Morgunblaðið - 05.05.2011, Side 14

Morgunblaðið - 05.05.2011, Side 14
atvinna Sumarið 1984 var ég kúarektor á Látrum við Mjóafjörð íDjúpi. Þetta var virðingarstaða; rak tuttugu kýr í og úr fjósikvölds og morgna, jafnhliða því að aðstoða við tilfallandi bú-störf. Þarna var heyjað í bagga og fleira gert með gamla lag-inu, eins og verða vildi í afskekktri sveit. Það er gaman aðhafa kynnst gamla Íslandi. Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður. Fyrsta starfið Kúarektor í Djúpi Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í sl. viku að verja 150 millj. kr. til átaksverkefna í atvinnu- málum. Sérstaklega verður komið til móts við fólk sem hefur verið án atvinnu lengi. Átak verður gert í því að virkja fólk 25–35 ára. Einnig bjóðast verkefni fyrir fólk með tak- markaða starfsgetu. Alls 1.900 störf verða í boði fyrir ungt fólk í Reykjavík í sumar, 400 fleiri en í fyrra „Ekkert er jafn niðurdrepandi fyrir ungt og kraftmikið fólk eins og að hafa ekki tækifæri til að taka til hendinni og leggja sitt af mörkum til að búa til betri og fallegri borg,“ segir Jón Gnarr Kristinsson borgarstjóri í tilkynningu. Borgin setur kraft í sumarvinnu Morgunblaðið/Golli Niðurdrepandi að taka ekki til hendi Skapandi greinar veltu 189 milljörðum árið 2009. Útflutningstekjur voru um 24 millj- arðar á umræddu ári eða um 3% af útflutn- ingi þjóðarinnar. Þetta kemur fram í skýrslu um hagræn áhrif skapandi greina sem Mar- grét Sigrún Sigurðardóttir lektor við HÍ og Tómas Young sem var kynnt í sl. viku. Velta skapandi greina hefur haldist stöðug og ársverkum hefur fjölgað. Rannsóknin leiðir í ljós ótvíræðan hagrænan ávinning skapandi greina og undirstrikar þá auðlind sem fólgin er í menningarstarfi. sbs@mbl.is Skapandi greinar skila miklu Morgunblaðið/Ómar Framlag í þjóðarbú 189 milljarðar kr. á ári Einskær forvitni leiddi mig út í fé-lagsmálin og þar fann ég mína fjöl.Fljótlega eftir að ég byrjaði aðvinna í álverinu í Straumsvík völdu félagar mínir í hópi rafeindavirkja mig sem trúnaðarmann og það fól í sér ýmsar skyldur. Ég fann mig í því ströggli og svona rúllaði bolt- inn áfram. Mér fannst líka ástæðulaust að skorast undan ábyrgð sem mér var falin,“ seg- ir Kristján Þórður Snæbjarnarson sem var kjörinn formaður Rafiðnaðarsambands Ís- lands á þingi sambandsins í fyrri viku. Áður var hann formaður í Félagi rafeindavirkja í þrjú ár. Kristján Þórður tekur við formennsku í heildarsamtökum rafiðnaðarmanna nú þegar unnið er að gerð kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum þar sem býsna hægt þokast í átt að samkomulagi. „Núna í samningagerðinni – og meðan ég er að setja mig inn í starfið – mun Guðmundur Gunnarsson fráfarandi formaður verða mér innan handar, það er ómetanlegt. Að taka við formennsku í einu af stærri landssamböndum launafólks við núverandi aðstæður – hvort heldur er á vinnumarkaði eða í efnahagslífi – er ekki ólíkt því að vera hent út í djúpu laugina. Kannski er nær lagi og meira viðeigandi af raf- iðnaðarmanni að segja að þetta sé líkast því að fá straum. Samt er maður ekki alveg óvanur; þetta er þriðja samningagerðin sem ég tek þátt í og því þekkir maður aðeins taktinn í þessu. Núna tel ég ekki fráleitt að samningar geti náðst innan einnar til tveggja vikna. Slíkt er þó alltaf undirorpið því hvaða sérkröfur at- vinnurekendur koma með. Sjálfum þykir mér t.d. óeðlilegt að skipan fiskveiðistjórnunar sé gerð að úrslitaatriði í viðræðum um kaup og kjör. Um kvótakerfið eiga menn að þrátta og semja á öðrum vettvangi.“ Ná skerðingu til baka Við gerð kjarasamninga nú segir Kristján Þórður mikilvægast að ná til baka þeirri miklu kjaraskerðingu sem orðið hefur frá hruni. Ekki sé ofsagt að lífskjör almennings og kaup- máttur hafi síðan í október 2008 skerst um 10% og nauðsynlegt sé að vinna það til baka. Skref til þess verði hins vegar að stíga af varfærni þannig að ábatinn verði ekki til þess að koma verðbólgunni aftur af stað. „Með því myndum við róa í þveröfuga átt; aukin verðbólga myndi hækka húsnæðislán og aðrar skuldbindingar. Því verður að fara mjög varlega í samningagerð,“ segir Kristján sem eftir reynslu síðustu ára þekkir það