Morgunblaðið - 05.05.2011, Blaðsíða 12
12 5. maí 2011fasteignir
Við höfum búið í þessumenda Langholtsvegar ítæp tvö ár. Áður bjó ég íhúsi neðar við götuna og
þar áður í Álfheimunum, þannig að
þessi hluti borgarinnar er mér hjart-
fólginn og að góðu einu kunnur. Ég er
ekki alin upp í 104 en maðurinn minn
sleit barnsskónum hér og gekk í
Vogaskóla, þannig að honum finnst
hann vera kominn heim á ný,“ segir
sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir hér-
aðsprestur. Þau Árni Svanur Daní-
elsson, eiginmaður hennar, búa innst
á Langholtsvegi í Reykjavík; nærri
Vogahverfi og Suðurlandsbraut.
Alræmd veðursæld
Kristín Þórunn segir býsna gott að
búa við Langholtsveginn. Staðurinn
sé bókstaflega miðsvæðis í höf-
uðborginni og þaðan séu greiðar leið-
ir á tengibrautir austur, vestur og
suður sem komi sér vel. Sjálf vinnur
hún í Mosfellsbænum á skrifstofu
Kjalarnesprófastsdæmis en Árni
Svanur í Kirkjuhúsinu á Laugavegi.
„Það tekur okkur afar svipaðan
tíma að komast í vinnuna, þótt það sé
lengra upp í Mosó í kílómetrum talið.
Það er náttúrlega alræmt að hér ríkir
mest veðursæld á höfuðborgarsvæð-
inu, en það sést líka á gróðrinum sem
setur svip sinn á hverfið. Hér eru
garðar og tún iðagræn og hæstu trén
ná mjög hátt og skapa svolitla útland-
astemningu,“ segir Kristín Þórunn
sem bætir við að nálægð við Laug-
ardalinn sé mikil hlunnindi – enda sé
þar margt sem fjölskyldufólk sækist
eftir til dægradvalar, svo sem skauta-
höllin, sundlaugin, fjölskyldu- og hús-
dýragarðurinn og grasagarðurinn.
„Hverfið hefur allt til að bera til að
styðja við sjálfbært fjölskyldulíf, þar
sem krakkarnir komast leiðar sinnar
á hjóli eða gangandi og þurfa ekki að
treysta á pabba og mömmu til að
skutla sér á æfingu eða í tónskólann.
Þetta er atriði sem er í raun ómet-
anlegt og styður við heilbrigt og
streituminna fjölskyldulíf.“
Kirkjan og Steinahlíð
Kristín Þórunn segir góða hverf-
isvitund í Langholtinu; tveir grunn-
skólar og Langholtskirkja hafi alla
burði til að vera þjónustumiðstöð
nærsamfélagsins. „Kirkjan hefur
stutt við tónlistarmenntun og kór-
starf barna og unglinga í áratugi, svo
þetta er gott hverfi til að njóta þess.
Svo er ein af þessum dásamlegu litlu
hverfisverslunum beint á móti okkur
– því er þægilegt að geta skotist
þangað á inniskónum eða sent krakk-
ana eftir mjólk og brauði ef með
þarf,“ segir Kristín.
Og þá er hér ónefnd ein mesta
perla hverfisins, sem Kristín Þórunn
nefnir svo. Það er leikskólinn Steina-
hlíð sem stendur í gömlu og virðulegu
einbýlishúsi sem blasir við vegfar-
endum t.d. úr Ártúnsbrekkunni eða
þegar ekið er um Sæbraut.
Leikskólinn var settur á laggirnar
árið 1949 og vel þekkt var Ida Ing-
ólfsdóttir sem veitti starfsemi hans
forstöðu um langt árabil; þjóðsagna-
persóna í lifanda lifi. Steinahlíð er
einn af elstu leikskólum borgarinnar,
stendur á gríðarstórri og gróinni lóð
sem er eitt af fallegu grænu svæð-
unum í Reykjavík.
„Þetta er lítill leikskóli og veitir
frábæra og persónulega þjónustu.
