Morgunblaðið - 09.05.2011, Qupperneq 19
✝ Ingibjörg J.Gíslason fædd-
ist í Reykjavík 30.
apríl 1915. Hún lést
á elliheimilinu
Grund 22. apríl
2011. Foreldrar
hennar voru Ragn-
heiður Thorarensen
og Jón Hjaltalín
Sigurðsson, yf-
irlæknir og prófess-
or. Systkini hennar
voru Guðrún, Gerður, Bergljót,
Sigríður, Grímur og Bergljót,
sem öll eru látin.
Ingibjörg giftist 14. sept. 1935
Bergi G. Gíslasyni, f. 6. nóvember
1907, d. 22. maí 2008. Foreldrar
hans voru Garðar Gíslason, stór-
kaupmaður í Reykjavík og Þóra
Sigfúsdóttir. Dætur þeirra eru:
1) Þóra, f. 1938, maki Hallgrímur
Sandholt, f. 1936, d. 2005. Börn
þeirra eru: a) Bergur, maki
Theodóra Stella Hafsteinsdóttir,
börn þeirra eru Ása, Sigrún,
Ágústa, Hafdís, Bergur og Haf-
steinn. b) Kristín, maki Ingvar
Vilhelmsson, börn Hallgrímur,
Fanndís og Ingunn Klara. c) Ingi-
björg, maki Ómar Sveinsson,
börn Egill og Þóra Kristín. 2)
Ragnheiður, f. 1942, maki Þór-
arinn Jónasson, f. 1944, börn
þeirra eru: a) Dísa, maki Bjarni
Grímsson, börn Christófer, Ingi-
björg Sóllilja, Skjöldur, og
Brynja. b) Þórunn Lára, maki
Jón Svan Grétarsson börn
Sunna, Þórarinn og Grétar. c)
Haukur Hilmar,
börn Kristján Ari
og Júlíus. 3) Gerður,
f. 1943, d. 1994,
maki Gísli Gestsson,
börn þeirra eru: a)
Ragnheiður, maki
Einar F. Hilm-
arsson, sonur
Bjarni. b) Bergur,
maki Linda S. Guð-
mundsdóttir, börn
Gísli Garðar og
Guðmundur Fróði. 4) Bergljót, f.
1943, maki Gunnar Bernburg, f.
1943, þau skildu. Synir þeirra
eru Páll, maki Margrét Braga-
dóttir, börn Ingunn og Karen
Ósk. b) Jón Gunnar, maki Eydís
Sverrisdóttir, börn Jóel og Atli
Hrafn. 5) Ása, f. 1950, maki Ólaf-
ur R. Magnússon, f. 1951, dóttir
þeirra er Hrafnhildur Ýr, maki
Róbert Þór Guðmundsson, sonur
þeirra er Viktor Óli, fyrir átti
Ólafur soninn Magnús. Barna-
barnabörnin eru sex.
Ingibjörg ólst upp á Lauga-
vegi 42, gekk þar í skóla, fór síð-
an í árs nám til Þýskalands. Þeg-
ar heim kom kynntist hún Bergi
og hófu þau búskap í íbúð við
Þorfinnsgötu, byggðu fljótlega
að Laufásvegi 64, fluttust þangað
og bjuggu þar saman alla tíð.
Ingibjörg var heimavinnandi
húsmóðir.
Útför Ingibjargar fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
9. maí 2011, og hefst athöfnin kl.
15.
Elsku amma mín, vonandi hef-
urðu það gott þarna uppi. Ég
gleymi þér aldrei. Það var svo
gaman þegar við lágum uppi í
stóra og góða rúminu þínu og
horfðum á alla sjónvarpsdag-
skrána saman. Ég kom alltaf líka
eftir skóla til þín og fékk ristað
brauð með sultu og þú varst líka
oft búin að geyma nammi fyrir
mig. Og svo allar sögurnar sem
þú sagðir mér. Til dæmis með
konuna sem borðaði skip og hús,
mér fannst þú alltaf vita allt. Það
var alltaf langbest að tala við þig,
þú skildir mig svo vel. En það
allra besta við þig var að þú gast
alltaf brosað og hlegið, sama
hvernig aðstæður voru. Þú hefur
líka alltaf verið svo falleg, amma,
þú hefur alltaf geislað fyrir mér.
Og ég vona að ég verði jafn frá-
bær og þú. Svo veit ég líka að þú
átt eftir að passa mig eins og þú
hefur alltaf gert, ég veit að þú ert
á góðum stað núna. Ég elska þig,
amma. Ástarkveðjur frá nöfn-
unni þinni.
