Morgunblaðið - 05.05.2011, Qupperneq 4
4 5. maí 2011finnur.is
Bónus
Gildir 5. - 8. maí verð nú áður mælie. verð
Bónus ferskt spínat, 200 g ........... 398 498 1.990 kr. kg
Bónus ferskt klettasalat, 75 g ....... 279 359 3.720 kr. kg
G.v ferskar grísakótelettur ............. 798 998 798 kr. kg
G.v. ferskur grísabógur .................. 598 698 598 kr. kg
G.v. ferskt grísahakk ..................... 698 798 698 kr. kg
Bónus smyrill, 300 g.................... 129 159 430 kr. kg
Bónus nýbakað baguette brauð..... 129 149 129 kr. stk.
K.f. nautahamborg., 10x120 g...... 1.598 1.698 1.331 kr. kg
Þýskar grísalundir ........................ 1.398 1.498 1.398 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 5. - 7. maí verð nú áður mælie. verð
Svínakótelettur úr kjötborði ........... 898 1.498 898 kr. kg
Nauta T-bein ............................... 2.698 3.498 2.698 kr. kg
Hamborgarar, 2x115 g m/brauði .. 396 480 396 kr. pk.
Hagkaup
Gildir 5. - 8. maí verð nú áður mælie. verð
Grísahnakki pipar/bbq................. 1.598 1.998 1.598 kr. kg
Ísl naut. kryddleginn vöðvi ............ 2.158 2.698 2.158 kr. kg
Ísl naut. piparsteik ....................... 2.039 3.398 2.039 kr. kg
Ísl naut. rib eye............................ 2.924 3.898 2.924 kr. kg
Kjúklingalundir ............................ 1.959 2.798 1.959 kr. kg
SS bláberjalæri án rófubeins ........ 1.665 2.378 1.665 kr. kg
Hámark próteindrykkur ................. 179 199 179 kr. stk.
Sérbakað vínarbrauð.................... 119 219 119 kr. stk.
Hvítlauksostabaguette ................. 259 479 259 kr. stk.
Vínarbrauðslengja........................ 399 649 399 kr. stk.
Kostur
Gildir 5. - 8. maí verð nú áður mælie. verð
Kostur kryddað lambalæri............. 1.524 1.905 1.524 kr. kg
Bautabúrs rauðvínsl. grísakótil. ..... 1.199 1.998 1.199 kr. kg
Goði Bratwurst pylsur ................... 415 519 415 kr. kg
Jarðarber í öskju, 250 g................ 199 327 199 kr. stk.
Aro sprauturjómi, 250 ml ............. 279 299 279 kr. stk.
Vitamin water, 591ml................... 199 259 199 kr. stk.
Kostur túnfiskur ........................... 129 149 129 kr. stk.
Great Value Corn Flakes, 510 g ..... 429 499 429 kr. stk.
Jet Puffed sykurpúðar, 283 g ........ 199 379 199 kr. stk.
Asics hlaupaskór .........................17.99019.990 17.990 kr. stk.
Krónan
Gildir 5. - 8. maí verð nú áður mælie. verð
Ungnauta rib eye erlent ................ 2.399 3.998 2.399 kr. kg
Grísasteik m/lime og rósmarín...... 849 1.698 849 kr. kg
Grísahnakki New York................... 899 1.798 899 kr. kg
Móa kjúklingavængir ferskir .......... 443 554 443 kr. kg
Ísl. m. kjúklingalæri...................... 699 898 699 kr. kg
Ísl. m. kjúklingaleggir ................... 699 879 699 kr. kg
Holta buffalóvængir í fötu ............. 498 698 498 kr. pk.
Holta bbqvængir í fötu.................. 498 698 498 kr. pk.
Big bistro pizza pepperoni ............ 359 449 359 kr. stk.
