Morgunblaðið - 19.05.2011, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2011
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Búð og veitingastaður Ódýr veitingastaður er í búðinni. Í hádeginu er hægt að gæða sér á fiskrétti undir 1000 kr.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Þ
að var lengi búið að vera
að tala um að það vant-
aði fiskbúð í Vestur-
bæinn. Það var engin
alvörufiskbúð hér, þær
næstu úti á Seltjarnarnesi og í
Þingholtunum fyrir utan lítil fisk-
horn í Melabúðinni og Nóatúni.
Okkur hefur líka verið tekið fegins
hendi,“ segir Magnús Ingi Magn-
ússon matreiðslumeistari. Nýlega
opnaði hann fiskbúðina Keisarann á
Grandagarði, á athafnasvæði gömlu
hafnarinnar.
„Við erum örugglega sú fisk-
búð sem er næst fiskmarkaðinum
en hann er hinum megin við hornið.
Grandinn hefur verið að blómstra
undanfarið, hér er Sjóminjasafnið
og verið að leigja út verbúðirnar
undir allskonar starfsemi. Hingað
eru líka komnar stórar verslanir og
það iðar allt af mannlífi,“ segir
Magnús Ingi. Hann á og rekur líka
Keisarinn
í Vesturbænum
Um síðustu mánaðamót opnaði Magnús Ingi Magnússon matreiðslumeistari fisk-
búð og veitingastað á Grandagarði. Hann segir svæðið blómstra og fiskbúðinni
hafi verið tekið fegins hendi.
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Í brúnni Magnús Ingi Magnússon stoltur í nýju fiskbúðinni sinni.
Nú þegar þrengir að efnahag flestra
og launin hrökkva varla til að kaupa
nauðsynjavörur er nauðsynlegt að
vera vakandi fyrir góðum tilboðum.
Þá er vefsíða eins og Hopkaup.is kær-
komin kjarabót.
Um er að ræða nýja íslenska vef-
síðu sem býður daglega upp á góð til-
boð á vörum og þjónustu. Tilboðin
þurfa lágmarksfjölda kaupenda til að
verða virk sem tryggir afslætti frá
40-70%. Markmið Hópkaupa er að
tilboðin verði sem fjölbreyttust og
höfði til sem flestra.
Reglulega eru birt á síðunni ný til-
boð, eitt eða fleiri. Afslátturinn virkj-
ast um leið og fyrirfram ákveðnum
lágmarksfjölda kaupenda er náð.
Ef áhugi er á að kaupa vöru er
smellt á kaupa-hnappinn og settar
inn viðeigandi upplýsingar. Svo þarf
bara að bíða og sjá hvort ekki bætist
við kaupendur til að virkja afsláttinn.
Vefsíðan www.hopkaup.is
Morgunblaðið/Golli
Bílaþvottur Ef margir taka sig saman er hægt að fá ódýran bílaþvott á síðunni.
Fjöldinn virkjar tilboðin
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969
www.ils.is
110% leiðin – átt þú rétt?
· Ef skuldir eru umfram 110% af verðmæti fasteignar er hægt að sækja
um að skuldirnar verði færðar niður að 110% af verðmæti eignarinnar.
· Á við um lán til kaupa á íbúð til eigin nota sem áttu sér stað fyrir árið 2009.
· Ef veðrými er á öðrum eignum umsækjanda lækkar niðurfærsla skulda sem því nemur.
· Kannaðu málið fyrir 1. júlí nk., en þá rennur út frestur til að sækja
um þessa niðurfærslu.
· Sækja skal um rafrænt á www.ils.is.
· Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2011.
Á morgun ætlar Þórir Sigurbjörnsson að
halda fyrirlestur á Sögusetrinu í Rangár-
þingi um tákn sem fundust á fjallinu Þrí-
hyrningi árið 2009. Þau virðast að hluta til
vera náttúruleg og að hluta manngerð. Þórir
hefur lagst í þónokkrar rannsóknir á þessu
óútskýrða fyrirbæri og veltir fyrir sér hvort
táknin tengist kenningum Einars Pálssonar
um sólúr, norrænu landnámi, keltnesku
landnámi eða launhelgum trúarbragða.
Hann hvetur þá sem eitthvað vita um táknin
á Þríhyrningi að koma á fyrirlesturinn og
segja frá því. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.
Endilega …
… forvitnist um táknin
Tákn Þríhyrningur er fagurt fjall.