Ingibjörg Sóllilja.
Ingibjörg Gíslason
HINSTA KVEÐJA
Til ömmu minnar.
Þú ert mitt lífsins ljós og
litla rós. Þú er fallegasta sál
sem ég hef snert.
Ég sakna þín.
Dísa.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2011
✝ Sunna Karls-dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum
12. september
1945. Hún lést að
heimili sínu, Æsu-
felli 4 Reykjavík,
26. apríl 2011.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Karl
Guðjónsson kenn-
ari og alþing-
ismaður, f. 1. nóv-
ember 1917, d. 7. mars 1973 og
Arnþrúður Björnsdóttir kenn-
ari, f. 1. apríl 1918, d. 17. jan-
úar 2007. Systkini Sunnu eru:
Harpa, f. 1947, Lilja, f. 1952 og
Breki, f. 1957.
Sunna giftist þann 10. sept-
ember 1962 Andra Val Hrólfs-
syni, f. 29. mars 1943. Synir
þeirra eru 1) Ívar, f. 6. apríl
1962, kvæntur Sigrúnu Guðna-
dóttur. Börn Ívars eru: a) Andri
Valur, f. 1980, í sambúð með
Guðnýju Nielsen , b) Anna
is verslunarstörf. Árið 1972 hóf
hún nám við Verslunarskóla Ís-
lands og lauk þaðan versl-
unarprófi 1973. Það vor hóf
hún störf sem skrifstofumaður
og bókari á Veðurstofu Íslands
og starfaði þar til ársloka 1980.
Hún vann síðan hjá Bú-
vörudeild Sambands íslenskra
samvinnufélaga frá ársbyrjun
1981 til ársins 1990, þar sem
hún sá um afurðarlán og ýmis
banka- og fjármál fyrir deild-
ina. Þegar SÍS hætti rekstri fór
hún að vinna fyrir Málarann á
Grensásvegi og samhliða fyrir
Metró í Hallarmúla. Þar ann-
aðist hún bókhald og sá jafn-
framt um alla innheimtu. Hún
vann síðan sem bókari hjá
Þýsk-íslenska verslunarfélaginu
þar til hún hóf störf á virð-
isaukaskattsdeild Skattstofu
Reykjavíkur í mars 1997. Þar
vann hún óslitið þangað til hún
lét af störfum 1. maí 2010, þeg-
ar Skattstofa Reykjavíkur var
lögð niður.
Sunna verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag, 9. maí
2011, og hefst athöfnin kl. 13.
María, f. 1980, í
sambúð með Jó-
hanni Páli Krist-
björnssyni, þeirra
dóttir er Ylfa Vár,
f. 2007, c) Saga Ýr,
f. 1994. 2) Ólafur
Darri, f. 1. desem-
ber 1963, kvæntur
Kristjönu Bjarna-
dóttur, f. 1964.
Börn Ólafs Darra
eru: a) Sindri, f.
1990, b) Rán, f. 1992.
Sunna ólst upp á Heiðarveg-
inum á miklu menningarheimili
þar sem tónlist var í hávegum
höfð og stjórnmál oft til um-
ræðu. Eftir barnaskóla stundaði
hún nám við Reykjaskóla í
Hrútafirði og lauk þaðan prófi
1960. Sunna bjó í Vest-
mannaeyjum þar til haustið
1973 að undanskildum 2 árum
sem hún og Andri bjuggu á
Seyðisfirði. Meðan Sunna bjó í
Vestmannaeyjum vann hún ým-
Sunna amma hefur lokið lífs-
göngu sinni og við viljum minn-
ast tímans er við vorum henni
samferða í fáum orðum.
Amma var hörkukona á svo
margan hátt. Hún vissi svo
margt, hafði sterkar og miklar
skoðanir á flestum hlutum og
var mjög annt um sitt fólk. Hún
bar hag okkar ömmubarnanna
fyrir brjósti og var ætíð áhuga-
söm hvernig okkur gengi í námi
og tómstundum. Þeirri tilfinn-
ingu munum við seint venjast,
að koma í Æsufellið eða upp í
Torfur og hitta þar enga ömmu.
Elsku amma, við munum allt-
af vera þakklát fyrir þær stund-
ir sem við áttum með þér. Þú
varst óhrædd við að leggja okk-
ur lífsreglurnar og veita okkur
ráð sem hafa og munu nýtast
okkur í lífinu.
