Morgunblaðið - 05.05.2011, Page 6

Morgunblaðið - 05.05.2011, Page 6
„Ég er ljúfur sem lamb“ Björgvin Halldórsson verður í einlægu viðtali við Kolbrúnu Bergþórs. í næsta sunnudagsmogga HM íSvíþjóð m SunnudagsMogginnFréttaskýringar Pistlar Viðtöl Krossgátur Lesbók Disneyblað Rætt við Guðjón Val, Óskar Bjarna og Gunnar Magnússon um frábæran árangur til þessa | 13 Lokagreinin í ferðasögu Ragnars Axelssonar ljósmyndara frá Suðurskautslandinu | 16 Á heimsenda Stöð 23. janúar 2011 Thor m SunnudagsMogginnFréttaskýringar Pistlar Viðtöl Krossgátur Lesbók Disneyblað Ei 13. mars 2011 Tengsl 14 Fréttaskýringar Pistlar Viðtöl Krossgátur Lesbók Disneyblað SunnudagsMogginn m 9. janúar 2011 Fyrsta húsið sem reist var í Búðardal er eitt það elsta á Selfossi. Var reist fyrir verslun í Döl- unum um aldamótin 1900 en var árið 1917 tekið niður og flutt sjóleiðis til Eyrarbakka og reist á Selfossi. Þar var útibú Landsbank- ans í áratugi, en nú verslanir í Gamla bank- anum eins og húsið er jafnan nefnt. Íslensk hús Gamli bankinn Skv. tölum frá félögum fasteignasala í Noregi (NEF og EFF) lækkaði fasteignaverð í apríl um 1%, þegar leiðrétt hefur verið fyrir árs- tíðabundnar sveiflur. Án leiðréttingar lækkaði verðið um 0,3%. Einbýli lækkuðu mest eða um 1,6% á meðan íbúðir í fjölbýli hækkuðu um 0,2%. Formaður EFF hyggur að lækkunin sé þó fyrst og fremst leiðrétting frá mjög sterkum tölum í marsmánuði. Í grein E24.no kemur fram að almennt ríki bjartsýni um fast- eignaverð í Noregi. Mikil velta var í apríl í Bergen, Ósló, Stavanger og Þrándheimi; bæj- unum á vesturströndinni þar sem áhrifa olíu- vinnslu á Norðursjó gætir helst. ai@mbl.is Fasteignaverð í Noregi lækkar Morgunblaðið/RAX Mikil sala í olíubæj- um á vesturströnd Fasteignavefurinn Trulia.com birti á dögunum könnun á því hvaða bandarískum borgum borgar sig að kaupa fasteign og hvar er hyggi- legra að leigja. Hræringar á fast- eignamarkaði fært leiguverð á óvænt- um stöðum upp og niður á öðrum. Eins hefur sölu- verð tekið dýfu. Mun hagstæðara er að kaupa en leigja í borgum á borð við Las Vegas, Phoenix, Arlington, Fresno og Miami. Í New York, Seattle, Kansas og San Francisco er hagkvæmara að leigja. ai@mbl.is Fasteignamarkaður vestra kannaður Reuters Rétti tíminn til að kaupa í Las Vegas? Núna er rétti tíminn til að huga aðpallasmíði úti í garði. Gott er aðbyrja undirbúninginn snemma, eftakast á að ljúka smíðinni tím- anlega og njóta nýja pallsins áður en sumarið er á enda. Einar Sveinsson er rekstrarstjóri timb- urmiðstöðvar Húsasmiðjunnar og segir al- gengustu mistökin við pallasmíði að huga ekki nógu vel að undirbúningi og hönnun. „Það þarf að huga að því hvernig pallurinn verður not- aður og hvar hann er staðsettur og gæta þess t.d. að skjólveggur skyggi ekki á besta staðinn á pallinum, eða að heiti potturinn lendi í dimmu horni einmitt þegar á að nota hann á kvöldin,“ segir hann. „Fólk þarf að huga að því hvernig sólargeisl- arnir falla á mismunandi tímum dags, hvaðan vindáttin kemur og hvar besta útsýnið er. Það gerist að við fáum til okkar fólk sem hugaði ekki að þessum málum og rekur sig svo á að það getur verið erfitt og dýrt að laga svona mistök eftir á.“ Undirbúningur og hönnun kostar sáralítið í samanburði við heildarkostnað við pallasmíð- ina og segir Einar að Húsasmiðjan bjóði til dæmis ráðgjöf á 2.900 kr. sem síðan eru endur- greiddar þegar viðskiptavinurinn kaupir sér efnið í pallinn. Undirstaðan aðalatriði Að smíða góðan pall sem stendur lengi eru ekki mikil vísindi, en Einar segir þó nokkur mikilvæg atriði skipta sköpum. „Það má t.d. ekki þéttklæða skjólveggina því þá brjóta þeir ekki vindinn heldur kasta honum einfaldlega lengra inn á pallinn. Undirstaðan þarf svo að vera vönduð og sterk, annaðhvort er steypt undir pallinn eða settir niður góðir staurar,“ segir hann og minnir á mikilvægi þess að fá að- stoð fagmanns við smíðina, sérstaklega þegar kemur að undirstöðunum. Þegar pallurinn er risinn á svo að olíubera hann strax. „Það er mikill misskiln- ingur að pallurinn eigi að fá að veðrast fyrst, því um leið og pallurinn er orðinn þurr á að bera á hann pallaolíu. Svo þarf að halda viðnum við og gefa honum nær- ingu fyrir lífstíð,“ segir Einar. „Þegar borið er á í fyrsta skipti drekkur við- urinn vel í sig og þarf að passa að þurrka af alla umframolíu. Ef sú olía fær að þorna verð- ur pallurinn flekkóttur og ljótur og lítur út eins og hann sé að flagna. Þegar borið er á í fyrsta skipti þarf að nota góðan bursta, og koma olíunni vel ofan í viðinn, en síðan er yf- irleitt nóg að bera létt á einu sinni á ári.“ Einfalt próf er að skvetta vatni á viðinn. Ef vatnið myndar dropa þarf ekki að olíubera í bráð en ef viðurinn drekkur vætuna í sig þarf að munda pensilinn. „Það er mikilvægt að missa viðinn ekki út í gráma. Ef það gerist þarf að pússa pallinn upp, eyða bakteríum og mosa og mikil vinna að laga.“Þeir sem vilja spara sér vinnuna við að olíubera pallinn geta valið að nota svokallað síberíulerki. Náttúrulega fúavarið lerki „Það er viðartegund sem er frá náttúrunnar hendi rík að olíu og harpexi og náttúrlega fúav- arin. Lerkið verður silfurgrátt þegar það veðr- ast og ósköp fallegt og mörgum þykir líka gott að vita að viðurinn hefur ekki verið meðhöndl- aður með neinum kemískum efnum. Síberíu- erkið er dýrara en hefðbundið fúavarið timbur, en munurinn er ekki svo mikill og getur fjár- festingin fljótt borgað sig upp þegar í staðinn sparast vinna við að bera olíu á árlega.“ ai@mbl.is Hanna þarf sólpallinn með tilliti til veðurfars, sólar og útsýnis, segir Einar Sveinsson í Húsasmiðjunni Vísindin við sólpallinn Morgunblaðið/Sigurgeir S Undirbúningur og hönnun kosta lítið í samanburði við heildarkostnað, segir Einar í Húsasmiðjunni. Fólk þarf að huga að því hvernig sólargeislarnir falla á mismunandi tím- um dags, hvaðan vind- áttin kemur og hvar besta útsýnið er fasteignir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.