Við erum alsæl á Langholtsveginum
og njótum þess að hafa vini og fjöl-
skyldu í göngufæri – það er ekki
hægt að meta til fjár,“ segir Kristín
Þórunn Tómasdóttir.
sbs@mbl.is
Gatan mín Langholtsvegur
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hjónin á Langholtsveginum Kristín Þórunn Tómasdóttir og Árni Svanur Daníelsson. Á myndinni eru þrjú barna þeirra El-
ísabet, Guðrún María og Tómas Viktor. Á myndina vantar Unni og Jakob. Myndin var tekin í muggu en nú er komið sumar.
Hverfi sjálfbærs
fjölskyldulífs
Krakkarnir komast leiðar sinnar á hjóli eða gang-
andi og þurfa ekki að treysta á pabba og mömmu
til að skutla sér á æfingu eða í tónskólann.
Langholtsvegur er ein af lengstu götum borgarinnar. Nær frá Sæbraut inn við
Sund og endar botnlanga gömlu Suðurlandsbrautarinnar.
Steinahlíð
Langholtsvegur
Sæ
braut
Ske
iða
rvo
gur
Holt
aveg
ur
Ál
fh
eim
ar
Suðurlandsbraut
Snekkjuvogur
Laugarásvegur
Hólsvegur
Skútuvogur
Einar Páll Kjærnested,
löggiltur fasteignasali.
Kjarna, Þverholti 2,
Mosfellsbæ
Sími 586 8080,
fax 586 8081
www.fastmos.is
Víðihóll - 270 Mosfellsdal
Víðihóll 2, er 103,1 m2 einbýlishús á einni hæð ásamt 48,7 m2 bílskúr, 32,6 m2 sumarbústað og
tveimur 28 m2 gróðurhúsum á 5.032,5 m2 gróinni eignarlóð á mjög fallegum stað í Mosfellsdal.
Hér er um að ræða mjög fallega og sjarmerandi lóð, miðsvæðis í Mosfellsdal. Frábært tækifæri
fyrir laghenta og náttúruunnendur. V. 33,9 m.
Íslandsbanki mun í ár áfram bjóða
viðskiptavinum sínum hagstæð
framkvæmdalán. Þetta er með líku
lagi og var á síðusta ári þegar alls
um 400 viðskiptavinir bankans
nýttu sér þennan möguleika til lán-
töku. Íslandsbanki líkt og fjölmarg-
ir aðrir blandaði sér í leikinn og tók
þátt í verkefninu ágæta, Allir vinna,
með því að bjóða viðskiptavinum
sínum lán til framkvæmda eða end-
urbóta á fasteignum, lóðum og
sumarhúsum, svokölluð fram-
kvæmdalán Íslandsbanka.
Lán Íhafa mælst vel fyrir á því
tæpa ári sem þau hafa verið í boði,
segir í tilkynningu frá Íslands-
banka. Því hefur verið tekin
ákvörðun um að umsóknarfrestur
lánanna verði framlengdur til 1.
janúar á næsta ári – jafn lengi og
lagaheimild til endurgreiðslu vegna
vinnu á byggingarstað gildir. Jafn-
hliða fær fólk skattafrádrátt af
tekjuskattstofni sem getur numið
allt að 300 þúsund kr. per ein-
stakling.
Góð greiðslugeta
Framkvæmdalánin hjá Íslands-
banka geta numið allt að 1,5 millj-
ónum króna gegn veði og allt að
750 þús. kr. án veðs. Lánstími er
allt að 5 ár og vextir eru 5,5%
óverðtryggðir. Ekkert lántökugjald
er á framkvæmdalánum Íslands-
banka. Lánin bjóðast þeim ein-
staklingum sem eru með trausta
viðskiptasögu að baki og góða
greiðslugetu.
Íslandsbanki tekur þátt í Allir vinna
Býður upp á fimm ára
framkvæmdalán
Morgunblaðið/Eggert
Iðjusemi Smiðurinn dyttar að og nú fæst lánað fyrir framkvæmdum.