Morgunblaðið - 05.05.2011, Page 18
bílar Chevrolet Camaro var valinn glæsilegasti nýi bíllinn á sýn-ingu Kvartmíluklúbbsins Burnout 2011 sem fór fram umpáskana í Garðabæ. Í flokknum Flottasta sýningartækiðvarð Chevrolet Corvette í efsta sæti og náði öðru sæti íflokknum flottasti gamli bíllinn. Metaðsókn var á sýn-
inguna, hana sóttu alls um 2.500 gestir og létu sér vel líka.
Kvartmílusýning
Camaro glæsilegastur
Þrír bílaframleiðendur eru eftir í kapphlaup-
inu um að verða leigubíll morgundagsins í
New York. Ford, Nissan og indverski framleið-
andinn Karsan. Í óformlegri könnun, sem
nefndin, sem endanlega velur framtíð-
arleigubílinn lét gera meðal New Yorkbúa,
lenti sá indverski í efsta sæti. Karsan hefur að
auki spilað út trompi sem vegið gæti þungt í
valinu, en það er að framleiða bílinn alfarið í
Bandaríkjunum og það í Brooklyn – í stóra
eplinu sjálfu. Það myndi skapa 800 ný störf.
Vélin og drifbúnaðurinn í þennan bíl Karsan
er svo að auki frá Chrysler og framleiðslan fer
fram í Michigan. Framleiðsla Ford-bílsins færi
fram í Tyrklandi og Nissan-bílsins í Japan.
Karsan-bíllinn virðist hafa ýmsa kosti fram yf-
ir hina, svo sem gott aðgengi fyrir fatlaða og
færanlegt glerþak.
finnur@reykjavikbags.is
Nýr New York taxi í hönnun
Indverski bíllinn
skorar hátt í borginni
Tímaritið Forbes birtir árlega lista yfir verstu
nýju bíla sem framleiddir eru. Bandarískir
framleiðendur eiga sjö af tíu verstu bílunum.
Matið er byggt á áreiðanleika og bilanatíðni,
öryggi, eyðslu, frammistöðu í akstri, rekstr-
arkostnaði og endursölu. Ford á engan bíl á
listanum en GM og Chrysler eiga marga. GM
bílarnir Cadillac Escalade, Chevrolet Tahoe,
og Chevrolet Colorado. Enn verri útkoma er
hjá Chrysler sem á Chrysler Town & Country,
Jeep Wrangler, Dodge Nitro og Dodge Da-
kota á listanum.
finnur@reykjavikbags.is
Tíu verstu bílarnir að mati Forbes
Vond útkoma hjá GM
og Chrysler-bílum
Nauðsynlegt er að dreifa betur álagiá þjóðvegum landsins og slíktmætti gera með aðstoð GPS-tæknisem notuð er víða erlendis til að
mæla staðsetningu og ekna vegalengd öku-
tækja og haga skattlagningu samkvæmt því.
Þetta segir Kristján L. Möller þingmaður
Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi og
fv. samgönguráðherra.
„Ég hef lengi talað um hvort ekki væri rétt-
lætanlegt að lækka þunga-
skatt af flutningabílum aki
þeir á milli staða að næt-
urlagi,“ segir Kristján L.
Möller.
„Með GPS-tækni um
gervihnött er hægt að skrá
aksturinn nákvæmlega og á
hvaða tíma sólarhringsins
var ekið. Þungaskatturinn
verði lækkaður á þeim bíl-
um sem aka að næturlagi, þannig ætti að vera
hægt að lækka flutningskostnaðinn talsvert.
Með því að taka upp þetta form verður umferð-
in á þjóðvegum léttari á daginn, þar sem þessir
stóru og fyrirferðamiklu flutningabílar taka
mikið pláss á vegunum. Auk þess má benda á
að slit á vegum verður ekki eins mikið, þar sem
malbikið er viðkvæmara fyrir þungum bílum á
daginn vegna meiri hita.Þannig að fjárhags-
legur sparnaður getur verið verulegur.“
Kristján segir sömuleiðis réttlætanlegt að
ívilna með þessum hætti fólki sem þarf oft að
aka um langan veg á milli staða t.d. vegna
vinnu fjarri heimili.
„Tæknin er til staðar. Í Þýskalandi er byrjað
að nota hana í tengslum við innheimtu á gjöld-
um vegna flutningabíla á hraðbrautum og að-
alvegum sem og í Slóvakíu. Í Hollandi hafa
verið gerðar tilraunir sem hafa tekist vel og
þar stendur til að hefja innheimtu með þessari
tækni innan nokkurra ára af allri umferð.“
Því fyrr því betra
Þingmaðurinn segir að umferðaröryggi auk-
ist líklega til muna, sjái fyrirtækin hag í því að
nota þjóðvegina frekar að næturlagi.
„Því miður verða allt of mörg alvarleg slys á
þjóðvegum landsins á hverju ári og við þurfum
að reyna með öllum tiltækum ráðum að gera
vegina sem öruggasta. Þetta er ein fjölmargra
leiða til þess. Þetta eru stórir og miklir bílar og
með því að þeir verði frekar á ferðinni að næt-
urlagi er ég sannfærður um að umferðaröryggi
eykst. Auk þess bendi ég á að fjölmörg fyr-
irtæki hafa þegar tekið þessa tækni í notkun,
þannig að í mínum huga er málið skýrt, við eig-
um að bretta upp ermarnar og hefjast handa í
þessum efnum. Því fyrr því betra.“
karlesp@simnet.is
Þingmaður Norðausturkjördæmis vill dreifa álagi flutningabíla á þjóðvegunum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sú skoðun er uppi að umferðaröryggi aukist sjái fyrirtækin hag í að nota vegi frekar að næturlagi.
Næturskattur verði lægri
Kristján L. Möller
„Við höfum undanfarin ár farið í sýningar- og
söluferðir á nokkra staði úti á landi í sumar-
byrjun og sama er uppi á teningnum nú,“
segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi
hjá Toyota. Toyota í Kópavogi fer nú í vikulok-
in austur á land þar sem kynntar verða
nokkrar af nýjustu og vinsælustu Toyota- og
Lexus-bifreiðunum sem eru í boði um þessar
mundir sem fólki gefst kostur á að reynslu-
aka.
Þær gerðir af Toyota sem kynntar verða
eru Íslandsbíllinn Land Cruiser 150 VX, svo
og Rav4 X, Avensis WG, Urban Cruiser 1,4l
D4D. Lexus-bílarnir eru RX450h, Lexus
CT200h. Sýningarnar verða sem hér segir: Kl. 11:30 til 13:00 verður kynning við Olís á
Hornafirði og kl. 16:00-17:30 við verslunarmiðstöðina Molann á Reyðarfirði. Frá kl. 18:30
til 20 verður svo bílasýning milli kl. 18:30 og 20 við Olís í Neskaupstað. Austurferðinni lýk-
ur svo við Bifreiðaverkstæði Austurlands á Egilsstöðum með sýningu milli kl. 12 og 17 á
laugardag.
Sýningarferð hjá Toyota og Lexus um Austurland um helgina
Vorferð samkvæmt venjunni
Toyotamenn fyrir austan um helgina.