orðfæri sem gildiR á vettvangi kjaramála. „Maður þarf að kunna ákveðna frasa og tala jafnan af var- færni. En svo er líka jafn mikilvægt að geta sagt flókna hluti á mannamáli svo allir skilji,“ segir hann og kímir. Af Noregskynslóðinni Kristján Þórður Snæbjarnarson er fæddur í Keflavík árið 1980 en fluttist sex ára gamall í bæinn. Faðir hans, Snæbjörn Kristjánsson, er rafvirki og eins og gjarnan gerist með stráka tók hann mið af föður sínum þegar kom að starfsvali. Leikir hans í barnæsku fólust gjarn- an í því að skrúfa sundur tæki og reyna svo að koma þeim saman aftur. Því kom að sjálfu sér að strax eftir grunnskóla fór Kristján til náms í rafeindavirkjun við Iðnskólann í Reykjavík og lauk því rúmlega tvítugur. Hefur hann nánast óslitið síðan starfað í Straumsvík. Árið 2005 ákvað Kristján að sækja sér frekari menntun og hóf nám í rafiðnfræði við HR sem hann lauk 2008. Síðar nam hann rekstrariðnfræði. „Það er ekki ofsagt að ég sé af Noregs- kynslóðinni. Stór hópur fólks á mínum aldri hefur á síðustu mánuðum og misserum horfið til Noregs og fleiri nágrannalanda okkar þar sem vinnu er að hafa og betri lífskjör. Þetta er þjóðfélaginu afar dýrt. Við þessu er nauðsyn- legt að bregðast. Þar verður verkalýðshreyf- ingin að leggja sitt af mörkum, t.d. með fræðslustarfi svo að ungt fólk geti horfið að öðru þegar hefðbundnir kostir bregðast. Við þurfum að fjölga störfum í landinu og styðja við fyrirtæki sem standa sig vel. Tækni- menntun stendur fyrir sínu og fólk með slíkan bakgrunn er mjög eftirsótt til starfa. Svo eig- um við líka að halda áfram á þeirri braut sem var: nýta fallvötn landsins til sjálfbærrar orku- framleiðslu. Við viljum að virkjanakostir séu skoðaðir og hagsmunir verndunar og nýtingar vegnir því jafn sjálfsagt er að nýta orku og um- gangast náttúruna af virðingu.“ sbs@mbl.is Kristján Þórður Snæbjarnarson er nýr formaður Rafiðnaðarsambands Íslands Skorast ekki undan ábyrgð Morgunblaðið/Sigurður Bogi „Þriðja samningagerðin og því þekkir maður taktinn,“ segir Kristján Þórður á 1. maí. Með því myndum við róa í þver- öfuga átt; aukin verðbólga myndi hækka húsnæðislán og aðrar skuldbindingar. Því verður að fara mjög varlega í samningagerð. Verði samið um launakjör á þeim nótum sem nú er rætt um á milli ASÍ og SA mun það leiða til heldur meiri verðbólguþrýstings en ráð var fyrir gert. Þetta segir í pistli greiningar Íslandsbanka í gær, þar sem vitnað er til þess sem fram hefur komið í fjölmiðlum; það er 13% hækkunar launa á næstu þremur árum og að launþegar fái 50 þúsund króna ein- greiðslu í kjölfar undirritunar samn- ingsins. Ef gert er ráð fyrir að 13% hækk- unin dreifist jafnt á árin þrjú – og miðað við meðallaun eins og þau voru í fyrra (391 þúsund á mánuði skv. Hagstofu Íslands) – eykst, segir Íslandsbanki, launakostnaður vinnu- veitenda að jafnaði um 6% það sem eftir lifir árs samkvæmt ofan- greindum drögum. Er þá bæði reiknað með áhrifum ríflega 4% samningsbundinnar hækkunar og eingreiðslunnar. „Ljóst má vera að mörg fyrirtæki munu þurfa að velta þessum kostn- aðarauka að verulegu leyti út í verð- lag. Á það sérstaklega við um fyr- irtæki sem veita innlenda þjónustu og framleiða vörur fyrir innlendan markað, en útflutningsgreinar hafa líklega öllu meira borð fyrir báru að taka á sig slíka hækkun vegna hag- stæðra rekstrarskilyrða að öðru leyti,“ segir Íslandsbankafólk. „Þrátt fyrir þetta er líklegt að launahækkun á borð við þá sem nú er í umræðunni skili launafólki nokkurri kaupmáttaraukningu á næstu misserum. Útlit er nú fyrir að verðbólga í lok árs verði tæplega 3,5% og að á næsta ári verði hún í grennd við 3%. Miðað við það gæti kaupmáttaraukningin orðið í kring um 1% hvort ár. Það ræðst svo vita- skuld af öðrum áhrifaþáttum á neysluverð á borð við gengisþróun krónu, húsnæðisverð og verðþróun á hrávörumörkuðum erlendis hvort þetta gengur eftir.“ sbs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Slegið á létta strengi hjá sáttasemjara. Bros bætir og viðræður verða auðveldari. Líkur á að kaupmátturinn aukist með nýjum samningum Aðilar vinnumarkaðar með landsýn í viðræðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.