Nettó
Gildir 5. - 8. maí verð nú áður mælie. verð
Ferskt lambalærissneiðar ............. 1.598 1.998 1.598 kr. kg
Ferskt lamba sirloin sneiðar .......... 1.399 1.498 1.399 kr. kg
Ferskt lambafile m/fitu ................. 2.998 3.498 2.998 kr. kg
Ferskt lambalærissteik ................. 1.889 2.698 1.889 kr. kg
Ódýrt lambalæri frosið.................. 999 1.098 999 kr. kg
Ísfugl kalkúnagrillsn./grillpoki ....... 998 1.798 998 kr. kg
Ferskt nautainnralæri ................... 2.129 3.549 2.129 kr. kg
Kjötsel grillpylsur, 10 stk, 480 g .... 295 369 295 kr. pk.
Mangó........................................ 210 419 210 kr. kg
Kell.orkustöng, súkk. 6 stk. ........... 299 439 299 kr. pk.
Nóatún
Gildir 5. - 8. maí verð nú áður mælie. verð
Lambafile m. heiðmerkurkryddi ..... 2.878 3.598 2.878 kr. kg
Lambafile m. fiturönd................... 2.878 3.598 2.878 kr. kg
Grísakótelettur mangó chili ........... 1.049 1.498 1.049 kr. kg
Grísahnakki úrb. mangó chili ........ 1.189 1.698 1.189 kr. kg
Hrefnu piparsteik ......................... 1.689 1.898 1.689 kr. kg
Laxavasi ostafyll. m/mozzarella..... 2.248 2.498 2.248 kr. kg
Holta indverskar lundir ................. 2.213 2.459 2.213 kr. kg
Holta ítalskar lundir á spjóti .......... 2.606 2.895 2.606 kr. kg
Findus meatball pan .................... 951 1.189 951 kr. pk.
Findus lasagne ............................ 558 698 558 kr. pk.
Samkaup/Úrval
Gildir 5. - 8. maí verð nú áður mælie. verð
Ísfugl kjúkl.vængir Tex Mex............ 496 649 496 kr. kg
Kjötborð/pakk. svínahnakk. úrb. ... 989 1.498 989 kr. kg
Kjötborð/pakkað svínalundir ......... 1.429 2.198 1.429 kr. kg
Kjötborð/pakkað svínahakk .......... 569 749 569 kr. kg
Kjötborð/pakkað grísafile ............. 1.599 2.698 1.599 kr. kg
Bökunarkartöflur.......................... 105 209 105 kr. kg
Pepsi Max, 33 cl dós.................... 79 99 79 kr. stk.
Pepsi, 33 cl dós ........................... 79 99 79 kr. stk.
Coop hvítlauksbr., 2x350 g........... 247 329 247 kr. pk.
Coop austurl. grænm.bl., 600 g .... 319 399 319 kr. pk.
Þín Verslun
Gildir 5. - 8. maí verð nú áður mælie. verð
Nautahakk úr kjötborði................. 1.198 1.598 1.198 kr. kg
Nauta innralæri úr kjötborði .......... 2.898 3.498 2.898 kr. kg
Nautagúllas úr kjötborði ............... 1.998 2.598 1.998 kr. kg
Ísfugls kjúklingur heill................... 718 898 718 kr. kg
Coca Cola, 1 ltr ........................... 175 210 175 kr. ltr
Kjörís tilboðs vanilluís 1 ltr ............ 259 369 259 kr. ltr
Milka karamellusúkkulaði, 100 g .. 225 279 2.250 kr. kg
McCain fran. Superfries, 5 mín...... 498 598 767 kr. kg
Lambi eldhúsrúllur, 3 stk. ............. 398 579 398 kr. pk.