Á göngu lífsins er mikilvægt
að horfa fram á veginn. Ekki er
síður mikilvægt að bera með sér
minningar af förnum vegi. Það
munum við gera. Minning
Sunnu ömmu á sér stað í huga
okkar og mun fylgja okkur um
ókomna framtíð, minning sem
getur alltaf kallað fram hjá okk-
ur hlýju og bros.
Elsku afi. Hugur okkar er
hjá þér á þessum erfiðu tímum,
þú hefur staðið þig eins og
hetja. Okkur þykir óendanlega
vænt um þig og erum þér ávallt
innan handar.
Andri Valur, Anna María,
Rán, Saga Ýr og Sindri.
Að heilsast og kveðjast, það
er lífsins saga. Og nú hefur
Sunna mágkona mín sagt „hæ“ í
síðasta sinn. Hún lést þann 26.
apríl eftir erfið veikindi um
nokkurn tíma, sem vissulega
tóku sinn toll af henni og henn-
ar nánustu eins og svona veik-
indi gera alltaf, en þau hafa
staðið saman eins og klettur og
þá gengur þetta.
Sunna kom inn í mína fjöl-
skyldu þegar ég var bara átta
ára, svo hún hefur verið hluti af
mínu lífi ansi lengi. Hún sagði
við mig um daginn: „Minning-
argreinar eru asnalegar það er
bara talað um hvernig viðkom-
andi þekkti hinn látna, ekki
hvernig hinn látni var.“
Sunna var ung þegar hún átti
drengina sína tvo, innan við tví-
tugt. Þá stofnuðu þau sitt fyrsta
heimili, hún og Andri bróðir
minn. Smá hlé varð nú á skóla-
göngu hennar, en úr því bætti
hún seinna og tók þá verslunar-
próf. Og vann eftir það skrif-
stofuvinnu alla tíð, lengi á Veð-
urstofu Íslands en seinna á
Skattstofunni í Reykjavík.
Sunna var hæg og dagfar-
sprúð kona. Hún elskaði fjöl-
skylduna sína umfram allt. Allt
vildi hún gera fyrir drengina
sína og barnabörnin, eins og
fyrir alla stórfjölskylduna. Ef
hún var beðin um greiða þá
lagði hún sig alla fram um að
leysa málið. Alveg sama hvort
það var nú að fá fólk í gistingu
eða lána íbúðina á daginn svo
hægt væri að lesa þar fyrir próf.
„Fáðu bara lykill og vertu eins
og heima hjá þér.“ Þannig var
Sunna. Hún var líka góð dóttir.
Hugsaði vel um mömmu sína til
síðasta dags og þá meina ég ein-
staklega vel.
Saman hafa þau gengið lengi,
Sunna og Andri bróðir minn,
hún hæg og róleg, hann aðeins
meira á ferðinni. Þau áttu sér
sælureit í sumarbústaðnum, þar
hafði hún yndi af því að vera og
þar var gott að koma. Lestur
góðra bóka var alla tíð aðal-
áhugamál Sunnu, ásamt prjóna-
skapnum. Ég held að það sé
ekki ofsögum sagt að Sunna
hafi aldrei sest niður nema með
prjónana í höndunum, enda ófá-
ar flíkurnar sem hún hefur búið
til.
Sunna hafði ákveðnar skoð-
anir í pólitík og fóru þær skoð-
anir alls ekki saman við mínar.
En það var allt í lagi, hún var
fyrir löngu búin að sjá að alveg
sama hversu rökföst hún var,
mér varð ekki haggað. Eins var
það með trúmálin, þar hafði hún
líka sínar ákveðnu skoðanir:
„Maður á bara að vera almenni-
leg manneskja og góð við aðra
þá gengur þetta.“
Sunna mín, ég vona að þessar
línur séu eins og þú vildir og að
þær sýni að þú varst góð kona
sem vildi öllum vel. Takk fyrir
samfylgdina í fimmtíu ár. Ég og
fjölskylda mín sendum bróður
mínum og hans fjölskyldu okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
biðjum guð að blessa minningu
hennar.
Bryndís Hrólfsdóttir.
Seinni hluta aprílmánaðar
gekk á með dimmum éljum dag
eftir dag. Svo var einnig með
síðustu daga Sunnu mágkonu
minnar. Þessi fallega, hæfileika-
ríka kona kvaddi eftir harða
baráttu við þann vágest sem
engu þyrmir. Ég kynntist henni
fyrir fimmtíu árum þegar þau
hófu búskap, hún og Andri
bróðir minn. Ungu hjónin
byggðu sér heimili og eignuðust
tvo yndislega syni. Þau keyptu
sér hús við Boðaslóð í Vest-
mannaeyjum og þar bjó ég hjá
þeim heilan vetur. Vel fór á með
okkur Sunnu. Hún var mikil
prjónakona og vakti hjá mér
áhuga og löngun til að prjóna
listaverk eins og léku í höndum
hennar.
