Morgunblaðið - 09.05.2011, Page 1
M Á N U D A G U R 9. M A Í 2 0 1 1
Stofnað 1913 107. tölublað 99. árgangur
LUMAR Á
RÚMLEGA 200
ÚRKLIPPUBÓKUM
NÁNAST
Í HÖFN
SYNGUR LÖG
TÓNSKÁLDA
MEÐ SÉRSTÖÐU
19. TITILL UNITED BLASIR VIÐ ÍÞRÓTTIR ÁSGERÐUR 28ÓMETANLEGAR HEIMILDIR 10
Skúli Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
Íslenskir starfsmenn um borð í ferj-
unni Norrænu fá töluvert lægri laun
fyrir vinnu sína á ferjunni en fær-
eyskir samstarfsmenn þeirra. Að
vonum gætir óánægju með þetta
meðal Íslendinganna en kjaramun-
inn má rekja til lágs gengis ís-
lenskrar krónu gagnvart danskri
krónu og íslenskra kjarasamninga. Telja Íslendingarnir
sig niðurlægða með því að fá lægra kaup en samstarfs-
fólk sitt fyrir sömu vinnu.
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Ís-
lands, segir að félaginu hafi verið
stillt upp við vegg í málinu. Hefði
ekki verið fallist á að kjör íslenskra
starfsmanna færu eftir íslenskum
kjarasamningum hefðu Íslending-
um ekki boðist þessi störf. Frekar
en að verða af störfunum var fallist
á þetta skilyrði. Kjarasamningarn-
ir sem um ræðir eru frá árinu 2008
og runnu út í nóvember í fyrra.
Rúna Vang Poulsen, fram-
kvæmdastjóra Smyril Line sem rekur Norrænu, og ís-
lensku starfsmennina greinir á um hvort Íslendingunum
hafi verið gerð grein fyrir að íslensku samningarnir
skyldu gilda áður en þeir hófu störf. »4
Lægri laun fyrir sömu vinnu
Íslenskir starfsmenn á Norrænu telja sig vera niðurlægða
Það var sannkölluð sumarblíða í höfuðborginni um
helgina og nutu jafnt tvífætlingar sem fjórfætlingar
góðs af því. Á Austurvelli var iðandi mannlíf og
margir sem lögðu leið sína þangað til að spóka sig
og fá sér eitthvað gott í gogginn. Þessi litli hvutti
hafði gott útsýni úr þessu fína sæti og fylgdist at-
hugull með mannaferðum á meðan eigandi hans
sleikti sólina sumarlegur og sæll. »12
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sumarstemning á vellinum
Ekki er heimilt að reikna vexti Seðlabanka
Íslands ofan á gengistryggð lán nema eftir
þann dag sem dómur Hæstaréttar um ólög-
mæti gengistryggðra lána féll. Þetta segir
Skarphéðinn Pétursson, hæstaréttarlög-
maður. Hann segir að lögin um endurút-
reikning lána miðist við að vextir Seðlabank-
ans séu reiknaðir frá lántökudegi. Hins
vegar sé nú ætlunin
að láta á það reyna
fyrir dómi hvort slík
afturvirkni standist
lög. „Afturvirk lög
eru ekki talin stand-
ast í öllum tilfellum,“
segir hann.
Þingmaðurinn
Guðlaugur Þór Þórð-
arson hefur birt
lánareiknivél á
heimasíðu sinni, þar
sem sýndar eru mis-
munandi aðferðir við
endurútreikning
gengistryggðra lána.
Bornar eru saman
aðferðir bankanna við endurútreikning lána
við aðferðir Veritas-lögmanna og endurskoð-
unarfyrirtækisins GK-endurskoðun. Veri-
tas-lögmenn miða við að ekki eigi að reikna
vexti Seðlabankans á gengistryggð lán fyrr
en eftir að dómur Hæstaréttar um ólögmæti
gengistryggðra lána féll. GK-endurskoðun
reiknar vexti Seðlabankans hins vegar ofan á
lánin frá lántökudegi, en tekur tillit til
greiðslna inn á höfuðstól lánsins eftir því
sem þær berast. Í báðum tilfellum eru nið-
urstöður endurútreiknings hagstæðari fyrir
lántaka. Ástæðan er sú að bankarnir reikna
vexti Seðlabankans á allan höfuðstólinn og
bæta áföllnum vöxtum við höfuðstól á 12
mánaða fresti á lánstíma. Á móti er sömu
vöxtum bætt ofan á innborganir á höfuðstól.
Afleiðingin er sú að eftirstöðvar lána verða
hærri eftir endurútreikning.
MMunar fleiri milljónum »4
Getur
munað
miklu
Misjafnar aðferðir
við endurreikning lána
Erlend lán
» Miklu munar
á endurútreikn-
ingi lána hjá
bönkunum og
sérfræðingum
ótengdum
bönkunum.
» Munurinn
getur hlaupið á
mörgum millj-
ónum króna.
Jón Þór Júlíusson hjá Laxi ehf.
sem hefur margar veiðiár á leigu
segir snjó í fjöllum meiri en síðasta
vor. „En grunnvatnsstaðan almennt
er bara miklu betri. Tjarnir, vötn
og mýrar eru í miklu betra ásig-
komulagi. Horfurnar eru miklu
betri en í fyrra. Það sem fór með
þetta í fyrra var maímánuður.
Hann gerði útslagið með endalausri
sól og blíðu.“
Fleiri taka í sama streng og segja
betra útlit nú en í fyrra, en síðasta
sumar sló flest met þegar kemur að
öfgum í veðurfari. Það kemur sér
líka vel fyrir veiðimenn í Blöndu að
vatnshæð í Blöndulóni er í sögulegu
lágmarki. »9
Meiri vatnsforði fyr-
ir veiðiárnar í sumar
Maríulax Vænn Norðurárlax árið 2009.
Þingvallanefnd
er óstarfhæf
nema til komi af-
sökunarbeiðni til
handa fulltrúum
Sjálfstæðisflokks
frá Þráni Ber-
telssyni, fulltrúa
VG í nefndinni.
„Fasistapakk“
var sú einkunn
sem Þráinn gaf
Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur
og Ragnheiði Elínu Árnadóttur,
Sjálfstæðisflokki, eftir fund nefnd-
arinnar á fimmtudaginn. „Þessi
orðaskipti voru á milli mín og við-
mælenda minna og koma starfi
Þingvallanefndar ekkert við,“ segir
Þráinn í samtali við Morgunblaðið.
Hann segir að fyrr frjósi líklega í
víti en að hann biðjist afsökunar á
þessu. »2
Óstarfhæf nefnd
án afsökunarbeiðni
Þráinn
Bertelsson
Íslandsmeistarar Breiðabliks sitja á botni Pepsi-
deildar karla í fótboltanum eftir tvær umferðir en
bikarmeistarar FH unnu afar öruggan sigur á
þeim í Kaplakrika í gærkvöld, 4:1. Kópa-
vogsliðið hefur fengið á sig sjö mörk og
tvö rauð spjöld í fyrstu tveimur leikjun-
um. Þetta voru jafnframt fyrstu stig
FH-inga sem töpuðu fyrir Valsmönn-
um í fyrstu umferðinni.
Auk Blika hafa Framarar tapað báðum sín-
um leikjum í deildinni en Valsmenn eru hins
vegar einir með fullt hús stiga í efsta
sætinu. Ítarlega er fjallað um aðra
umferð deildarinnar í átta síðna
íþróttablaði í dag. » Íþróttir
Meistararnir sitja
eftir í botnsætinu