Morgunblaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2011
✝ ÞorsteinnBjörnsson
fæddist á Land-
spítalanum í
Reykjavík 12. apr-
íl 2002. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu 2. maí
síðastliðinn.
Foreldrar hans
eru Björn Davíð
Þorsteinsson,
verkfræðingur, f.
1971 og Kristrún Bragadóttir,
kennari f. 1976. Systir Þor-
steins er Katrín Ingunn f.
1998.
Þorsteinn var
nemandi í Hóla-
brekkuskóla í
Reykjavík. Hann
æfði knattspyrnu
með íþróttafélag-
inu Leikni og ka-
rate hjá karate-
deild Fylkis. Auk
þess hafði hann
mikinn á huga á
veiði.
Útför Þorsteins
fer fram frá Grafarvogskirkju
í dag, mánudaginn 9. maí
2011, og hefst athöfnin klukk-
an 13.
Að kveðja lítinn vin okkar
hann Þorsteinn eða Steina eins
og hann var alltaf kallaður er
það erfiðasta sem við höfum
gert á ævinni. Við viljum minn-
ast hans með nokkrum orðum.
Það er ótrúlegt hvað litlar sálir
geta tengt okkur mörgum og
sterkum vinaböndum. Við
kynntumst honum Steina í
gegnum son okkar hann Emil
Örn en þeir kynntust í 6 ára
bekk og hófst mikill vinskapur
þeirra á milli strax.
Við kynntumst foreldrum
Steina þeim Bjössa, Kristrúnu
og systur hans Kötu í gegnum
strákana og höldum við sterk-
um vinskap enn í dag. Þeir
æfðu saman fótbolta hjá Leikni
og var mikið keppnisskap í
þeim. Við fórum í ófáar keppn-
isferðir með þá og var alltaf
gaman að fylgja þeim og hvetja
þá. Fórum við saman í sum-
arbústaðferðir og ferðalög og
var alltaf mikil gleði með þeim
strákum.
Steini var tíður gestur á okk-
ar heimili sem og Emil Örn hjá
honum. Steini var yndislegur
strákur svo ljúfur, góður og
vinur vina sinna. Hann var
mjög góður í íþróttum, stund-
aði bæði fótbolta og karate og
var einn með þeim fremstu í
því. Við skutluðum þeim vinum
oft á fótboltaæfingu og horfð-
um á þá og tókum við eftir að
Steini var svo duglegur og mik-
ill keppnismaður. Ætlaði hann
sér að verða atvinnumaður í
fótboltanum og átti mikla
möguleika að verða það.
Steina verður sárt saknað í
þeirra vinahóp enda góður og
samheldinn vinahópur. Við
geymum minningu um góðan
og fallegan dreng hann Steina í
okkar hjörtum um ókomna tíð.
Elsku Bjössi, Kristrún, Kata
og fjölskylda, megi Guð styrkja
ykkur á þessum erfiðu sorg-
artímum. Vottum við ykkur
okkar dýpstu samúð og verður
hugur okkar alltaf hjá ykkur í
sorginni.
Þar sem englarnir syngja sefur
þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér
nær
aldrei ég skal þér gleyma.
svo vöknum við með sól að
morgni.
(Bubbi Morthens.)
Saknaðarkveðjur,
Ingunn Hrund, Benedikt
og Emil Örn.
Mánudagurinn 2. maí síðast-
liðinn rann upp bjartur og fag-
ur eftir óvenjusnjóþunga helgi
miðað við árstíma. Loksins virt-
ist vorið langþráða ætla að ná
yfirhöndinni og við hér á suð-
vesturhorninu önduðum léttar
því rysjótt tíðin í apríl hafði
reynt svolítið á þolrifin í okkur.
En nú vermdi blessuð vorsólin,
fuglarnir sungu og gróðurilmur
var í lofti. Á þessum fallega og
langþráða vordegi gerðist sá
hörmulegi atburður að hann
Steini litli frændi okkar hné
niður örendur í leik með vinum
sínum. Eftir sitjum við sem að
honum stóðum hnípin í sorg
okkar og söknuði. Sagt er að
vegir guðs séu órannsakanlegir
og víst er að það er ofar mann-
legum skilningi að átta sig á til-
gangi þess að ungur og heil-
brigður drengur er tekinn svo
skyndilega burt frá fjölskyldu
sinni og ástvinum.