Það var ekki aðeins ég sem
naut gestrisni Sunnu heldur
bjuggu oft hjá þeim hjónum
ættingjar og vinir lengri og
skemmri tíma. Sunna var afar
barngóð og sonur minn sem er á
svipuðum aldri og hennar synir
á margar góðar æskuminningar
frá heimili hennar.
Þegar gaus á Heimaey 1973
flutti Sunna og fjölskylda henn-
ar til Reykjavíkur. Hún hóf
störf hjá Veðurstofu Íslands en
síðustu árin starfaði hún á
Skattstofunni. Þau hjón keyptu
sumarbústað og þar átti Sunna
sínar yndisstundir. Hún hafði
gleði af að rækta og átti sinn
þátt í að breyta hrjóstrugu
landslaginu kringum sumarbú-
staðinn í gróðursæla vin. Hún
var heimakær og frekar fáskipt-
in en hafði sterkar skoðanir og
mikla réttlætiskennd.
Þegar erfiðleikarnir steðjuðu
að og Sunna greindist með hinn
banvæna sjúkdóm vék Andri
ekki frá henni. Hann virti vilja
hennar til að vera heima og
annaðist hana í veikindunum til
hinstu stundar. Sunna var
æðrulaus og til síðasta dags var
velferð ættingja og vina henni
ofar í huga en eigin veikindi.
Ég kveð Sunnu og votta ást-
vinum mína dýpstu samúð.
Gunnhildur Hrólfsdóttir.
Sumarið er loksins komið
með öllum sínum töfrum og aft-
ur er orðið hlýtt og bjart um
bæinn. Kær vinkona okkar,
Sunna Karlsdóttir, kvaddi í
sumarbyrjun. Veturinn hafði
verið henni og fjölskyldunni
bæði langur og strangur vegna
alvarlegra veikinda hennar.
Fjölskyldan sameinaðist um að
annast hana í veikindunum og
sátu þau hjá henni öllum stund-
um. Það fór ekki framhjá neinu
okkar sem unnum með henni að
fjölskyldan var henni mikils
virði og hún þeim. Sérstakur
svipur færðist yfir andlit hennar
þegar einhvern úr fjölskyldunni
bar á góma og í svipnum mátti
greina bæði stolt og gleði. Sá
notalegi indæli siður stóð um
árabil í fjölskyldu hennar að all-
ir ungir og gamlir söfnuðust
heima hjá þeim Andra á
fimmtudagskvöldum. Arnþrúður
móðir hennar sem hafði lengi
verið ekkja naut þess að hitta
fjölskylduna og fylgjast með
sínu fólki. Þær mæðgur voru af-
skaplega samrýmdar og saknaði
Sunna hennar mjög þegar hún
féll frá fyrir örfáum árum. Auk
fimmtudagskvöldanna átti fjöl-
skyldan sér annan vettvang sem
var í sumarbústaðnum undir
rótum Þríhyrnings. Fátt var
Sunnu kærara en að dvelja í
sveitinni sinni með fjölskyldunni
og njóta kyrrðar og fegurðar ís-
lenskrar náttúru. Eitt haustið
þegar hópurinn hafði lokið
heimsókn til skattstjórans á
Hellu bauð Sunna okkur í sum-
arbústaðinn og áttum við þar
góða stund í stórbrotnu um-
hverfi.
Sunna hóf vinnu á skattstofu
Reykjavíkur skömmu fyrir alda-
mót á virðisaukaskattssviði.
Hún var mörgum góðum kost-
um prýdd, samviskusöm og
vandvirk. Hún hafði afar gott
vald á íslenskri tungu bæði í
mæltu og rituðu máli enda vel
lesin. Sunna var hreinskiptin og
föst fyrir og hélt sínu striki í
skoðanaskiptum, en alltaf voru
málin rædd af sanngirni. Hún
hafði skemmtilega kímnigáfu,
og var orðheppin þegar það átti
við. Hún lét sér afskaplega annt
um samstarfsfólk sitt og átti
sinn þátt í því að skapa það
góða andrúmsloft sem ávallt
ríkti á vinnustaðnum okkar.
Þegar veikindi hennar ágerðust
á síðasta ári ákvað hún að hætta
að vinna og njóta góðra daga.
