Morgunblaðið - 09.05.2011, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2011
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Costa del Sol
6. og 15. maí í 9 nætur
Heimsferðir bjóða tvær frábærar 9 nátta ferðir til
Costa del Sol í vor. Í boði eru frábær sértilboð, með
„öllu inniföldu“ á Griego Mar hótelinu sem var mjög
vinsælt meðal farþega Heimsferða í fyrra. Ath. mjög
takmarkaður fjöldi herbergja í boði á þessum kjörum.
Frá kr. 109.900 með „öllu inniföldu“
Gríptu þetta frábæra
tækifæri og njóttu lífsins
í vor á Costa del Sol á
ótrúlegum kjörum.
Verð kr. 109.900
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli
í 9 nætur með öllu inniföldu á Hotel
Griego Mar ***.
15. maí í 9 nætur
Heimsferðir bjóða tvær frábærar 9 nátta fe
Í
frábæ a 9 nátta ferð til
Þýskt útgerðarfélag Reykjafoss,
sem Eimskip leigði til Ameríkusigl-
inga, hefur lýst yfir sameiginlegu
sjótjóni vegna óhapps sem varð á
leið skipsins að bryggju í Argentia
á Nýfundnalandi 29. apríl síðastlið-
inn. Upplýsingafulltrúi Eimskips
segir félagið ekki hafa átt neinn
þátt í yfirlýsingu um sameiginlegt
sjótjón.
Sameiginlegt sjótjón þýðir að
eigendur farms í skipinu þurfa að
taka þátt í kostnaði sem hlýst af
óhappinu. Draga þurfti skipið að
bryggju og afferma áður en það var
dregið í slipp til viðgerðar. Þeir
sem höfðu tryggt farminn þurfa
ekkert að borga því farmtrygg-
ingin tekur til sameiginlega sjó-
tjónsins.
Farmurinn var síðan fluttur um
borð í annað skip og hingað til
lands, en Reykjafoss var á leið frá
Norfolk í Bandaríkjunum til Ís-
lands. Ekkert tjón varð á farm-
inum.
Ólafur William Hand, upplýs-
ingafulltrúi Eimskips, segir Eim-
skip hafa hreyft mótmælum við
yfirlýsingu um sameiginlegt sjótjón
og muni skoða réttarstöðu sína og
viðskiptavina sinna varðandi þá
ákvörðun. Kannað verði hvort
grundvöllur sé fyrir því að lýsa yfir
sameiginlegu sjótjóni. Hann segir
félagið ekki hafa fengið tæmandi
upplýsingar um hvað í raun gerðist
þegar Reykjafoss fékk á sig högg á
leið til hafnar í Argentia. Ólafur
sagði það vera mál útgerðarinnar
og kanadískra yfirvalda.
Þrír Íslendingar voru um borð
þegar óhappið varð.
Lýstu yfir sam-
eiginlegu sjótjóni
Eimskip hreyfði mótmælum við yfir-
lýsingunni og skoðar réttarstöðu sína
Eimskip Reykjafoss varð fyrir
höggi 29. apríl síðastliðinn.
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Mörgum milljónum getur munað á
eftirstöðvum lána eftir endurú-
treikningi bankanna annars vegar
og endurútreikningi lögfræðinga
og endurskoðenda sem ekki starfa
hjá bönkunum, hins vegar. Guð-
laugur Þór Þórðarson alþingis-
maður hefur látið útbúa reiknivél
sem aðgengileg er á heimasíðu
hans, gudlaugurthor.is. Svo virðist
sem bankarnir taki ekki tillit til
inngreiðslna á höfuðstól gengis-
tryggðra lána með réttum hætti,
að mati Gunnlaugs Kristinssonar
endurskoðanda.
