Morgunblaðið - 05.05.2011, Blaðsíða 21
5. maí 2011 21 bílar
endur eru nú að þróa er skammt að
bíða þess að bílar geti alfarið ekið
sjálfir. Tæknin býður einnig upp á
það að bílar geti ekið hæfilega langt
hver frá öðrum og haldi þeirri fjar-
lægð á miklum hraða. Slíkt fyr-
irkomulag gerir það að verkum að
bílarnir brjóta vind hver fyrir annan
og með því sparast mikið eldsneyti.
Að sjálfsögðu þola alls ekki allir
vegir hækkun hámarkshraða upp að
þessu marki, en sumar hraðbrautir
þó. Mætti þá búast við breytilegum
hámarkshraða eftir vegum en einnig
akreinum og mestur hraði þá leyfður
lengst til vinstri. Hámarkshraði gæti
líka verið breytilegur eftir tíma dags
eða umferð.
En er hraði hættulegur? Svona
breyting yrði líklega til þess að fáum
dytti í hug að stíga upp í flugvél
nema áfangastaðurinn væri 1.000 km
frá eða meira. Fullyrða má að sú
tækni sem komið hefur nú þegar
fram og er í þróun hjá bílaframleið-
endum býður upp á breytingu sem
þessa á næstu árum svo fremi sem
vegakerfið bjóði einnig upp á það.
Því má segja að þessar vangaveltur
eigi rétt á sér ef slys á fólki og elds-
neytiseyðsla eru hverfandi áhrifa-
þættir og hver kýs ekki styttan
ferðatíma.
Viktoría drottning á Englandi fyr-
irskipaði á lestarferðalögum sínum
að ekki mætti fara hraðar en 40 mílur
(65 km) því það væri hverjum manni
lífshættulegt að fara hraðar. Kannski
ætti heimsbyggðin bara aftur að taka
upp svoleiðis kreddur. Kannski verð-
ur þó hlegið eftir 50 ár að þeirri trú
okkar að ekki megi setja hámarks-
hraða við 240 km á klukkustund fljót-
lega.
finnur@reykjavikbags.is
Hámarkshraði í 240! Engar hraðatakmarkanir voru á tíma Ford A Tudor árgerð 1930, en hver verður hámarkshraðinn 2030?
Chevrolet er 100 ára. Bílabúð
Benna stendur fyrir alls konar
uppákomum um þessar mundir í
tilefni af 100 ára afmæli Chevrolet,
ári slaufunnar. Nú er lokið spurn-
ingaleiknum Veistu Chevrolet-
svarið, sem fram fór á þremur
stöðum á landinu: í Reykjavík, á Ak-
ureyri og í Reykjanesbæ. Sextán
nöfn voru dregin úr pottinum og
fyrstu verðlaun hlaut Hörður Þor-
móðsson.
„Ég fékk að vita um vinninginn
daginn eftir að ég varð áttræður.
Þetta var svo skemmtileg tilviljun
að ég framlengdi bara fagnaðinn,“
sagði Hörður sem hefur haft bíla
sem áhugamál og ævistarf. Fylgist
með af lífi og sál og fagnar því að
bílar séu orðnir nettari og léttari en
var.
sbs@mbl.is
Fékk Chevrolet
í afmælisgjöf
Kátir Hörður Þormóðsson og Jón Kr.
Stefánsson, sölustjóri Chevrolet.