka vel eftir þeyt- ingnum. „Sama árið og fyrsta plat- an kemur út erum við komnir á samning úti í Englandi og lagðir af stað út í heim.“ Frá og með deginum í dag geta farþegar í ríflega tuttugu strætisvögnum Strætó nælt sér í ókeypis blöð í vagninum til að lesa á meðan á ferðinni stendur. Mark- miðið er að gera ferðalagið með strætó enn ánægjulegra. Þeir sem vilja geta svo tekið blöðin til að lesa síðar. Boðið verður upp á þessa þjónustu í hluta vagnaflotans til að byrja með þar sem þetta er tilraunaverkefni og mun framhaldið ráðast af viðtökum farþega. Blöðin sem verða í boði í vögnunum eru Finnur.is, sem farþegar fá nýtt alla fimmtudagsmorgna, Monitor, Fréttatím- inn og Grapevine. „Fjölmörg áhugaverð blöð eru gefin út í viku hverri og þótti okkur og útgefendum þessara fjögurra blaða þjóðráð að veita farþegum með þessum hætti aðgang að þeim til að stytta sér stundir á meðan á akstrinum stendur,“ segir Reynir Jóns- son, framkvæmdastjóri Strætó bs. Dreifingarnetið blaðanna stækkar frá og með deginum í dag Finnur á ferðinni og núna í strætó

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.