Morgunblaðið - 19.05.2011, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.05.2011, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2011 BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Aserar eru mjög stoltir af sigri sín- um í Evróvisjón á laugardaginn var og vona að hann verði mikil og góð landkynning fyrir Aserbaíd- sjan sem á síðustu árum hefur ver- ið þekktast fyrir olíu- og gasút- flutning til Evrópuríkja. Sigurinn þýðir væntanlega að næsta söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjans. Það verður einn stærsti viðburður í sögu landsins frá því að það fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið 1991 og líklegt þykir að Aserar noti olíuauð sinn til að halda keppnina með miklum glæsibrag. Viðbúið er þó einnig að söngvakeppnin beini athygli Evr- ópuþjóða að mannréttindabrotum og kúgun ríkisstjórnar Aserbaíd- sjans sem hefur notað stórauknar olíutekjur sínar til að herða tökin á landinu. Íbúar Aserbaídsjans eru rúm- ar níu milljónir og flestir þeirra eru múslímar. Landið háði stríð við Armeníu um héraðið Nagorno- Karabakh eftir hrun Sovétríkjanna og um 30.000 manns lágu í valnum. Heydar Aliyev stjórnaði Aserbaídsjan með harðri hendi frá árinu 1993 og þar til sonur hans, Ilham, tók við af honum tíu árum síðar. Ilham Aliyev var lýstur sig- urvegari forsetakosninga árið 2003 en margir sökuðu stjórnarliða um að hafa beitt grófum kosn- ingasvikum og misnotað aðstöðu sína í kosningabaráttunni. Fulltrú- ar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, sem fylgdust með kosningunum, sögðu að þær hefðu ekki verið lýðræðislegar. Lög- reglan beitti valdi til að kveða nið- ur mótmæli stjórnarandstæðinga og margir þeirra voru handteknir. Olíutekjur Aserbaídsjans stór- jukust eftir að ráðamennirnir sömdu við olíurisann BP um að leggja olíuleiðslu frá Kaspíahafi til Evrópuríkja. Mikill hagvöxtur hef- ur því verið í Aserbaídsjan síðustu árin og hlutfall fátækra lækkað úr 45% árið 2003 í 11% á liðnu ári. Bætt lífskjör vegna olíu- auðsins hafa styrkt stöðu ráða- mannanna en hermt er þó að mik- illar óánægju gæti meðal almennings vegna spillingar og misskiptingar. Aserbaídsjan er álit- ið á meðal spilltustu ríkja heims, spilltara en ríki á borð við Íran, Líbíu og Pakistan. Evróvisjón til góðs? Lögreglan hefur nokkrum sinnum kveðið niður mótmæli stjórnarandstæðinga á árinu til að koma í veg fyrir að „arabíska vor- ið“, uppreisnaraldan í löndum araba, berist til Aserbaídsjans. Tugir stjórnarandstæðinga hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að undirbúa mótmæli í Bakú. Evr- ópuþingið samþykkti á dögunum harðorða yfirlýsingu þar sem mannréttindabrot aserskra stjórn- valda voru fordæmd. Hugsanlegt er að sigurinn í Evróvisjón verði til þess að ástand- ið í mannréttindamálum skáni í Aserbaídsjan, að sögn Aslans Am- anis, sem stundar doktorsnám í fræðilegum lýðræðiskenningum við London School of Economics. Hann segir í grein The Guardian að söngvakeppnin geti orðið til þess að stjórnvöld í Aserbaídsjan hætti ekki aðeins kúgunaraðgerð- unum gegn stjórnarandstöðunni heldur komi einnig á pólitískum umbótum. Til að rökstyðja þetta bendir hann m.a. á að landið verði meira í sviðsljósinu en nokkru sinni fyrr, auk þess sem yfirvöld verði að afnema ferðatakmarkanir og hætta að siga lögreglunni á fólk í hvert sinn sem það hópast saman. Evróvisjón beinir athygli að kúgun Reuters Þjóðhetjur Eldar Gasimov og Nigar Jamal var fagnað sem þjóðhetjum í miðborg Bakú fyrr í vikunni eftir sigur þeirra í Evróvisjón á laugardag.  Spilltir ráðamenn í Aserbaídsjan sakaðir um gróf mannréttindabrot og stórfelld kosningasvik  Talið að Aserar noti olíuauð sinn til að halda söngvakeppnina með miklum glæsibrag á næsta ári Í JAÐRI EVRÓPU Nagorno- Karabakh ASERBAÍDSJAN ÍRAN GEORGÍA RÚSSLAND ARMENÍA Baku Kaspíahaf 100 km Stjórnendur evrópskra sjón- varpsstöðva og samtök sam- kynhneigðra hafa áhyggjur af mannréttindabrotum gegn hommum og lesbíum í Aserbaídsjan. „Mjög margir ákafir stuðningsmenn Evr- óvisjón koma úr samfélagi homma og lesbía,“ hefur The Times eftir einum sjónvarps- mannanna. „Aserbaídsjan gæti tekið þeim mjög illa og hugsanlegt er að margir aðdá- endur ákveði að fara ekki til Bakú.“ Líta Bakú óhýru auga MANNRÉTTINDI BROTIN n o a t u n . i s LAXAVASAR OSTAFYLLTIR KR./KG 2498 F ÚRFISKBOR ÐI ÚR FISKBORÐI FERSKIR Í FISKI H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t Ö ll ve rð er u bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill u og /e ða m yn da br en gl GÆÐAVÖRU R SVALANDI HOLLT OG GOTT Við gerum meira fyrir þig 1698 BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI 2 1FYRIR MYLLU DINKELBERGERBRAUÐ UNGNAUTAHAM- BORGARI, 120 G KR./STK. 249 JAMIE OLIVERPASTA, 500 G 3 TEGUNDIR KR./PK. 259 MIX PEPSI PEPSI MAX, 2 L KR./STK. 198 NÝTT KORTATÍMA BIL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.