Gamli samstarfshópurinn henn-
ar hittist á yndislegum haust-
degi á síðasta ári. Tilefnið var
ekki síst að hitta Sunnu sem var
glöð í bragði og naut stund-
arinnar með okkur. Þegar við
nú kveðjum vinkonu okkar er
gott að minnast þeirrar stundar.
Fyrir hönd fyrrum samstarfs-
fólks virðisaukaskattskrifstofu
skattstjórans í Reykjavík,
Kristín Norðfjörð.
Kynni okkar Sunnu hófust
árið 1973 þegar hún hóf störf
sem bókari á Veðurstofu Ís-
lands sem þá var til húsa í Sjó-
mannaskólanum í Reykjavík.
Við fyrstu sýn minnti hún mig á
kvikmyndaleikkonur fyrri tíma,
glæsileg, á háum hælum, reykti,
var stuttorð og töff. Við nánari
kynni kom í ljós að hún var
traustur og góður vinnufélagi og
mjög skemmtileg þegar hún
vildi það við hafa. Hún ferðaðist
mikið með fjölskyldu sinni til
landa sem þá töldust utan hefð-
bundinna ferðamannastaða og
ég man að ég drakk í mig frá-
sagnir hennar úr þessum ferð-
um. Eitt sinn fórum við saman í
vikuferð til Parísar, þar sem
hún, heimsborgarinn, miðlaði
mér af þekkingu sinni. Ég held
að þar finnist varla sá staður
sem við skoðuðum ekki, enda
verður mér oft hugsað „déjà vu“
þegar ég kem þangað. Seinna
urðum við svo samferða til
Tulsa, Oklahoma þar sem börn
okkar beggja bjuggu þá, ásamt
fjölskyldum sínum og líklega
hefði ég aldrei lagt í að heim-
sækja þau ef ekki hefði komið
til hjálpsemi og ferðareynsla
þeirra hjóna, Sunnu og Andra
Vals.
Sunna hætti á Veðurstofunni
árið 1981, en vináttan rofnaði
ekki og við stofnuðum ásamt
Helgu Þóru vinkonu okkar
„menningarklúbb“. Saman fór-
um við á tónleika, leikhús, óp-
erur, kvikmyndir, allskonar sýn-
ingar og uppákomur auk
heimsókna á kaffihús og eru
margar skemmtilegar minning-
ar til frá þeim tíma. Sjaldnast
vorum við sammála um hvað við
vildum sjá næst og því skipt-
umst við á um að velja viðburði,
og af nógu var að taka. Ekki
vorum við alltaf sáttar við val
hinna, en fundum svo út að ef
eitthvað stæðist ekki væntingar
þá væri þó alltaf hægt að fussa
yfir því – og stundum var mikið
fussað! Oft ræddum við Sunna
um pólitík og þó við hefðum
svipaðar skoðanir, þá vorum við
eiginlega aldrei sammála, svo
merkilegt sem það nú er.
Ég kom til Sunnu rétt áður
en hún kvaddi þennan heim og
sú minning mun líklega fylgja
mér um ókomin ár. Svo friðsæl,
á heimili sínu, umvafin hlýju
ástvina sinna og fyrir utan
gluggann breiddi víðáttan, land-
ið og hafið úr sér og orð skálds-
ins komu í huga mér: „Þar sem
jökulinn ber við loft hættir land-
ið að vera jarðneskt, en jörðin
fær hlutdeild í himninum …“.
Við Helga Þóra Jakobsdóttir
þökkum samveruna og sendum
Andra, Ívari, Ólafi Darra og
öðrum aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur.
Gunnur S. Friðriksdóttir.
Sunna Karlsdóttir
Lokað
verður mánudaginn 9. maí frá kl. 13.00–15.00 vegna
jarðarfarar INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR
brigader í Hjálpræðishernum.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
INGELLA ÞÓRÐARDÓTTIR,
Sóleyjargötu 10,
Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju miðviku-
daginn 11. maí kl. 14.00.
Margrét Ármannsdóttir, Þorvaldur Jónasson,
Ármann Ármannsson, Sigurbjörg Ragnarsdóttir,
Þóra Emilía Ármannsdóttir,
Ásmundur Ármannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, sambýlis-
kona og amma,
GUÐRÚN ÁSA BRANDSDÓTTIR,
Reynimel 74,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík
á morgun, þriðjudaginn 10. maí kl. 15.00.
Ásrún Laila Awad,
Sylvía Kristín Ólafsdóttir, Kjartan B. Björgvinsson,
Ágúst Þór Guðsteinsson
og barnabörn.