Ultje hunangsrist. hnetur, 150 g .... 269 359 1.574 kr. kg
Helgartilboðin
Ég er mjög hagsýn í öllum inn-kaupum,“ svarar Guðrún þegarhún er spurð um innkaupin fyrirheimilið. Hún segist fá allt það
helsta í Bónus en síðan finnist henni virkilega
skemmtilegt að fara í betri búðir. „Mér finnst
ofboðslega gaman að fara í bændamarkað
Frú Laugu, ostabúðir, Melabúðina og að
skoða kjötborðið í Nóatúni. Vegna hagsýn-
innar fer ég oft í Kolaportið til að kaupa hum-
ar, risarækjur og þess háttar en ég er mikið
fyrir að safna gómsætum mat í frystinn. Mér
þykir svo gott að grípa til hans þegar á þarf
að halda. Ég hleyp eftir tilboðum en ef mig
langar í eitthvert sérstakt góðgæti þá kaupi
ég það hvort sem það eru tilboð eða ekki.
Núna þegar sólin hækkar á lofti þá fer ég
ósjálfrátt í léttara fæði. Á sumrin borða ég
meiri fisk og kjúkling heldur en á veturna. Þá
er svo gott að vera með góðar og mat-
armiklar súpur,“ segir hún.
Eldhús eftir eigin höfði
Guðrún segist eiga gott grill bæði heima
og í sumarbústaðnum og notar það óspart í
góðu veðri. „Það getur allt farið á grillið,“
greinir hún frá en Guðrún er mjög dugleg að
halda matarboð bæði fyrir fjölskyldu og vini.
„Ég endurnýjaði eldhúsið mitt, hannaði
það eftir mínum smekk og er ákaflega ánægð
með það. Ég er með góðar græjar, spansuðu-
eldavél og gott vinnuumhverfi. Ég hefði átt
að vera búin að þessu fyrir löngu. Það er svo
gaman að elda í fallegu umhverfi,“ segir Guð-
rún og heldur áfram: „Mér finnst gaman að
blanda saman matreiðslu hinna ýmsu landa
og leik mér með krydd. Ég er nýkomin frá
Indlandi en maturinn þar er yndislegur. Ég
bjó þar í gamla daga og kynntist vel mat-
argerðinni og því hvernig Indverjar nota hin
góðu krydd. Þá lærði ég ýmislegt um hvernig
kryddin virka á heilsuna. Þau geta t.d. verið
bakteríudrepandi. Núna fær maður þetta allt
hér á landi,“ segir Guðrún en vill ekki við-
urkenna að hún sé fær í indverskri mat-
argerð. „Ég er að læra og mér finnst gaman
að prófa mig áfram.“
Guðrún segist gera minna af því en áður að
fara út að borða. „Ef mig langar í gellur þá
fer ég á veitingahúsið Við Tjörnina en annars
fer ég ekki mikið á veitingahús.“
Frumkvæði og nýjungar
Uppáhaldsverslun Guðrúnar um þessar
mundir er Frú Lauga. „Markaðsstemningin
þar er svo skemmtileg. Ég vil styðja nýj-
ungar og brautryðjandastarf. Ég hef keypt
ferskt grænmeti frá Engi í Biskupstungum,
rúgbrauð og flatbrauð, makríl, litla kjúklinga
og gómsætt nautakjöt svo eitthvað sé nefnt.
Einnig hef ég keypt góðan krækling hjá Frú
Laugu.“
Guðrún vill alltaf eiga smjör og rjóma í ís-
skápnum að ógleymdum ostum. „Ef maður á
þetta þrennt þá er hægt að búa til veislumat
úr engu. Ég frysti ostaafganga og nota í
pastasósur. Ég lærði það á námsárunum í
Danmörku að gera veislu úr engu. Hins veg-
ar hef ég aldrei verið mikið fyrir brauð eða
hveiti en gulrætur og spergilkál er oft á borð-
um hjá mér.“
Þegar Guðrún er spurð um veislumat á
heimilinu segir hún að humar og nautakjöt
séu ávallt á borðum þegar sonur hennar
kemur í heimsókn en hann býr í Lundi. Sjálf
segist hún vera afar hrifin af lambakjöti og
fuglum.