Bankar endurreikna gengis-
tryggð húsnæðislán með þeim
hætti að vextir Seðlabanka Íslands
eru reiknaðir ofan á höfuðstól
lánsins. Að 12 mánuðum liðnum
frá upphaflegum lántökudegi verð-
ur til nýr uppreiknaður höfuðstóll.
Á sama hátt er vöxtum Seðlabank-
ans bætt ofan á innborganir. Eftir-
stöðvar lána eru meðhöndlaðar
með sama hætti. Guðlaugur Þór
bendir á að ekki sé tekið tillit til
inngreiðslu á höfuðstól á lánstím-
anum með réttum hætti með þess-
ari aðferð. „Ef menn taka ekki til-
lit til greiðslu inn á höfuðstólinn á
lánstímanum kemur það sér illa
fyrir lántakendur. Enda reiknast
hærri vextir á hærri höfuðstól. Í
öðru lagi skiptir máli hvort menn
reikna vexti Seðlabankans ofan á
lánið eftir að dómurinn féll eða
endurreikna vextina frá uppruna-
legum lántökudegi,“ segir hann.
Gunnlaugur Kristinsson, endur-
skoðandi hjá GK endurskoðun,
segir að hans útreikningar miðist
við að lög viðskiptaráðherra númer
151/2010 um endurútreikning lána
haldi. Hann segir að bankarnir
beiti svokallaðri vaxtavöxtun sem
ekki er heimil samkvæmt lögun-
um. „Þeir bæta vöxtum inn í höf-
uðstólinn á 12 mánaða fresti. Ekki
er gert ráð fyrir því í lögunum,“
segir hann. Aðferð Gunnlaugs
gengur út að reikna vexti Seðla-
bankans frá lántökudegi, en draga
höfuðstólsgreiðslur frá í hverjum
mánuði. Veritas-lögmenn ganga
enn lengra en Gunnlaugur í túlkun
sinni á hvernig endurreikna eigi
erlendu lánin. Skarphéðinn Pét-
ursson hæstaréttarlögmaður seg-
ist telja að miða eigi endurreikn-
ing á vöxtum við hvenær dómur
Hæstaréttar féll. Ekki hefur reynt
á þá túlkun fyrir dómi.
Munar fleiri milljónum
Deilt um hvernig skuli endurreikna erlend lán Þingmað-
ur segir bankana ekki taka tillit til greiðslna inn á höfuðstól
15 milljón króna lán
tekið 1.janúar 2004
Lánstími: 40 ár Vaxtaálag: 2%
USD 25% CHF 20%
JPY 10% EUR 45%
Bankaútreikningur 22,5 milljónir
GK endurskoðun 19 milljónir
Veritas lögmenn 11,5 milljónir
50 milljón króna lán
tekið 1.júní 2007
Lánstími: 40 ár Vaxtaálag: 2%
USD 25% CHF 20%
JPY 10% EUR 45%
Bankaútreikningur 55,5 milljónir
GK endurskoðun 53 milljónir
Veritas lögmenn 41 milljón
35 milljón króna lán
tekið 30.nóvember 2006
Lánstími: 40 ár Vaxtaálag: 2%
USD 25% CHF 20%
JPY 10% EUR 45%
Bankaútreikningur 40 milljónir
GK endurskoðun 36 milljónir
Veritas lögmenn 25,5 milljónir
Endurútreikningur lána
40 milljón króna lán
tekið 1.janúar 2006
Lánstími: 40 ár Vaxtaálag: 2%
USD 25% CHF 20%
JPY 10% EUR 45%
Bankaútreikningur 48 milljónir
GK endurskoðun 44 milljónir
Veritas lögmenn 31 milljón
Skúli Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
Íslenskir starfsmenn um borð í
Norrænu eru óánægðir með að fá
lægri laun en aðrir sem vinna á ferj-
unni. Kjör þeirra fara eftir íslensk-
um kjarasamningum. Að sögn Jón-
asar Garðarssonar, formanns
Sjómannafélags Íslands, er þetta
heimilt þótt það leiði til lakari kjara
Íslendinganna og Norræna sigli
undir færeysku flaggi. Kjarasamn-
ingarnir sem um er að ræða runnu
út í fyrra.