Við minnumst Steina sem
einstaklega fallegs og ljúfs
drengs. Yfir honum var alla tíð
mikil friðsæld og ró og það var
gott að vera í návist hans. Við
minnumst þess ekki að hafa séð
hann reiðan eða ósáttan, heldur
virtist hann alla tíð líða áfram
eins og lygn á. Því fór þó fjarri
að Steini væri orkulaus. Hann
var mikill dugnaðarforkur þeg-
ar kom að íþróttum og æfði
bæði knattspyrnu og karate
með góðum árangri. Þá stund-
aði hann veiðiskap með pabba
sínum og hafði mikinn áhuga á
allri veiði. Voru þeir feðgar
miklir félagar og sameinuðust í
þessu áhugamáli sínu. Daginn
fyrir hið sviplega fráfall Steina
voru þeir feðgar til dæmis að
veiðum úti á Faxaflóa og áttu
saman yndislegan dag, sem ef-
laust verður verðmætur í minn-
ingunni.
Við fjölskyldan nutum oftast
samvista við Steina í sveitinni
hjá afa, ömmu og Ingu á Vatns-
leysu í Biskupstungum. Eigum
við margar góðar minningar frá
þessum samverustundum, sem
við munum ylja okkur við í
framtíðinni. Steini hafði mjög
gaman af öllum dýrum og þau
löðuðust að þessum kyrrláta og
yfirvegaða dreng með bjarta
brosið. Stundum kom það fyrir í
sveitinni að allir héldu að Steini
væri týndur þar sem ekkert
hafði heyrst til hans í langan
tíma. Þegar farið var að skima
eftir honum var hann einhvers
staðar einn að dunda sér eða að
leika sér við hundinn á sinn ró-
lega og yfirvegaða hátt.
Augljóst var í samskiptum
við Steina að hann var skýr og
greindur krakki og honum gekk
vel í skólanum, bæði námslega
og félagslega. Undanfarna daga
höfum einnig við orðið þess
áskynja að Steini hefur verið
vinsæll og vinmargur í sínu
nærumhverfi því vinirnir hafa
streymt að heimili hans til að
minnast hans.
Elsku Kristrún, Bjössi og
Kata stóra systir. Missir ykkar
er sár og söknuðurinn mikill, en
minningin um drenginn ykkar
ljúfa og yndislega lifir í hjörtum
okkar. Hugur okkar allra er hjá
ykkur og við biðjum góðan guð
að gefa ykkur styrk til að tak-
ast á þetta mikla áfall. Guð
blessi minningu Þorsteins
Björnssonar.
Ragnheiður, Eymundur,
Bragi Steinn, Sigurður
og Halla.
Kveðja frá
Hólabrekkuskóla
Fallinn er frá ungur drengur,
Þorsteinn Björnsson, nemandi í
3. bekk Hólabrekkuskóla. Þegar
sorgin knýr dyra verður okkur
oft svara vant. Ungur drengur
sem átti alla framtíðina fyrir
sér. Var einstakur nemandi,
prúður, ljúfur og hreif okkur öll
með sér í leik og starfi. Honum
var allt til lista lagt, duglegur
að læra, hafði styrkjandi og
góða nærveru og hreif okkur öll
með sér með mannkostum sín-
um. Það má segja að hann hafi
verið boðberi einkunnarorða
skólans; virðing, gleði og um-
hyggja. Eftir sitjum við hljóð,
hnuggin og spyrjum hvers
vegna, en við slíku er ekkert
svar.
Við hér í Hólabrekkuskóla
sendum foreldrum Þorsteins,
systur og ástvinum öllum okkar
dýpstu samúð. Minning um ein-
stakan dreng mun lifa meðal
okkar.
Hólmfríður G. Guðjónsdóttir,
skólastjóri
Símtalið sem ég fékk að
kvöldi 2. maí er enn óraunveru-
legt í huga mínum. Nemandi
minn Þorsteinn Björnsson er
látinn, nýorðinn 9 ára gamall.
Ég kynntist Þorsteini í janúar
2009 þegar hann var í 6 ára
bekk og hef fylgst með honum
þroskast og blómstra í skólan-
um á hverjum degi síðan þá.
Þorsteinn, eða Steini, eins og
hann var alltaf kallaður var
sannkallaður gleðigjafi í skóla-
starfinu. Alltaf svo jákvæður og
brosandi. Hann var fróðleiksfús
strákur og hafði sérstakan
áhuga á landafræði og náttúru-
fræði. Þennan mikla sorgardag,
mánudaginn 2. maí vorum við í
3. bekk að byrja í lestrarátaki
sem tengist náttúrufræði. Við
byrjuðum daginn á að ræða um
fiska, hafið og veiðar og umræð-
urnar fóru meira að segja út í
kvóta. Ég sagði þá að kannski
yrði einhver í hópnum fiskifræð-
ingur eða haffræðingur þegar
hann yrði stór. Einhver benti þá
á að einhverjir þurfa jú að passa
upp á hversu mikið má veiða af
fiski til þess að fiskurinn í sjón-
um klárist ekki. Steini rétti þá
upp hönd og sagðist ekki ætla
að verða svoleiðis fræðingur
þegar hann yrði stór. Ég trúi að
honum hafi verið ætlað miklu
stærra hlutverk.