„Ég hlusta á líkamann og læt hann segja
mér hvað ég eigi að borða. Einn daginn lang-
ar mig mikið í banana og þá veit ég að mig
vantar einhver efni úr honum. Ég er ekki
öfgamanneskja í mat en er full af vítamínum
vegna þess hversu fjölbreyttan mat ég borða.
Á sumrin langar mig mest í litaglaðan og létt-
an mat. Hann kætir mann,“ segir Guðrún
Ögmundsdóttir sem gefur hér uppskriftir að
léttum og góðum sumarréttum.
elal@simnet.is
Hefur hagsýni að leiðarljósi í innkaupum til heimilisins
Morgunblaðið/Sigurgeir S
„Ég hlusta á líkamann og læt hann segja mér hvað ég eigi að borða,“ segir Guðrún hér stödd hjá kjötkaupmanninum sínum.
Guðrún Ögmundsdóttir, sem er tengiliður vistheimila, er mikill
matgæðingur. Hún hefur gaman af eldamennsku og býður oft til
veislu. Guðrúnu þykir skemmtilegt að prófa nýjungar. Hún er ný-
komin frá Indlandi þar sem hún lærði ýmislegt í matargerð.
Bakaðir portobellosveppir m/
klettasalati
(forréttur fyrir 4 – aðalréttur fyrir 2)
2 góðir portobellosveppir
smjör til steikingar
1 höfðingi
hálfur peli rjómi
sjávarsalt/svartur pipar
parmesanostur
klettasalat
rifinn sítrónubörkur
olía/sítróna/sjávarsalt
parmesanostur
Stilkurinn tekinn innan úr sveppnum,
skorinn mjög smátt og steiktur í smjöri, síðan
er hálfum pela af rjóma hellt saman við. Vel af
svörtum pipar og sjávarsalt til að bragðbæta.
Þetta er sett til hliðar. Sveppahattarnir settir í
eldfast fat, 3 sneiðar af höfðingja á hvern hatt,
síðan er stilkajafningurinn settur ofan á ost-
inn. Bakað í ofni í svona 20 mínútur. Setjið
klettakálið í skál og kreistið yfir pínulítið af
sítrónusafa, setjið einnig örlítið af olíu. Rifn-
um berki stráð yfir og parmesanosti.
Setjið örlítið af salatinu á hvern disk ásamt
hálfum sveppahatti og endilega nýtið allan
jafninginn ofan á sveppinn. Síðan er parmes-
an stráð yfir herlegheitin. Ótrúlega gómsætt.
Gott er að nota þennan rétt sem aðalrétt
handa þeim sem ekki borða kjöt og þá er nóg
að hafa einn vænan hatt á mann.
Chili-risarækjur
á bruschetta
Þennan rétt má nota hreinlega sem forrétt,
eða sem „velkomstrétt“ með góðu glasi af víni.
Risarækjur
1 rauður chili-pipar,
1 hvítlaukur (mjög smátt skorinn)
olía
bruschetta
klettasaltat
sjávarsalt
Risarækjurnar lagðar í olíu sem búið er að
setja í einn smátt skorinn chili-pipar og einn
smátt skorinn hvítlauk. Látið standa í 1-4
tíma. Rækjurnar eru síðan steiktar á vel
heitri pönnu, settar í skál og olían af pönnunni
sett í bolla. (þetta á ekki að hafa heitt). Brauð-
ið ristað og olíu dreift á brauðið. Klettasalat
sett á brauðið og síðan rækjurnar. Gott er að
setja olíuna yfir og svolítið af sjávarsalti.
Smjör
Smjörvi
Rjómi
Góðir ostar
Íslenskir tómatar
Bananar
Rósmarín
Estragon
Alltaf í innkaupakörfunni
Litaglaður matur kætir mig