Rúni Vang Poulsen, fram-
kvæmdastjóri Smyril Line sem rek-
ur Norrænu, segir að meginástæða
launamunarins sé lágt gengi ís-
lenskrar krónu gagnvart danskri.
Laun Íslendinganna eru ákveðin í
íslenskum krónum en laun Fær-
eyinganna í dönskum. Munurinn
milli íslenskra starfsmanna og fær-
eyskra nemur að sögn Íslending-
anna 29%. Jónas segir rétt að
laun Íslendinganna séu lægri
en kveður muninn vera nær
12-15%.
„Það er ekki verið að bera
saman epli og epli,“ segir
Jónas. „Það þarf að tína alls
konar hluti til til þess að
búa til heildarmynd af
þessu. Til að mynda per-
sónuafslátt og lífeyrissjóð
því útlendingar sem vinna
á skipum í Færeyjum
borga ekki í lífeyrissjóð.“ Af þessum
sökum segir Jónas að munurinn sé
langtum minni en haldið er fram. Þá
fái Íslendingarnir borgað hátíð-
arálag sem aðrir fái ekki og af þess-
um sökum segir Jónas að júnímán-
uður komi jafnvel betur út fyrir
Íslendingana en aðra.
Var stillt upp við vegg
„Þessi störf hefðu ekki verið í
boði fyrir [Íslendinga] nema á ís-
lenskum samningum,“ segir Jónas
ennfremur og hann segir að í raun
hafi Sjómannafélaginu verið stillt
upp við vegg í málinu. Að endingu
hafi verið talið réttast að fallast á að
fara eftir íslenskum kjarasamn-
ingum frekar en að Íslendingarnir
yrðu alfarið af störfunum.
Að sögn Íslendinganna sem starfa
um borð höfðu þeir ekki fengið að
sjá hina nýju samninga þegar þeir
hófu störf. Poulsen segir þetta ekki
rétt og hann segir að eftir því sem
hann viti best hafi fólki verið gerð
sérstaklega grein fyrir því að kjör
þeirra færu eftir íslensku samning-
unum. Þá hafi þeir sem unnið höfðu
áður um borð og töldu sig njóta
kjara samkvæmt fyrri samningum
fengið að vera áfram undir þá settir.
Fá síðri kjör vegna
íslenskra samninga
Íslendingarnir með lægri laun vegna íslenskra samninga
Íslendingarnir sem starfa um borð í Norrænu segja að niðurlæging og
lítillækkun felist í því að vera veitt síðri kjör en samstarfsfólk og vinir
um borð fá fyrir sömu störf. Þeir eru hræddir um að þeim verði
sagt upp störfum sætti þeir sig ekki við verri kjör en þau sem
Færeyingar um borð njóta. Þetta kemur fram í tölvubréfi frá Ís-
lendingunum. Með bréfinu fylgdi undirskriftalisti þar sem um
fimmtíu starfsmenn Norrænu, íslenskir og færeyskir, höfðu
ritað nöfn sín til að lýsa yfir andstöðu við launamuninn.
Munu það vera um 90% starfsmanna um borð og í bréfinu
segir að þeir sem ekki skrifuðu undir hafi óttast eftirmál
af því. Þar segir einnig að Íslendingunum finnist Smyril
Line vera að nýta sér bágan efnahag Íslendinga og takmark-
aða atvinnumöguleika hér á landi.
Kjaramunurinn niðurlægjandi
50 STARFSMENN NORRÆNU ÓÁNÆGÐIR MEÐ LAUNAMUNINN
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Norræna Íslendingar sem vinna um borð í ferjunni Norrænu fá lægri laun en Færeyingar fá fyrir sömu störf.