Ég veit að Steini var mikill
útivistarmaður og ferðaðist mik-
ið með fjölskyldu sinni. Hann
talaði mikið um Þingvelli og
sagði mér margar sögur af ferð-
um sínum. Síðustu söguna sagði
hann mér mánudaginn 2. maí,
daginn sem hann var svo snögg-
lega tekinn frá okkur. Þeirri
sögu gleymi ég aldrei og þessi
dagur mun setja mark sitt á líf
mitt sem og líf allra sem þekktu
Steina. Hann var svo brosandi
og glaður þennan dag eins og
aðra daga. Svo spenntur að fara
að safna sér fiskum í lestrará-
takinu. Í bekknum höfum við
alltaf leyninemanda dagsins og
sá nemandi sem er dreginn úr
pottinum fær hrósmiða í lok
skóladagsins þar sem tekið er
fram hvað viðkomandi gerir vel.
Þrír nemendur eru eftir í pott-
inum í þessari umferð og er
Steini einn af þeim. Hann fór úr
pottinum í dag í síðasta sinn.
Hrós dagsins fær því Þorsteinn
fyrir það hvað hann var góður
bekkjarfélagi, yndislegur og
duglegur strákur sem við mun-
um aldrei gleyma.
Elsku nemendur mínir í bekk
31. Megi minningin um Þorstein
ávallt vera með ykkur og megið
þið öðlast styrk til að takast á
við þær erfiðu tilfinningar sem
bærast innra með ykkur.
Elsku Kristrún, Björn og
Katrín Ingunn. Ég votta ykkur
innilega samúð á þessum erfiðu
tímum. Ég veit að þið haldið
minningu Þorsteins á lofti,
heiðrið hann á hverjum degi og
umvefjið hann hlýjum hugsun-
um.
Vertu sæll, elsku vinur, þú
hefur gefið mér meira en þig
grunar.
Þinn umsjónarkennari,
Bryndís Björk
Eyþórsdóttir.
Þorsteinn
Björnsson
✝ Gísli BenónýKristjánsson
fæddist á Ísafirði
24. apríl 1920 og
ólst þar upp. Hann
lést á Landspít-
alanum 1. maí
2011.
Foreldrar Gísla:
Kristján Hannes
Magnússon í
Króksbæ á Ísafirði,
verkamaður og
sjómaður á Ísafirði, og kona
hans Rannveig Salóme Svein-
björnsdóttir á Súgandafirði en
alin upp á Kirkjubóli í Skut-
ulsfirði, húsmóðir á Ísafirði.
Systkini Gísla: Magnús Helgi,
Bryndís, Helga Elísabet, Ester,
Elísa Fanney og Halla Pálína.
Gísli kvæntist Sigurbjörgu
Jóhönnu Þórðardóttur, f. 5.2.
1924, húsmóður og kennara,
dóttur Þórðar Kristjánssonar,
bónda og hreppstjóra á
Breiðabólstað á Fellsströnd, og
ján bankastarfsmaður, búsett-
ur í Lúxemborg, kvæntur
Guðrúnu Benediktu Elíasdótt-
ur, þau eiga þrjú börn; Salóme
Mist, Benediktu Gabríellu,
sambýlismaður hennar er Jó-
hann Agnar Einarsson, og
Gísla Benóný. 4) Gísli Örn raf-
virki, búsettur í Kópavogi,
sambýliskona hans er Birna
Bjarnadóttir, þau eiga þrjú
börn; Kjartan Steinar, Krist-
ófer Hlífar og Sigurbjörgu Jó-
hönnu.
Gísli flutti til Reykjavíkur
1943 og í Kópavoginn 1952 þar
sem hann bjó alla tíð. Hann
stundaði nám við Barna- og
gagnfræðaskóla Ísafjarðar og
lauk prófi frá Samvinnuskól-
anum 1944. Hann hóf að námi
loknu störf hjá Prentsmiðjunni
Eddu þar sem hann starfaði til
sjötugs, lengst af sem skrif-
stofustjóri. Þá sá Gísli um að
reka Kópavogsbíó í rúm fjögur
ár frá stofnun þess. Gísli lék
knattspyrnu með Herði á Ísa-
firði og með ÍR í Reykjavík.
