Morgunblaðið - 09.05.2011, Síða 10

Morgunblaðið - 09.05.2011, Síða 10
Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Íhúsi einu í Keflavík safnastupp heimildir um íslenskatónlistarsögu. Húsið er þekktkennileiti í bænum því á þaki þess er einkennismerki hljómsveit- arinnar Rolling Stones, tungan góða. Í þessu húsi fæddist Einar Júlíusson, fyrsti söngvari Hljóma og ólst þar upp en nú býr þar mikill áhugamaður um tónlist og forfallinn Stones-ari, Sævar Þorkell Jensson, alltaf kallaður Keli. Hann á vel á þriðja hundrað úrklippubækur um íslenska tónlistarmenn og hljóm- sveitir í bland við úrklippur með uppáhaldinu, Rolling Stones. Þetta byrjaði smátt en vatt svo upp á sig. Nú er svo komið að þetta krefst bæði mikillar vinnu og fjármagns, að ógleymdum skilningi eiginkon- unnar, Julie. Keli segir í samtali við blaða- mann að margir álíti sig skrítinn. „Þessi söfnunaráhugi byrjaði þegar ég var krakki. Ég byrjaði á því að safna bíóskrám og átti undir lokin þrjá stóra kassa af þeim. Svo fannst mér þær ekki lengur spennandi og henti þeim öllum,“ segir Keli. Söfn- unaráhuginn hvarf þó ekki með því að fleygja skránum heldur beindist í aðra átt. „Ég hafði ofsalega gaman af tónlist Rolling Stones og hef enn. Ég byrjaði því sem átta ára gutti að safna úrklippum með hljómsveitinni og hljómsveitarmeðlimum.“ Keli hefur þó ekki látið úrklipp- urnar nægja því kjallari íbúðarhúss- ins er þakinn veggspjöldum, ljós- myndum og munum merktum Rolling Stones, myndum af Kela með þekktum tónlistarmönnum, úr ferðum með vinunum í Sexunum og fleira sem tengist þessu áhugamáli. Söfnunin tekur ekki bara pláss, heldur mikinn tíma og nokkra fjár- muni en Keli segist ekki setja það fyrir sig, hann sé ekki í einhverri annarri vitleysu á meðan. Auk þess gaf hann reykingar upp á bátinn til að geta sinnt þessu betur. Engin eft- irsjá í því. Úrklippurnar notaðar í heimildarvinnu Þegar Hljómar tóku að trylla íslenska alþýðu á 7. áratugnum fór áhugi Kela að beinast að íslenskum hljómsveitum og tónlistarmönnum. Rúnar Júlíusson og félagar urðu fyrirferðarmiklir í úrklippubók- unum, sem og sveitir eins og Júdas og Trúbrot og hann á margar heim- ildir um störf sveitanna. Hann nefndi sérstaklega áhugann á öllu því sem Magnús Kjartansson hefur Ómetanlegar heim- ildir um íslenska tónlistarsögu „Ég hef alltaf haft gaman af tónlist Rolling Stones og byrjaði að safna efni um þá þegar ég var átta ára. Þetta vatt svo upp á sig þegar ég fór að vinna með hljóm- sveitinni Júdas. Elstu úrklippurnar eru yfir 40 ára gamlar,“ segir safnarinn Sæv- ar Þorkell Jensson, íbúi í bítlabænum Keflavík. 7. áratugurinn Þá var Júdas meðal vinsælustu hljómsveita landsins og Keli starfaði um skeið með sveitinni. Hún er auðvitað í úrklippubók. Goðin Þeir sem ganga framhjá húsi Kela sjá strax að þar býr Stones-ari. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2011 Vorið er komið og gróðurinn að vakna til lífsins. Vorverkin bíða því garðeig- enda og má geta nærri að marga er farið að klæja í græna fingurna eftir að geta potað þeim ofan í mold og byrjað að reyta, hreinsa, klóra, gróð- ursetja, klippa og snyrta. Þá getur verið gott að hafa góða leiðsögn og hana má m.a. finna á netinu á heima- síðu Garðyrkjufélags Íslands. Þar má finna pakkfullan vef af alls kyns fróðleik og ábendingum. Fyrir utan fréttir af félagsstarfinu er þar að finna umfjöllun um blóm vikunnar, fjöldann allan af greinum um ýmis mál er brenna á garðeigendum, leið- beiningar um allt frá áburðargjöf og fjölærar jurtir til matjurtaræktunar. Þá er á síðunni vettvangur þar sem hægt er að senda inn fyrirspurnir og geta lesendur þá deilt fróðleik sínum um viðkomandi efni. Flott garðyrkju- síða sem auðvelt er að týna sér í. Vefsíðan www.gardurinn.is Morgunblaðið/Ómar Í blóma Sólgular páskaliljur eru bæði sumarlegar og gleðja augað. Fróðleikur fyrir græna fingur Það má með sanni segja að lands- menn hafi tekið áskorun um að hjóla í vinnuna með pomp og prakt því allir stígar og götur hafa skyndilega fyllst af hjólandi vegfarendum, sem er ald- eilis frábært. Þar sem hjólandi veg- farendur eru annars sjaldgæf sjón yf- ir vetrartímann er hætta á að bílstjórar og gangandi vegfarendur sem fara um svipaðar slóðir séu óvanir hinni hjólandi umferð. Því verður aldrei of brýnt fyrir fólki að fara að öllu með gát, hvort sem það situr sjálft á hjólhestinum, á bak við stýri á blikkbelju eða notar tvo jafn- fljóta sem samgöngutæki. Enginn vill að heilsuátakið endi með heilsuleysi vegna þess að bíll aki á hjól eða hjól á göngumann. Og fyrir alla muni elsk- urnar – munið eftir hjálminum! Endilega… …farið varlega á hjólinu Morgunblaðið/Kristinn Hjólandi Allir að fara varlega, takk! Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Hafi hin verðandi móðir fengið fyrstu blæðingar snemma á lífsleiðinni aukast líkurnar á því að barnið sem hún ber undir belti sé stúlka. Þetta eru niðurstöður nýrrar japanskrar rannsóknar sem vísindavefurinn For- skning.no greinir frá. Í rannsókninni voru yfir 10.000 mæður spurðar að því hvenær þær fóru að hafa á klæðum og hvort þær hafi alið stúlku eða dreng. Konur sem fengu tíðir þegar um 10 ára aldur voru líklegastar til að eiga stúlkur, en aðeins 46% líkur voru á því að í barnahópi þeirra leyndist strákur. Helmingslíkur voru á því að þær sem fengu blæðingar í fyrsta sinn í kringum 12 ára aldurinn ættu stráka. Hins vegar voru 53% líkur á því að konurnar, sem fengu blæðingar fyrst í kringum 14 ára aldur ættu stráka. Skýringin kann að vera sú að í blóði þeirra kvenna sem fá blæðingar snemma er meira af hormóninu oest- radiol en hjá þeim sem hafa seint á klæðum. Japönsku vísindamennirnir telja að hormónið geti leitt til auk- innar tíðni fósturláta þegar um karl- kynsfóstur er að ræða. Vísindi Stúlknamæður fóru snemma á blæðingar Með barni Blæðingar geta sagt til um hvaða kyn leynist í bumbunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.