Gísli keppti í ýmsum greinum
skíðaíþrótta undir merkjum
Skátafélagsins Einherja á Ísa-
firði og síðar með ÍR. Einnig
æfði Gísli handknattleik og
keppti í frjálsum íþróttum hjá
ÍR og sýndi fimleika bæði á
Ísafirði og hjá ÍR. Hann var
áhugaskíðaþjálfari í Stranda-
sýslu, þjálfari í skíðagöngu hjá
KR og liðsstjóri á þrennum
vetrarólympíuleikum, í Osló,
Cortina og Grenoble. Auk þess
var hann fararstjóri á heims-
meistaramótinu á skíðum í Fal-
um og Åre. Gísli sat í stjórn
Knattspyrnufélagsins Harðar.
Hann var um skeið formaður
skíðadeildar ÍR og tvívegis í
aðalstjórn ÍR um nokkurra ára
skeið í hvort sinn. Þá sat hann
í stjórn Skíðasambands Íslands
í nær tvo áratugi og var jafn-
framt fulltrúi í Ólympíunefnd
Íslands í mörg ár. Gísli var
einn af fyrstu stjórnarmönnum
HK í Kópavogi við stofnun
þess. Þá hefur Gísli starfað
lengi í Lionsklúbbi Kópavogs.
Gísli var mikill áhugamaður
um skógrækt og sat lengi í
stjórn Skógræktarfélags Kópa-
vogs. Fyrir störf sín að fé-
lagsmálum var Gísli gerður að
heiðursfélaga í ÍR, HK og
Skógræktarfélags Kópavogs.
Útför Gísla fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 9. maí
2011, og hefst athöfnin kl. 15.
konu hans Stein-
unnar Þorgils-
dóttur, húsfreyju
og kennara. Gísli
og Sigurbjörg
eiga fjóra syni,
þeir eru: 1) Unn-
steinn Þórður
arkitekt, búsettur
í Kópavogi, var
kvæntur Guðrúnu
Jónsdóttur, þau
eiga tvö börn; Sö-
ruh og Davíð, kvæntur Evu
Björk Eggertsdóttur, þau eiga
þrjú börn, Óliver Breka, Ísak
Rökkva og Álfheiði Myrru. 2)
Magnús skrifstofustjóri, bú-
settur í Kópavogi, var kvæntur
Elínu Kristinsdóttur, þau eiga
þrjú börn; Hrafnhildi Ósk,
Halldór Örn, sambýliskona
hans er Sigurbjörg Helga
Gunnbjörnsdóttir og dóttir
þeirra Freyja Lind, og Hlyn
Má, kærasta hans er Jóna Sig-
ríður Halldórsdóttir. 3) Krist-
Traust og hlýja, yfirvegun og
hógværð, heiðarleiki og dugn-
aður koma upp í hugann þegar
við systkinin minnumst Gísla
frænda okkar.
Gísli ólst upp á Ísafirði og var
einn sex systkina móður okkar,
Höllu, og annar tveggja bræðra.
Hann barðist til mennta, lauk
samvinnuskólaprófi og gegndi
ábyrgðarstarfi sem skrifstofu-
stjóri prentsmiðjunnar Eddu í
áratugi.
Gísli var mikill íþróttamaður.
Hann var landsþekktur skíða-
maður og stundaði fjölmargar
aðrar íþróttagreinar. Hann
starfaði ötullega að félags- og
íþróttamálefnum bæði á Ísafirði
og síðar í Kópavogi og Reykja-
vík, einkum hjá ÍR. Hann sat
lengi í stjórn Skíðasambands Ís-
lands og fór þá sem fararstjóri
keppenda á Ólympíuleika og
heimsmeistaramót.
En það er ekki síst trygg-
lyndi og ræktunarhlutverk Gísla
sem við viljum minnast og
þakka. Þrátt fyrir að Gísli flytti
ungur burt frá Ísafirði og systk-
inin byggju sitt á hvoru lands-
horninu fundum við alla tíð hve
tengsl hans og móður okkar svo
og allra systkinanna voru sterk.
Öll samskipti báru vott um
mikla virðingu og vináttu. Til
Gísla og Siggu var jafnan gott
að koma, hlýja og væntumþykja
lék um okkur á fallegu heimili
þeirra og sonanna fjögurra.
Það var ómetanlegt fyrir okk-
ur aðstandendur Gísla að hann
gat tekið þátt í niðjamóti sem
haldið var á æskustöðvunum á
Ísafirði sl. sumar. Í samtölum
við hann kom fram hve þessi
hinsta ferð hans vestur og sam-
neytið við fjölskylduna var hon-
um mikils virði. Þar naut hann
sín, níræður öldungurinn, tein-
réttur og glæsilegur sem fyrr. Í
tæp 40 ár var hann aldursfor-
setinn í fjölskyldunni, því eldri
systkini hans, Magnús og Bryn-
dís, létust bæði rúmlega fimm-
tug að aldri.
Á kveðjustund þökkum við
frænda okkar fyrir einstaka
góðvild og ljúfa samfylgd og
faðir okkar, Jónatan Einarsson,
minnist traustrar vináttu í ára-
tugi sem aldrei bar skugga á.
Siggu, frændfólki okkar og
fjölskyldum sendum við einlæg-
ar samúðarkveðjur.
Einar, Ester, Kristján
og Heimir Salvar
Jónatansbörn.
Gísli B. Kristjánsson varð
hluti að minni fjölskyldu, þegar
ég giftist bróður Sigurbjargar
konu hans fyrir meira en 50 ár-
um. Við Gísli áttum það sameig-
inlegt að vera bæði fædd og
uppalin á Ísafirði. Gísli var þó í
vissum skilningi enn meiri Ís-
firðingur en ég, þar sem hann
var virkur í íþróttastarfi í bæn-
um og var skíðaíþróttin sér-
stakt áhugamál hans.
Gísli var jafnan hægur í fasi
og ekki margmáll, en hann var
fastur fyrir og ákveðinn í skoð-
unum ef því var að skipta. Allt-
af sýndi hann fjölskyldu okkar
hlýju og vináttu. Gísli hafði
mikinn áhuga á skógrækt og
ræktun almennt og oft kom
hann færandi hendi með
plöntur og græðlinga í garðinn
okkar, eftir að við byrjuðum að
reyna að koma honum í betra
horf. Gísli bar með sér traust
og staðfestu, handtakið þétt og
hlýtt og gott var að leita til
hans og Siggu, því þar mætti
manni alltaf gestrisni og góð-
vild.
Þau hjónin voru ákaflega
virk í ýmsum félögum og tóku
ríkan þátt í samfélaginu í Kópa-
voginum, þar sem þau hafa búið
allan sinn búskap. Nú seinni ár-
in í Gullsmáranum, þar sem þau
tóku þátt í félagsstarfi, eftir því
sem heilsa þeirra leyfði. Þau
létu sér annt um syni sína og
fjölskyldur þeirra, enda var
þeim endurgoldið það með um-
hyggju þeirra og hlýju. Sigga
og Gísli komu oft vestur að
Breiðabólsstað, þar sem þau
eiga sumarbústað og Gísli rækt-
aði mikið af trjám á lóðinni svo
varla sá í bústaðinn, enda heitir
hann Leynir. Eins og með aðra
í fjölskyldunni frá Breiðabóls-
stað á sá staður alltaf stóran
sess í hjarta þeirra.
Við Lalli viljum að lokum
með þessum fátæklegu orðum
kveðja góðan vin, þakka honum
samfylgd í áratugi um leið og
við vottum Siggu og fjölskyld-
unni allri innilega samúð.
Guð blessi minningu Gísla B.
Kristjánssonar.
Þrúður Kristjánsdóttir,
Búðardal.
Kveðja frá Lionsklúbbi
Kópavogs
Nú fækkar þeim óðum, sem
fremstir stóðu,
sem festu rætur í íslenskri jörð,
veggi og vörður hlóðu
og vegi ruddu um hraun og
skörð,
börðust til þrautar með hnefa og
hnúum
og höfðu sér ungir það takmark
sett:
að bjargast af sínum búum
og breyta í öllu rétt.
(Davíð Stefánsson)
Nú er aldursforsetinn okkar
hann Gísli B. Kristjánsson fall-
inn frá. Hann gekk í klúbbinn
1982 og var því búinn að starfa
með okkur í 29 ár. Hann tók
þátt í stjórn klúbbsins og hinum
ýmsu nefndum og sinnti þeim
störfum af alúð og einlægni því
reglusemi og trúmennska voru
hans aðalsmerki. Hann mætti á
fyrsta fund starfsársins í sept-
ember sl. teinréttur í baki að
vanda og heilsaði okkur öllum
með sínu hlýja og þétta hand-
taki.
Við klúbbfélagarnir söknum
vinar í stað og sendum Sig-
urbjörgu, sonum þeirra og öll-
um afkomendum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Hvíl í friði, kæri félagi.
F.h. Lionsklúbbs Kópavogs,
Pétur Sveinsson.
Gísli Benóný
Kristjánsson